Áhorfendur aftur heimilaðir á íþróttaviðburðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2020 11:26 Það hefur verið tómlegt í stúkunum á knattspyrnuvöllum landsins undanfarið. VÍSIR/VILHELM Sóttvarnaryfirvöld hafa veitt heimild fyrir áhorfendum á íþróttaviðburðum með ákveðnum skilyrðum. Skilyrðin eru að 2 metra reglan gildi milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum og að ekki séu nema 100 manns að hámarki í stúku/stæð. Þetta kemur fram á vef KSÍ en forsvarsmenn íþróttafélaga innan vébanda sambandsins hafa kallað mjög eftir því að fá að hleypa áhorfendum aftur inn á völlinn í keppnum á vegum KSÍ. Heimildin hefur þegar tekið gildi, í samræmi við auglýsingu heilbrigðisyfirvalda og tilkynningu ÍSÍ. Unnið er að viðeigandi uppfærslu á reglum KSÍ um sóttvarnir og verða þær birtar og sendar aðildarfélögum. Ættu því stuðningsmenn liða að geta mætt á völlinn, svo lengi sem fjöldatakmörk eru virt. Tilkynning ÍSÍ í heild sinni Í dag (föstudag) tók gildi auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem heilbrigðisráðuneytið birti 25. ágúst sl. Auglýsingin gildir til 10. september kl. 23:59. Markmið breytinganna sem nú taka gildi er sem fyrr að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19. Sérsamböndum ÍSÍ ber að setja reglur um æfingar og keppni í sinni grein, með samþykki sóttvarnaryfirvalda, þar sem skilgreint er hvernig iðkun íþróttarinnar geti farið fram með þeim takmörkunum sem gilda. Með nýrri auglýsingu er ekki breyting á ákvæðum er eiga við skilyrði fyrir æfingum og keppni. Iðkendur íþrótta eru undanþegnir 2 metra fjarlægðarreglu á æfingum og í keppni. Á það eingöngu við um keppnis/æfingasvæðið sjálft. Stærsta breytingin sem fylgir nýjum reglum er að sóttvarnaryfirvöld hafa veitt heimild fyrir áhorfendum á íþróttaviðburðum með ákveðnum skilyrðum. Skilyrðin eru að 2 metra reglan gildi milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum og að ekki séu nema 100 manns að hámarki í stúku/stæði. Mest er hægt að fá leyfi fyrir tveimur stúkum/stæðum við hvern leikvang séu þau aðskilin og enginn samgangur á milli þeirra. Sem fyrr eiga ákvæði um fjölda- og nálægðartakmarkanir eingöngu við um fullorðna, þ.e.a.s. þau eiga ekki við um börn fædd árið 2005 og síðar. Eins og fram kemur í auglýsingu ráðherra er rík áhersla lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir og almennar smitvarnir með tíðum og reglubundnum þrifum þar sem fólk kemur saman. ÍSÍ hvetur íþróttahreyfinguna til að fara að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og að viðhafa allar nauðsynlegar sóttvarnir. Verum ábyrg! Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira
Sóttvarnaryfirvöld hafa veitt heimild fyrir áhorfendum á íþróttaviðburðum með ákveðnum skilyrðum. Skilyrðin eru að 2 metra reglan gildi milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum og að ekki séu nema 100 manns að hámarki í stúku/stæð. Þetta kemur fram á vef KSÍ en forsvarsmenn íþróttafélaga innan vébanda sambandsins hafa kallað mjög eftir því að fá að hleypa áhorfendum aftur inn á völlinn í keppnum á vegum KSÍ. Heimildin hefur þegar tekið gildi, í samræmi við auglýsingu heilbrigðisyfirvalda og tilkynningu ÍSÍ. Unnið er að viðeigandi uppfærslu á reglum KSÍ um sóttvarnir og verða þær birtar og sendar aðildarfélögum. Ættu því stuðningsmenn liða að geta mætt á völlinn, svo lengi sem fjöldatakmörk eru virt. Tilkynning ÍSÍ í heild sinni Í dag (föstudag) tók gildi auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem heilbrigðisráðuneytið birti 25. ágúst sl. Auglýsingin gildir til 10. september kl. 23:59. Markmið breytinganna sem nú taka gildi er sem fyrr að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19. Sérsamböndum ÍSÍ ber að setja reglur um æfingar og keppni í sinni grein, með samþykki sóttvarnaryfirvalda, þar sem skilgreint er hvernig iðkun íþróttarinnar geti farið fram með þeim takmörkunum sem gilda. Með nýrri auglýsingu er ekki breyting á ákvæðum er eiga við skilyrði fyrir æfingum og keppni. Iðkendur íþrótta eru undanþegnir 2 metra fjarlægðarreglu á æfingum og í keppni. Á það eingöngu við um keppnis/æfingasvæðið sjálft. Stærsta breytingin sem fylgir nýjum reglum er að sóttvarnaryfirvöld hafa veitt heimild fyrir áhorfendum á íþróttaviðburðum með ákveðnum skilyrðum. Skilyrðin eru að 2 metra reglan gildi milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum og að ekki séu nema 100 manns að hámarki í stúku/stæði. Mest er hægt að fá leyfi fyrir tveimur stúkum/stæðum við hvern leikvang séu þau aðskilin og enginn samgangur á milli þeirra. Sem fyrr eiga ákvæði um fjölda- og nálægðartakmarkanir eingöngu við um fullorðna, þ.e.a.s. þau eiga ekki við um börn fædd árið 2005 og síðar. Eins og fram kemur í auglýsingu ráðherra er rík áhersla lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir og almennar smitvarnir með tíðum og reglubundnum þrifum þar sem fólk kemur saman. ÍSÍ hvetur íþróttahreyfinguna til að fara að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og að viðhafa allar nauðsynlegar sóttvarnir. Verum ábyrg!
Í dag (föstudag) tók gildi auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem heilbrigðisráðuneytið birti 25. ágúst sl. Auglýsingin gildir til 10. september kl. 23:59. Markmið breytinganna sem nú taka gildi er sem fyrr að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19. Sérsamböndum ÍSÍ ber að setja reglur um æfingar og keppni í sinni grein, með samþykki sóttvarnaryfirvalda, þar sem skilgreint er hvernig iðkun íþróttarinnar geti farið fram með þeim takmörkunum sem gilda. Með nýrri auglýsingu er ekki breyting á ákvæðum er eiga við skilyrði fyrir æfingum og keppni. Iðkendur íþrótta eru undanþegnir 2 metra fjarlægðarreglu á æfingum og í keppni. Á það eingöngu við um keppnis/æfingasvæðið sjálft. Stærsta breytingin sem fylgir nýjum reglum er að sóttvarnaryfirvöld hafa veitt heimild fyrir áhorfendum á íþróttaviðburðum með ákveðnum skilyrðum. Skilyrðin eru að 2 metra reglan gildi milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum og að ekki séu nema 100 manns að hámarki í stúku/stæði. Mest er hægt að fá leyfi fyrir tveimur stúkum/stæðum við hvern leikvang séu þau aðskilin og enginn samgangur á milli þeirra. Sem fyrr eiga ákvæði um fjölda- og nálægðartakmarkanir eingöngu við um fullorðna, þ.e.a.s. þau eiga ekki við um börn fædd árið 2005 og síðar. Eins og fram kemur í auglýsingu ráðherra er rík áhersla lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir og almennar smitvarnir með tíðum og reglubundnum þrifum þar sem fólk kemur saman. ÍSÍ hvetur íþróttahreyfinguna til að fara að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og að viðhafa allar nauðsynlegar sóttvarnir. Verum ábyrg!
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira