Hræddur um að sjá nöfn geðfatlaðra vina sinna í dánarfregnum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. ágúst 2020 20:04 Garðar Sölvi Helgason segir einangrun á tímum kórónuveirunnar hafa reynst geðfötluðum erfið Vísir/Sigurjón Maður með geðklofa hefur haft gríðarlegar áhyggjur af geðfötluðum vinum sínum í faraldrinum. Vegna ástandsins hefur þjónusta á VIN, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, verið skert - sem hafi orðið til þess að fólk einangrast. „Ég er hræddur um félaga mína. Ég er alltaf með kvíðahnút í maganum þegar ég fæ blöðin á morgnana og kvíðinn felst í því að ég er alltaf dauðhræddur um að nú birtist dánarfregn einhvers náins vinar míns héðan,“ segir Garðar Sölvi Helgason. Garðar hefur verið með geðklofa frá unga aldri. Hann hefur verið fastagestur á Vin, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir í mörg ár. Vegna Kórónuveirufaraldursins hefur þjónusta verið skert á VIN, lokað var í nokkrar vikur þegar fyrri bylgja faraldursins gekk yfir og nú eru fjöldatakmarkanir í húsinu. Garðar segir þetta ýta undir einangrun sem geti haft hræðilegar afleiðingar í för með sér. „Það var nú í fréttunum í gær að sjálfsvíg væru að aukast og þetta er það sem ég hræðist mest. Ekki um sjálfan mig heldur um félaga mína, þess vegna er VIN alveg gríðarlega mikilvægt,“ segir Garðar. Það sé erfitt að geta ekki verið eins lengi og maður þarf með félögum sínum á VIN. „Þér er skammtaður tími. Það er í raun mjög slæmt. Mér er reyndar heimilt að hringja hvenær sem er og það er mjög mikilvægt að hafa slík úrræði,“ segir Garðar. „Mér hefur liðið illa og ég hef meira að segja hugsað að vera ekkert að streða þetta lengur, en allir eiga rétt til lífs og það versta sem þú gerir þeim sem eru í kringum þig er einmitt þetta að taka líf þitt ,“ segir Garðar. Starfsfólk VIN hringir reglulega í gestina og segir forstöðumaðurinn það hafa hjálpað mikið. Hún finni mikinn mun á ástandinu núna miðað við í fyrri bylgjunni. Fólk sé mun rólegra og líði almennt betur. Halldóra Pálsdóttir, forstöðumaður Vinjar, segist finna mikinn mun á ástandinu núna miðað við í fyrri bylgjunni.vísir/sigurjón Garðar segir nauðsynlegt að VIN verði ekki lokað aftur ef faraldurinn verður verri. „Ef þetta dregst á langinn þá verður bara að opna fleiri svona staði og sækja þá peninga sem þarf til þess í ríkisstjórn,“ segir Garðar Sölvi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Maður með geðklofa hefur haft gríðarlegar áhyggjur af geðfötluðum vinum sínum í faraldrinum. Vegna ástandsins hefur þjónusta á VIN, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, verið skert - sem hafi orðið til þess að fólk einangrast. „Ég er hræddur um félaga mína. Ég er alltaf með kvíðahnút í maganum þegar ég fæ blöðin á morgnana og kvíðinn felst í því að ég er alltaf dauðhræddur um að nú birtist dánarfregn einhvers náins vinar míns héðan,“ segir Garðar Sölvi Helgason. Garðar hefur verið með geðklofa frá unga aldri. Hann hefur verið fastagestur á Vin, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir í mörg ár. Vegna Kórónuveirufaraldursins hefur þjónusta verið skert á VIN, lokað var í nokkrar vikur þegar fyrri bylgja faraldursins gekk yfir og nú eru fjöldatakmarkanir í húsinu. Garðar segir þetta ýta undir einangrun sem geti haft hræðilegar afleiðingar í för með sér. „Það var nú í fréttunum í gær að sjálfsvíg væru að aukast og þetta er það sem ég hræðist mest. Ekki um sjálfan mig heldur um félaga mína, þess vegna er VIN alveg gríðarlega mikilvægt,“ segir Garðar. Það sé erfitt að geta ekki verið eins lengi og maður þarf með félögum sínum á VIN. „Þér er skammtaður tími. Það er í raun mjög slæmt. Mér er reyndar heimilt að hringja hvenær sem er og það er mjög mikilvægt að hafa slík úrræði,“ segir Garðar. „Mér hefur liðið illa og ég hef meira að segja hugsað að vera ekkert að streða þetta lengur, en allir eiga rétt til lífs og það versta sem þú gerir þeim sem eru í kringum þig er einmitt þetta að taka líf þitt ,“ segir Garðar. Starfsfólk VIN hringir reglulega í gestina og segir forstöðumaðurinn það hafa hjálpað mikið. Hún finni mikinn mun á ástandinu núna miðað við í fyrri bylgjunni. Fólk sé mun rólegra og líði almennt betur. Halldóra Pálsdóttir, forstöðumaður Vinjar, segist finna mikinn mun á ástandinu núna miðað við í fyrri bylgjunni.vísir/sigurjón Garðar segir nauðsynlegt að VIN verði ekki lokað aftur ef faraldurinn verður verri. „Ef þetta dregst á langinn þá verður bara að opna fleiri svona staði og sækja þá peninga sem þarf til þess í ríkisstjórn,“ segir Garðar Sölvi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira