Starfsmaður íþróttahúss sakaður um að hafa löðrungað níu ára dreng Sylvía Hall skrifar 28. ágúst 2020 16:23 Málinu er ekki lokið að sögn bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Vísir/Vilhelm Starfsmaður í íþróttahúsi í Reykjanesbæ er sakaður um að hafa slegið níu ára dreng í andlitið þegar hann var í íþróttum á skólatíma. Atvikið átti sér stað í lok maímánaðar en að sögn móður drengsins sagði starfsmaðurinn drenginn og vini hans hafa verið óþekka eftir íþróttatíma og hann hafi þurft að „grípa aðeins í hann“. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir málið til meðferðar. Móðir drengsins greinir frá atvikum málsins í færslu á Facebook-síðu sinni í gær og hefur færslan vakið hörð viðbrögð. Gagnrýnir hún að starfsmaðurinn hafi verið mættur aftur til starfa í haust þegar skólahald byrjaði á ný, en hann hafði verið látinn fara á meðan rannsókn stóð yfir. Ekkert réttlæti að maðurinn starfi með börnum ef hann getur ekki haft stjórn á skapi sínu. „Það barst ekki kæra frá skólanum og maðurinn fékk sér lögfræðing, þannig ekkert var hægt að gera nema gefa honum áminningu. Áminningu fyrir að slá 9 ára gamalt barn utanundir. Það varð einhver misskilningur á milli skólans og forstöðumannsins til þess að engin kæra barst,“ skrifar Kristín Helga Magnúsdóttir, móðir drengsins. Í framhaldinu hafi verið lagt til að hún og sonur hennar myndu eiga fund með manninum, sem hún furðar sig á. Það sé ósanngjarnt að ætlast til að drengurinn sé settur í aðstæður „með fullorðnum manni sem beitti hann ofbeldi“ og þannig væri verið að setja ábyrgðina um farsæl málalok á barnið. Hún segist hafa tekið þá ákvörðun að senda drenginn ekki í íþróttir á meðan maðurinn starfar í íþróttahúsinu. Hann sé hræddur við að fara í íþróttir vegna mannsins og hún ætli ekki að bjóða honum upp á það að hann gæti mögulega rekist á hann á skólatíma. Atvikið átti sér stað á skólatíma en drengurinn gengur í Holtaskóla.Facebook/Holtaskóli Málinu ekki lokið Starfsmaðurinn sem um ræðir starfar hjá íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar og er málið til meðferðar innan stjórnsýslu bæjarins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir það vera í eðlilegum farvegi en því sé ekki lokið. „Þetta eru í rauninni tvö mál; þetta er annars vegar mál skólans gagnvart barninu og fjölskyldunni og foreldrum, í því sér skólinn um samskiptin. Hins vegar er þetta starfsmannamál – aðilinn er starfsmaður íþróttamannvirkja Reykjanesbæjar og þar er þetta starfsmannamál,“ segir Kjartan í samtali við Vísi. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Vísir/Einar Helga Hildur Snorradóttir, skólastjóri Holtaskóla, sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál þegar blaðamaður hafði samband. Móðir drengsins starfar hjá velferðarsviði Reykjanesbæjar og vinnur því í ráðhúsinu líkt og bæjarstjórinn. Hann segist ekki hafa rætt við hana um málið, enda sjái skólinn um samskiptin við foreldra. „Skólayfirvöld hafa verið í sambandi við móðurina, ég hef ekki verið í sambandi við hana að öðru leyti en því að hún vinnur hér í ráðhúsinu. Hún er ekki í því máli sem slík. Ég hef ekki blandað mér beint í þau samskipti.“ Kjartan segist ekki vita til þess að fleiri mál hafi komið upp í tengslum við þennan tiltekna starfsmann. Það séu þó dæmi um að tilkynningar hafi borist frá foreldrum vegna samskipta barna við starfsmenn. „Það hafa komið upp í gegnum tíðina í kerfinu hjá okkur þar sem samskipti starfsmanna við börn eða unglinga hafa kannski ekki verið eins og við hefðum kosið.