133 starfsmönnum Isavia sagt upp Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2020 18:11 Keflavíkurflugvöllur og Leifsstöð. Fáir á ferli og flugvélum lagt vegna samkomubanns víða um heim vegna Covid-19 Vísir/Vilhelm 133 starfsmönnum Isavia var sagt upp störfum í dag og tólf til viðbótar boðið að lækka starfshlutfall sitt hjá fyrirtækinu. Alls hefur því 234 starfsmönnum Isavia verið sagt upp á undanförnum misserum en 101 var sagt upp í mars. „Frá því að Covid 19 faraldurinn hófst á Íslandi þá hefur móðurfélag Isavia gripið til umfangsmikilla aðgerða sem snerta öll svið félagsins vegna þess samdráttar sem orðið hefur í flugi til og frá landinu í heimsfaraldrinum,“ segir í tilkynningu frá Isavia. Í tilkynningunni segir að frá því að Covid-19 faraldurinn hófst hafi stöðugildum hjá móðurfélagi Isavia nú fækkað um 40 prósent. „Eftir ágætis gang í sumar, þar sem fjölgun ferðamanna um Keflavíkurflugvöll var nokkuð stöðug, þá varð alger viðsnúningur í kjölfar ákvörðunar um tvöfalda skimun með sóttkví á milli,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia í tilkynningunni. „Flugfélög hafa dregið verulega úr framboði og eins og staðan er í dag þá er útlit fyrir að það breytist ekki í náinni framtíð. Forsendur okkar frá í sumar eru því brostnar og í dag gerum við ráð fyrir að umsvifin í vetur verði mjög lítil á Keflavíkurflugvelli. Það er því útlit fyrir að verkefni verði af skornum skammti fyrir hóp starfsmanna okkar næstu mánuðina.“ Sveinbjörn segir verulega óvissu um framvindu næstu mánuði og Isavia muni endurskoða stöðuna reglulega. Ef ástandið breytist til batnaðar geti Isavia brugðist hratt við þeirri breyttu stöðu. „Við óskum öllu því fólki sem nú er að hverfa frá Isavia velfarnaðar, þökkum því fyrir þeirra störf og vonumst til að leiðir okkar liggi saman á ný fyrr en síðar,“ er haft eftir Sveinbirni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
133 starfsmönnum Isavia var sagt upp störfum í dag og tólf til viðbótar boðið að lækka starfshlutfall sitt hjá fyrirtækinu. Alls hefur því 234 starfsmönnum Isavia verið sagt upp á undanförnum misserum en 101 var sagt upp í mars. „Frá því að Covid 19 faraldurinn hófst á Íslandi þá hefur móðurfélag Isavia gripið til umfangsmikilla aðgerða sem snerta öll svið félagsins vegna þess samdráttar sem orðið hefur í flugi til og frá landinu í heimsfaraldrinum,“ segir í tilkynningu frá Isavia. Í tilkynningunni segir að frá því að Covid-19 faraldurinn hófst hafi stöðugildum hjá móðurfélagi Isavia nú fækkað um 40 prósent. „Eftir ágætis gang í sumar, þar sem fjölgun ferðamanna um Keflavíkurflugvöll var nokkuð stöðug, þá varð alger viðsnúningur í kjölfar ákvörðunar um tvöfalda skimun með sóttkví á milli,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia í tilkynningunni. „Flugfélög hafa dregið verulega úr framboði og eins og staðan er í dag þá er útlit fyrir að það breytist ekki í náinni framtíð. Forsendur okkar frá í sumar eru því brostnar og í dag gerum við ráð fyrir að umsvifin í vetur verði mjög lítil á Keflavíkurflugvelli. Það er því útlit fyrir að verkefni verði af skornum skammti fyrir hóp starfsmanna okkar næstu mánuðina.“ Sveinbjörn segir verulega óvissu um framvindu næstu mánuði og Isavia muni endurskoða stöðuna reglulega. Ef ástandið breytist til batnaðar geti Isavia brugðist hratt við þeirri breyttu stöðu. „Við óskum öllu því fólki sem nú er að hverfa frá Isavia velfarnaðar, þökkum því fyrir þeirra störf og vonumst til að leiðir okkar liggi saman á ný fyrr en síðar,“ er haft eftir Sveinbirni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira