Engin skömm í að vera berskjölduð og þurfa stuðning Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. ágúst 2020 13:30 Tónlistarkonan Sjana var undir innblæstri frá frumskóginum í nýjasta lagi sínu. Aðsend mynd „Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt og held áfram að þróa minn stíl og hljóm. Á Close má finna ný hljóðfæri sem ég hef ekki notað áður eins og saxófón og ashiko handtrommur sem gefur laginu þennan einkennandi og áberandi hljóm,“ segir tónlistarkonan Sjana um nýja lagið sitt sem kom út á Spotify í dag. Innblásturinn kom úr ýmsum áttum, þar á meðal úr frumskóginum, en var samið á nokkrum mínútum. „Ég hef alltaf verið mikill Phil Collins aðdáandi og þá sérstaklega af lögunum í Tarzan, sem er ein af mínum uppáhalds teiknimyndum. En þar notar hann afrískar trommur sem gefa lögunum skemmtilegan og ævintýralegan „frumskógar” hljóm. En ég hlusta á allskonar tónlist.“ Berskjölduð og heiðarleg Sjana hefur glímt við mikinn kvíða og samdi oft lög á nóttunni þegar hún gat ekki sofið. Hún samdii textann við lagið Close sjálf en hún kafar mjög djúpt í eigin tilfinningar á væntanlegri plötu sinni. „Close var skáldsaga til að byrja með. Ég hafði skýra mynd í huganum um tvo elskendur sem aðskiljast vegna stríðsátaka sem leita svo að hvort öðru, en núna hefur lagið persónulegri merkingu. Eftir það sem ég hef upplifað og gengið í gegnum undanfarið, finnst mér lagið vera meira um það að þurfa ekki að skammast sín eða óttast það að láta fólkið í kringum sig vita að þú þarft á þeim, og stuðningi þeirra að halda. Það geta allir túlkað lagið á sinn hátt.“ Lagið samdi hún í byrjun 2019 á svokallaða „loop station” og grínast hún með að kannski hafi lagið ómeðvitað fengið innblástur frá Tarzan teiknimyndinni. „Listagyðjan kom yfir mig og ég var í skemmtilegum gír þennan dag og byrjaði að glamra á hljómborðið og valdi nokkur hljóðfæri til að setja saman og byrjaði svo að radda. Lagið varð til á nokkrum mínútum — ásamt nokkrum öðrum. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvaðan innblásturinn kom en svona varð í raun lagið bara til. “ „Close setur tóninn fyrir bæði plötuna og nýja tíma, en platan verður á ensku og það verða einnig öðruvísi lög á plötunni. Það verða önnur hljóðfæri og hljóð, ég kafa dýpra í hluti sem ég hef ekki þorað að tjá mig um áður og er ég mjög berskjölduð og heiðarleg á plötunni. Platan einkennist af töffaraskap, heiðarleika og styrk. Ég tjái mig um það erfiða ferli sem ég gekk í gegnum að finna sjálfa mig og vinna mig út úr þeim áföllum sem ég varð fyrir. Eins og áður er mikið af lögum sem hafa setið lengi í geymslu sem fá nú að líta dagsins ljós, mín allra persónulegustu lög.“ Það hefur ekki verið mikið að gera hjá tónlistarfólki síðustu mánuði vegna heimsfaraldurs en Sjana hefur nýtt þennan tíma í sjálfsvinnu. „Ég hef verið að skipuleggja næstu skref bæði í tónlistinni og myndlistinni. Ég hef einnig nýtt tímann í að fara yfir gömul lög og að skapa meira. Ég er einbeitt og mjög jákvæð á framtíðina og hlakka mikið til þeirra verkefni sem ég er að vinna í og sem ég á eftir að taka að mér. Það er margt spennandi fram undan sem ég hlakka til að deila með fólki. Þetta er upphafið á nýju tímabili.“ Hægt er að hlusta á lagið Close í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Tengdar fréttir Samdi lög á nóttunni þegar hún svaf ekki vegna kvíða Söngkonan Sjana Rut gefur út sína fyrstu plötu í þessum mánuði. 7. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
„Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt og held áfram að þróa minn stíl og hljóm. Á Close má finna ný hljóðfæri sem ég hef ekki notað áður eins og saxófón og ashiko handtrommur sem gefur laginu þennan einkennandi og áberandi hljóm,“ segir tónlistarkonan Sjana um nýja lagið sitt sem kom út á Spotify í dag. Innblásturinn kom úr ýmsum áttum, þar á meðal úr frumskóginum, en var samið á nokkrum mínútum. „Ég hef alltaf verið mikill Phil Collins aðdáandi og þá sérstaklega af lögunum í Tarzan, sem er ein af mínum uppáhalds teiknimyndum. En þar notar hann afrískar trommur sem gefa lögunum skemmtilegan og ævintýralegan „frumskógar” hljóm. En ég hlusta á allskonar tónlist.“ Berskjölduð og heiðarleg Sjana hefur glímt við mikinn kvíða og samdi oft lög á nóttunni þegar hún gat ekki sofið. Hún samdii textann við lagið Close sjálf en hún kafar mjög djúpt í eigin tilfinningar á væntanlegri plötu sinni. „Close var skáldsaga til að byrja með. Ég hafði skýra mynd í huganum um tvo elskendur sem aðskiljast vegna stríðsátaka sem leita svo að hvort öðru, en núna hefur lagið persónulegri merkingu. Eftir það sem ég hef upplifað og gengið í gegnum undanfarið, finnst mér lagið vera meira um það að þurfa ekki að skammast sín eða óttast það að láta fólkið í kringum sig vita að þú þarft á þeim, og stuðningi þeirra að halda. Það geta allir túlkað lagið á sinn hátt.“ Lagið samdi hún í byrjun 2019 á svokallaða „loop station” og grínast hún með að kannski hafi lagið ómeðvitað fengið innblástur frá Tarzan teiknimyndinni. „Listagyðjan kom yfir mig og ég var í skemmtilegum gír þennan dag og byrjaði að glamra á hljómborðið og valdi nokkur hljóðfæri til að setja saman og byrjaði svo að radda. Lagið varð til á nokkrum mínútum — ásamt nokkrum öðrum. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvaðan innblásturinn kom en svona varð í raun lagið bara til. “ „Close setur tóninn fyrir bæði plötuna og nýja tíma, en platan verður á ensku og það verða einnig öðruvísi lög á plötunni. Það verða önnur hljóðfæri og hljóð, ég kafa dýpra í hluti sem ég hef ekki þorað að tjá mig um áður og er ég mjög berskjölduð og heiðarleg á plötunni. Platan einkennist af töffaraskap, heiðarleika og styrk. Ég tjái mig um það erfiða ferli sem ég gekk í gegnum að finna sjálfa mig og vinna mig út úr þeim áföllum sem ég varð fyrir. Eins og áður er mikið af lögum sem hafa setið lengi í geymslu sem fá nú að líta dagsins ljós, mín allra persónulegustu lög.“ Það hefur ekki verið mikið að gera hjá tónlistarfólki síðustu mánuði vegna heimsfaraldurs en Sjana hefur nýtt þennan tíma í sjálfsvinnu. „Ég hef verið að skipuleggja næstu skref bæði í tónlistinni og myndlistinni. Ég hef einnig nýtt tímann í að fara yfir gömul lög og að skapa meira. Ég er einbeitt og mjög jákvæð á framtíðina og hlakka mikið til þeirra verkefni sem ég er að vinna í og sem ég á eftir að taka að mér. Það er margt spennandi fram undan sem ég hlakka til að deila með fólki. Þetta er upphafið á nýju tímabili.“ Hægt er að hlusta á lagið Close í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Tengdar fréttir Samdi lög á nóttunni þegar hún svaf ekki vegna kvíða Söngkonan Sjana Rut gefur út sína fyrstu plötu í þessum mánuði. 7. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Samdi lög á nóttunni þegar hún svaf ekki vegna kvíða Söngkonan Sjana Rut gefur út sína fyrstu plötu í þessum mánuði. 7. febrúar 2020 15:30