Trump ætlar til Kenosha á þriðjudaginn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2020 09:40 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir á það að ferðast til Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að lögregla skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið. Ferðin er á dagskrá næstkomandi þriðjudag og segir í frétt BBC að Trump ætli sér að hitta lögregluyfirvöld í bænum „og meta skaðann vegna nýlegra óeirða“ líkt og talsmaður Hvíta hússins kemst að orði. Blake var skotinn eftir að hann lenti í stympingum við lögregluþjóna Kenosha. Lögreglan hefur gefið út að útkall hafi borist vegna heimiliserja en Blake var skotinn minna en þremur mínútum eftir að lögregluþjóna bar að garði. Lögregluyfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd vegna málsins. Síðan þá hafa mótmæli farið fram daglega í Kenosha og hafa þau snúist upp í óeirðir. Á þriðjudagskvöldið voru tveir mótmælendur skotnir til bana af 17 ára dreng sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn. Ekki víst hvort að Trump heimsæki Blake og fjölskyldu hans Í frétt BBC segir að talsmaður Hvíta hússins geti ekki staðfest að til standi að hitta Blake eða fjölskyldu hans á meðan á heimsókn Trump stendur. Trump hefur hingað til lítið tjá sig um ástand mála í Kenosha, annað en það að honum hafi ekki líkað þær fregnir sem bárust af því að lögregluþjónn hafi skotið Blake. Stjórnmálaskýrendur ytra hafa bent á að Trump ætli sér að leggja áherslu á lög og reglur sé virtar í samfélaginu í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í haust. Kenosha er sem fyrr segir í Wisconsin sem hefur á undanförnum árum verið eitt af lykilríkjunum í forsetakosningunum. Barack Obama bar sigur úr býtum í kosningunum 2008 og 2012. Ríkið sveiflaðist hins vegar naumlega til Repúblikana í síðustu kosningum, en þar hlaut Trump aðeins 20 þúsund fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hans, Hillary Clinton. Talið er líklegt að aftur verði mjótt á mununum í kosningunum í haust, en Joe Biden, frambjóðandi Demókrata nýtur nokkura prósentustiga forskots í Wisconsin samkvæmt skoðanakönnunum. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir á það að ferðast til Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að lögregla skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið. Ferðin er á dagskrá næstkomandi þriðjudag og segir í frétt BBC að Trump ætli sér að hitta lögregluyfirvöld í bænum „og meta skaðann vegna nýlegra óeirða“ líkt og talsmaður Hvíta hússins kemst að orði. Blake var skotinn eftir að hann lenti í stympingum við lögregluþjóna Kenosha. Lögreglan hefur gefið út að útkall hafi borist vegna heimiliserja en Blake var skotinn minna en þremur mínútum eftir að lögregluþjóna bar að garði. Lögregluyfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd vegna málsins. Síðan þá hafa mótmæli farið fram daglega í Kenosha og hafa þau snúist upp í óeirðir. Á þriðjudagskvöldið voru tveir mótmælendur skotnir til bana af 17 ára dreng sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn. Ekki víst hvort að Trump heimsæki Blake og fjölskyldu hans Í frétt BBC segir að talsmaður Hvíta hússins geti ekki staðfest að til standi að hitta Blake eða fjölskyldu hans á meðan á heimsókn Trump stendur. Trump hefur hingað til lítið tjá sig um ástand mála í Kenosha, annað en það að honum hafi ekki líkað þær fregnir sem bárust af því að lögregluþjónn hafi skotið Blake. Stjórnmálaskýrendur ytra hafa bent á að Trump ætli sér að leggja áherslu á lög og reglur sé virtar í samfélaginu í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í haust. Kenosha er sem fyrr segir í Wisconsin sem hefur á undanförnum árum verið eitt af lykilríkjunum í forsetakosningunum. Barack Obama bar sigur úr býtum í kosningunum 2008 og 2012. Ríkið sveiflaðist hins vegar naumlega til Repúblikana í síðustu kosningum, en þar hlaut Trump aðeins 20 þúsund fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hans, Hillary Clinton. Talið er líklegt að aftur verði mjótt á mununum í kosningunum í haust, en Joe Biden, frambjóðandi Demókrata nýtur nokkura prósentustiga forskots í Wisconsin samkvæmt skoðanakönnunum.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira