Segir ótækt að bera dánarlíkur Covid-sjúklinga saman við bílslys eða hjartasjúkdóma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. ágúst 2020 23:22 Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum. Bjarni Einarsson Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, segir að í grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sé gert lítið úr hættunni sem stafar af Covid-19 og kórónuveirufaraldrinum. Hann segir ótækt að halda því fram að dánarlíkur þeirra sem fá Covid-19 hér á landi séu 1/500, líkt og Jón Ívar gerir í grein sinni, sem fjallað er um hér að neðan. „Eina talan sem er slengt fram er 1/500. Þessi tala er fengin út frá íslenskum gögnum, sem er alls ekkert viðeigandi í ljósi þess að við erum búin að vera með tiltölulega fá tilfelli, og enn færri dauðsföll. Í tölfræði þá er bara ekki hægt að alhæfa út frá takmörkuðum gögnum. Ef við hefðum verið með risastóran faraldur, með tugi þúsunda tilfella, þá hefði það verið áreiðanlegt,“ segir Jón Magnús í samtali við Vísi. Hann hafði áður birt stuttan pistil á Facebook-hópnum Vísindi í íslenskum fjölmiðlum þar sem hann setti fram gagnrýni á innihald greinar Jóns Ívars. „Þegar maður er með svona stóran sjúkdóm, sem getur smitað tugi þúsunda [hér á landi] áætlar maður ekki líkur á dauða út frá litlum, takmörkuðum faraldri á Íslandi. Það er ekki hægt, það er bara ekki hægt. Að segja að það sé sirka 1/500 á því að deyja af völdum Covid-19 á Íslandi, það er bara ekki rétt.“ Jón Ívar er prófessor við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook Þá segir Jón Magnús að samanburður á dánarlíkum þeirra sem greinast með Covid-19 hér á landi við líkurnar á því að deyja í bílslysi eða úr hjarta- og æðasjúkdómi sé settur fram í þeim tilgangi að láta faraldurinn líta út fyrir að vera minna vandamál en hann er í raun. „Þetta er, akkúrat núna, eitt stærsta vandamál sem við höfum glímt við lengi í heimi smitsjúkdóma og í læknisfræðinni almennt. Það er einhvern veginn bara ekki viðeigandi að setja þetta fram á þennan hátt, því ef maður les þetta án þess að hafa þá vitneskju sem þarf í faraldursfræði og tölfræði þá hljómar þetta eins og þetta sé ekkert svo hættulegt og við getum bara komið samfélaginu aftur af stað. Það gengur bara ekki upp og passar ekki miðað við raunveruleikann.“ Jón Magnús segir að ef dregið verði úr samfélagslegum takmörkunum sem hafa verið í gildi að undanförnu muni útbreiðsla kórónuveirunnar í samfélaginu aukast gríðarlega. Þar með verði sú vernd áhættuhópa sem lagt hefur verið upp með frá upphafi faraldursins hér á landi fyrir bí. Ávinningur af „flatri kúrfu“ mikill Jón Magnús segir þá að margir kostir fylgi því að halda útbreiðslu faraldursins í skefjum. Þannig sé hægt að „fletja kúrfuna“ og hægja á útbreiðslu faraldursins með það fyrir augum að létta álagi af heilbrigðiskerfi landsins. Hann segir að þegar fáir leggist inn á spítala með Covid-19 á hverjum tíma sé hægt að fylgja sjúklingum betur eftir og fylgjast nánar með þeim. Sviðsmyndin væri önnur ef tugir tækju að leggjast inn á sama tíma. „Ef 20 myndu leggjast inn á sama tíma þá erum við ekki að tala um sama hlut, sömu þjónustuna. Lykilatriðið er að við getum brugðist miklu betur við þegar þetta er hægt og rólega, eitt og eitt tilfelli. Þegar þetta fer aftur á sama stað og í vor, þá er það bara ekki sama staðan,“ segir Jón Magnús. Samkvæmt upplýsingum á vef Almannavarna og Landlæknis, covid.is, eru nú 111 manns í einangrum með Covid-19 hér á landi. Þar af eru 76 sem greindust innanlands. Hin smitin hafa greinst við landamæraskimun. Enginn liggur inni á spítala þegar þetta er skrifað. Mikilvægt að horfa heildrænt á stöðuna Þá segir Jón Magnús að ekkert bendi til þess að veiran sé tekin að veiklast, líkt og rætt hefur verið um að undanförnu sökum færri spítalainnlagna nú en í „fyrstu bylgju“ faraldursins í vor. „Þetta er einfaldlega það að við erum að greina fleiri, það eru að greinast fleiri tilfelli í ungum einstaklingum og við erum að ná betur að vernda viðkvæma hópa. Það er aðalástæðan fyrir því að við erum ekki að sjá dauðsföll núna,“ segir Jón Magnús og bætir við að samfélagið og heilbrigðiskerfið sé betur undirbúið fyrir faraldurinn nú heldur en þegar hann skall á snemma á þessu ári. Jón Magnús segist alls ekki telja að allt í grein Jóns Ívars sé rangt en segir þó mikilvægt að horft sé heildrænt á stöðu faraldursins hér á landi og á heimsvísu. „Lykilatriðið er að það eru engar forsendur fyrir því að segja „einn á móti fimm hundruð“ og það er ekkert gagn unnið með því að bera þetta saman við hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta er skæð veira og við verðum að bregðast við henni og horfa heildrænt á þetta.“ Merkir minnkandi móð hjá mörgum Þá segist Jón Magnús hafa tekið eftir því að hluti samfélagsins hafi slakað á sóttvörnum og leiði hugann síður að veirunni og áhrifum hennar. „Mér finnst meiri öfgar í þessu. Ég sé marga sem eru áfram áhyggjufullir og áfram skynsamir og berjast fyrir því að halda útbreiðslunni í lágmarki. Svo eru margir farnir að missa áhugann á þessu og farnir að verða kærulausir. Auðvitað er fólk þreytt á þessu, ég held að allir séu þreyttir á þessu. En lykilatriðið er að við höfum ekki efni á að gefast upp á þessu. Þetta er frétt númer eitt, tvö og þrjú í heilbrigðisvísindum í dag.“ Jón Magnús segir þannig að samfélagið megi ekki missa sjónar af því sem gera þurfi til þess að lágmarka útbreiðslu veirunnar. „Það verður að vera meiri samstaða, sem líkist því sem var áður. Það eru áfram einstaklingar sem vinna mjög hart að því að vernda sig og aðra, en við verðum að vera fleiri á þeirri stefnu,“ segir Jón Magnús að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, segir að í grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sé gert lítið úr hættunni sem stafar af Covid-19 og kórónuveirufaraldrinum. Hann segir ótækt að halda því fram að dánarlíkur þeirra sem fá Covid-19 hér á landi séu 1/500, líkt og Jón Ívar gerir í grein sinni, sem fjallað er um hér að neðan. „Eina talan sem er slengt fram er 1/500. Þessi tala er fengin út frá íslenskum gögnum, sem er alls ekkert viðeigandi í ljósi þess að við erum búin að vera með tiltölulega fá tilfelli, og enn færri dauðsföll. Í tölfræði þá er bara ekki hægt að alhæfa út frá takmörkuðum gögnum. Ef við hefðum verið með risastóran faraldur, með tugi þúsunda tilfella, þá hefði það verið áreiðanlegt,“ segir Jón Magnús í samtali við Vísi. Hann hafði áður birt stuttan pistil á Facebook-hópnum Vísindi í íslenskum fjölmiðlum þar sem hann setti fram gagnrýni á innihald greinar Jóns Ívars. „Þegar maður er með svona stóran sjúkdóm, sem getur smitað tugi þúsunda [hér á landi] áætlar maður ekki líkur á dauða út frá litlum, takmörkuðum faraldri á Íslandi. Það er ekki hægt, það er bara ekki hægt. Að segja að það sé sirka 1/500 á því að deyja af völdum Covid-19 á Íslandi, það er bara ekki rétt.“ Jón Ívar er prófessor við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook Þá segir Jón Magnús að samanburður á dánarlíkum þeirra sem greinast með Covid-19 hér á landi við líkurnar á því að deyja í bílslysi eða úr hjarta- og æðasjúkdómi sé settur fram í þeim tilgangi að láta faraldurinn líta út fyrir að vera minna vandamál en hann er í raun. „Þetta er, akkúrat núna, eitt stærsta vandamál sem við höfum glímt við lengi í heimi smitsjúkdóma og í læknisfræðinni almennt. Það er einhvern veginn bara ekki viðeigandi að setja þetta fram á þennan hátt, því ef maður les þetta án þess að hafa þá vitneskju sem þarf í faraldursfræði og tölfræði þá hljómar þetta eins og þetta sé ekkert svo hættulegt og við getum bara komið samfélaginu aftur af stað. Það gengur bara ekki upp og passar ekki miðað við raunveruleikann.“ Jón Magnús segir að ef dregið verði úr samfélagslegum takmörkunum sem hafa verið í gildi að undanförnu muni útbreiðsla kórónuveirunnar í samfélaginu aukast gríðarlega. Þar með verði sú vernd áhættuhópa sem lagt hefur verið upp með frá upphafi faraldursins hér á landi fyrir bí. Ávinningur af „flatri kúrfu“ mikill Jón Magnús segir þá að margir kostir fylgi því að halda útbreiðslu faraldursins í skefjum. Þannig sé hægt að „fletja kúrfuna“ og hægja á útbreiðslu faraldursins með það fyrir augum að létta álagi af heilbrigðiskerfi landsins. Hann segir að þegar fáir leggist inn á spítala með Covid-19 á hverjum tíma sé hægt að fylgja sjúklingum betur eftir og fylgjast nánar með þeim. Sviðsmyndin væri önnur ef tugir tækju að leggjast inn á sama tíma. „Ef 20 myndu leggjast inn á sama tíma þá erum við ekki að tala um sama hlut, sömu þjónustuna. Lykilatriðið er að við getum brugðist miklu betur við þegar þetta er hægt og rólega, eitt og eitt tilfelli. Þegar þetta fer aftur á sama stað og í vor, þá er það bara ekki sama staðan,“ segir Jón Magnús. Samkvæmt upplýsingum á vef Almannavarna og Landlæknis, covid.is, eru nú 111 manns í einangrum með Covid-19 hér á landi. Þar af eru 76 sem greindust innanlands. Hin smitin hafa greinst við landamæraskimun. Enginn liggur inni á spítala þegar þetta er skrifað. Mikilvægt að horfa heildrænt á stöðuna Þá segir Jón Magnús að ekkert bendi til þess að veiran sé tekin að veiklast, líkt og rætt hefur verið um að undanförnu sökum færri spítalainnlagna nú en í „fyrstu bylgju“ faraldursins í vor. „Þetta er einfaldlega það að við erum að greina fleiri, það eru að greinast fleiri tilfelli í ungum einstaklingum og við erum að ná betur að vernda viðkvæma hópa. Það er aðalástæðan fyrir því að við erum ekki að sjá dauðsföll núna,“ segir Jón Magnús og bætir við að samfélagið og heilbrigðiskerfið sé betur undirbúið fyrir faraldurinn nú heldur en þegar hann skall á snemma á þessu ári. Jón Magnús segist alls ekki telja að allt í grein Jóns Ívars sé rangt en segir þó mikilvægt að horft sé heildrænt á stöðu faraldursins hér á landi og á heimsvísu. „Lykilatriðið er að það eru engar forsendur fyrir því að segja „einn á móti fimm hundruð“ og það er ekkert gagn unnið með því að bera þetta saman við hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta er skæð veira og við verðum að bregðast við henni og horfa heildrænt á þetta.“ Merkir minnkandi móð hjá mörgum Þá segist Jón Magnús hafa tekið eftir því að hluti samfélagsins hafi slakað á sóttvörnum og leiði hugann síður að veirunni og áhrifum hennar. „Mér finnst meiri öfgar í þessu. Ég sé marga sem eru áfram áhyggjufullir og áfram skynsamir og berjast fyrir því að halda útbreiðslunni í lágmarki. Svo eru margir farnir að missa áhugann á þessu og farnir að verða kærulausir. Auðvitað er fólk þreytt á þessu, ég held að allir séu þreyttir á þessu. En lykilatriðið er að við höfum ekki efni á að gefast upp á þessu. Þetta er frétt númer eitt, tvö og þrjú í heilbrigðisvísindum í dag.“ Jón Magnús segir þannig að samfélagið megi ekki missa sjónar af því sem gera þurfi til þess að lágmarka útbreiðslu veirunnar. „Það verður að vera meiri samstaða, sem líkist því sem var áður. Það eru áfram einstaklingar sem vinna mjög hart að því að vernda sig og aðra, en við verðum að vera fleiri á þeirri stefnu,“ segir Jón Magnús að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent