Sagðir ætla að bjóða Barcelona þrjá leikmenn og metfé fyrir Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 09:00 Lionel Messi er einn besti fótboltamaður sögunnar og verður mögulega dýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester City. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Manchester City ætlar að gera allt til þess að fá Lionel Messi í City búninginn fyrir komandi tímabil ef marka má nýjustu fréttir frá Etihad leikvanginum. Lionel Messi telur sjálfur að hann sé með uppsagnarákvæði í samningnum sínum sem gefi honum tækifæri á því að fara frítt en það lítur út fyrir að Manchester City vilji fara aðra leið. Uppsagnarákvæðið rann út í sumar en þar sem keppnistímabilið var framlengt inn í ágúst þá taldi Messi að ákvæðið væri í gildi þegar hann tilkynnti Barcelona á þriðjudaginn að hann væri á förum. Forráðamenn Manchester City virðast aftur á móti ekki vera eins sannfærðir því félagið ætlar núna að reyna að kaupa Lionel Messi frá Barcelona. Man City 'are ready to offer £89.5m PLUS three players' in deal to land Lionel Messi https://t.co/bmJEtY1CBJ— MailOnline Sport (@MailSport) August 28, 2020 Daily Mail slær því upp að Manchester City ætli að bjóða Barcelona 89,5 milljónir punda og þrjá leikmenn í skiptum fyrir Lionel Messi sem er ekki slæmt tilboð fyrir 33 ára gamlan mann. En er það nógu gott fyrir Lionel Messi. Messi yrði þá langdýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester City en þann titil á í dag Rodri sem City keypti frá Atlético Madrid fyrir 63,6 milljónir punda árið 2019. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Bernardo Silva, Gabriel Jesus og Eric Garcia eða kantmaður, framherji og miðvörður. Eric Garcia er bara 19 ára gamall og Gabriel Jesus er bara 23 ára. Bernardo Silva er aftur á móti 26 ára. Bernardo Silva kostaði City 43 milljónir punda á sínum tíma og félagið fékk Gabriel Jesus fyrir 27 milljónir punda. Allar fréttir frá mönnum sem þekkja vel til hjá Lionel Messi eru um það að leikmaðurinn vilji fara til Pep Guardiola í Manchester City. They made 125 appearances and scored 31 goals for City this season - but it's surely worth it for the GOAT https://t.co/EJaXbIq326— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 27, 2020 Þar er því hálfur sigur í höfn hjá Manchester City en það er ekkert grín að kaupa mann sem kostar 700 milljónir evra að kaupa út úr samningi. Það var mikið áfall fyrir Barcelona þegar félagið fékk þessa sendingu frá Lionel Messi og enn ein martröðin fyrir félagið á árinu 2020. Hvort að Barcelona sé tilbúið að gefa upp vonina á að halda Messi og tilbúið að reyna að fá eitthvað fyrir hann verður að koma í ljós. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Sjá meira
Manchester City ætlar að gera allt til þess að fá Lionel Messi í City búninginn fyrir komandi tímabil ef marka má nýjustu fréttir frá Etihad leikvanginum. Lionel Messi telur sjálfur að hann sé með uppsagnarákvæði í samningnum sínum sem gefi honum tækifæri á því að fara frítt en það lítur út fyrir að Manchester City vilji fara aðra leið. Uppsagnarákvæðið rann út í sumar en þar sem keppnistímabilið var framlengt inn í ágúst þá taldi Messi að ákvæðið væri í gildi þegar hann tilkynnti Barcelona á þriðjudaginn að hann væri á förum. Forráðamenn Manchester City virðast aftur á móti ekki vera eins sannfærðir því félagið ætlar núna að reyna að kaupa Lionel Messi frá Barcelona. Man City 'are ready to offer £89.5m PLUS three players' in deal to land Lionel Messi https://t.co/bmJEtY1CBJ— MailOnline Sport (@MailSport) August 28, 2020 Daily Mail slær því upp að Manchester City ætli að bjóða Barcelona 89,5 milljónir punda og þrjá leikmenn í skiptum fyrir Lionel Messi sem er ekki slæmt tilboð fyrir 33 ára gamlan mann. En er það nógu gott fyrir Lionel Messi. Messi yrði þá langdýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester City en þann titil á í dag Rodri sem City keypti frá Atlético Madrid fyrir 63,6 milljónir punda árið 2019. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Bernardo Silva, Gabriel Jesus og Eric Garcia eða kantmaður, framherji og miðvörður. Eric Garcia er bara 19 ára gamall og Gabriel Jesus er bara 23 ára. Bernardo Silva er aftur á móti 26 ára. Bernardo Silva kostaði City 43 milljónir punda á sínum tíma og félagið fékk Gabriel Jesus fyrir 27 milljónir punda. Allar fréttir frá mönnum sem þekkja vel til hjá Lionel Messi eru um það að leikmaðurinn vilji fara til Pep Guardiola í Manchester City. They made 125 appearances and scored 31 goals for City this season - but it's surely worth it for the GOAT https://t.co/EJaXbIq326— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 27, 2020 Þar er því hálfur sigur í höfn hjá Manchester City en það er ekkert grín að kaupa mann sem kostar 700 milljónir evra að kaupa út úr samningi. Það var mikið áfall fyrir Barcelona þegar félagið fékk þessa sendingu frá Lionel Messi og enn ein martröðin fyrir félagið á árinu 2020. Hvort að Barcelona sé tilbúið að gefa upp vonina á að halda Messi og tilbúið að reyna að fá eitthvað fyrir hann verður að koma í ljós.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Sjá meira