Viðbrögð Merkel sögðu sitt um það hvort Trump heillaði hana Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2020 12:30 Angela Merkel brosti við þegar hún var spurð út í það hvort Trump hefði heillað hana. EPA/Henning Schacht Angela Merkel, kanslari Þýskalands, virtist hissa þegar hún var spurð að því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði heillað hana. Það kom fram í ræðu Richard Grenell, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi og fyrrverandi starfandi yfirmanni leyniþjónusta Bandaríkjanna, á landsfundi Repúblikanaflokksins í vikunni. Grenell hélt því fram á miðvikudaginn að hann hefði fylgst með Trump heilla Merkel á fundi þeirra og á sama tíma krafist þess að Þýskaland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Hann sagðist hafa verið í aðstöðu til að sjá með berum augum hvernig „Bandaríkin fyrst“ utanríkisstefna Trump hefði hagnast Bandaríkjamönnum og hvernig Trump semdi við aðra þjóðarleiðtoga. Merkel sjálf var spurð út í þessi ummæli á blaðamannafundi í morgun. Í fyrstu virtist hún mjög hissa og bað blaðamanninn um að endurtaka það sem Grenell hefði sagt. Þá vottaði fyrir glotti á Merkel og blaðamenn í salnum hlógu. Kanslarinn sagði þó að hún vildi ekki tjá sig um einkasamskipti hennar og Trump. Fólki þykir viðbrögð hennar og líkamstjáning þó vera nægileg svör. German Chancellor Angela Merkel's reaction when asked whether she could confirm that @realDonaldTrump "charmed her." pic.twitter.com/kokn7QLrfD— DW News (@dwnews) August 28, 2020 Vert er að rifja upp að samband Trump og Merkel hefur aldrei virst gott. Meðal annars er Trump sagður hafa kallað hana heimska í síma og hefur hann reglulega gagnrýnt hana harðlega opinberlega. Árið 2017, eftir fund þeirra tveggja í Hvíta húsinu virtist Trump einnig hunsa Merkel allfarið við myndatöku eftir fundinn. Þá virtist hún einnig skemmta sér yfir hegðun Trump. Bandaríkin Þýskaland Donald Trump Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Fleiri fréttir Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, virtist hissa þegar hún var spurð að því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði heillað hana. Það kom fram í ræðu Richard Grenell, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi og fyrrverandi starfandi yfirmanni leyniþjónusta Bandaríkjanna, á landsfundi Repúblikanaflokksins í vikunni. Grenell hélt því fram á miðvikudaginn að hann hefði fylgst með Trump heilla Merkel á fundi þeirra og á sama tíma krafist þess að Þýskaland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Hann sagðist hafa verið í aðstöðu til að sjá með berum augum hvernig „Bandaríkin fyrst“ utanríkisstefna Trump hefði hagnast Bandaríkjamönnum og hvernig Trump semdi við aðra þjóðarleiðtoga. Merkel sjálf var spurð út í þessi ummæli á blaðamannafundi í morgun. Í fyrstu virtist hún mjög hissa og bað blaðamanninn um að endurtaka það sem Grenell hefði sagt. Þá vottaði fyrir glotti á Merkel og blaðamenn í salnum hlógu. Kanslarinn sagði þó að hún vildi ekki tjá sig um einkasamskipti hennar og Trump. Fólki þykir viðbrögð hennar og líkamstjáning þó vera nægileg svör. German Chancellor Angela Merkel's reaction when asked whether she could confirm that @realDonaldTrump "charmed her." pic.twitter.com/kokn7QLrfD— DW News (@dwnews) August 28, 2020 Vert er að rifja upp að samband Trump og Merkel hefur aldrei virst gott. Meðal annars er Trump sagður hafa kallað hana heimska í síma og hefur hann reglulega gagnrýnt hana harðlega opinberlega. Árið 2017, eftir fund þeirra tveggja í Hvíta húsinu virtist Trump einnig hunsa Merkel allfarið við myndatöku eftir fundinn. Þá virtist hún einnig skemmta sér yfir hegðun Trump.
Bandaríkin Þýskaland Donald Trump Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Fleiri fréttir Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Sjá meira