“ Skóla - og menntamál Reykjanesbær Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Starfsmaður í íþróttahúsi í Reykjanesbæ er sakaður um að hafa slegið níu ára dreng í andlitið þegar hann var í íþróttum á skólatíma. Atvikið átti sér stað í lok maímánaðar en að sögn móður drengsins sagði starfsmaðurinn drenginn og vini hans hafa verið óþekka eftir íþróttatíma og hann hafi þurft að „grípa aðeins í hann“. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir málið til meðferðar. Móðir drengsins greinir frá atvikum málsins í færslu á Facebook-síðu sinni í gær og hefur færslan vakið hörð viðbrögð. Gagnrýnir hún að starfsmaðurinn hafi verið mættur aftur til starfa í haust þegar skólahald byrjaði á ný, en hann hafði verið látinn fara á meðan rannsókn stóð yfir. Ekkert réttlæti að maðurinn starfi með börnum ef hann getur ekki haft stjórn á skapi sínu. „Það barst ekki kæra frá skólanum og maðurinn fékk sér lögfræðing, þannig ekkert var hægt að gera nema gefa honum áminningu. Áminningu fyrir að slá 9 ára gamalt barn utanundir. Það varð einhver misskilningur á milli skólans og forstöðumannsins til þess að engin kæra barst,“ skrifar Kristín Helga Magnúsdóttir, móðir drengsins. Í framhaldinu hafi verið lagt til að hún og sonur hennar myndu eiga fund með manninum, sem hún furðar sig á. Það sé ósanngjarnt að ætlast til að drengurinn sé settur í aðstæður „með fullorðnum manni sem beitti hann ofbeldi“ og þannig væri verið að setja ábyrgðina um farsæl málalok á barnið. Hún segist hafa tekið þá ákvörðun að senda drenginn ekki í íþróttir á meðan maðurinn starfar í íþróttahúsinu. Hann sé hræddur við að fara í íþróttir vegna mannsins og hún ætli ekki að bjóða honum upp á það að hann gæti mögulega rekist á hann á skólatíma. Atvikið átti sér stað á skólatíma en drengurinn gengur í Holtaskóla.Facebook/Holtaskóli Málinu ekki lokið Starfsmaðurinn sem um ræðir starfar hjá íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar og er málið til meðferðar innan stjórnsýslu bæjarins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir það vera í eðlilegum farvegi en því sé ekki lokið. „Þetta eru í rauninni tvö mál; þetta er annars vegar mál skólans gagnvart barninu og fjölskyldunni og foreldrum, í því sér skólinn um samskiptin. Hins vegar er þetta starfsmannamál – aðilinn er starfsmaður íþróttamannvirkja Reykjanesbæjar og þar er þetta starfsmannamál,“ segir Kjartan í samtali við Vísi. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Vísir/Einar Helga Hildur Snorradóttir, skólastjóri Holtaskóla, sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál þegar blaðamaður hafði samband. Móðir drengsins starfar hjá velferðarsviði Reykjanesbæjar og vinnur því í ráðhúsinu líkt og bæjarstjórinn. Hann segist ekki hafa rætt við hana um málið, enda sjái skólinn um samskiptin við foreldra. „Skólayfirvöld hafa verið í sambandi við móðurina, ég hef ekki verið í sambandi við hana að öðru leyti en því að hún vinnur hér í ráðhúsinu. Hún er ekki í því máli sem slík. Ég hef ekki blandað mér beint í þau samskipti.“ Kjartan segist ekki vita til þess að fleiri mál hafi komið upp í tengslum við þennan tiltekna starfsmann. Það séu þó dæmi um að tilkynningar hafi borist frá foreldrum vegna samskipta barna við starfsmenn. „Það hafa komið upp í gegnum tíðina í kerfinu hjá okkur þar sem samskipti starfsmanna við börn eða unglinga hafa kannski ekki verið eins og við hefðum kosið.“
Skóla - og menntamál Reykjanesbær Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira