„Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2020 11:53 ASÍ, BSRB, BHM og ÖBÍ, boða til blaðamannafundar í húsakynnum Öryrkjabandalagsins í dag, kl 13:30. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Formaður BHM segir hugmyndir samgönguráðherra um að fresta öllum kjarasamningsbundnum launahækkunum vekja furðu. Formaðurinn segir Íslendinga í eftirspurnarkreppu og hún lagist ekki með því að lækka laun. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, viðraði þessa hugmynd í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þar ræddi hann hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár á meðan efnahagskerfið nær sér aftur á strik eftir Covid-kreppuna. Sigurður Ingi veltir upp hugmyndinni eftir um 15 mínútur í klippunni að neðan. Formaður Bandalags háskólamanna gefur ekki mikið fyrir þessa hugmynd. „Tillagan vekur fyrst og fremst furðu, kjarasamningar standa og þeir hafa verið gerðir til tiltölulega langs tíma. En ekki bara það heldur erum við í mikilli kreppu sannarlega. Þetta er eftirspurnarkreppa og það þarf að halda uppi eftirspurn í samfélaginu þannig að fyrirtækin lifi og við komumst sæmilega heil í gegnum þetta. Það eiginlega skiptir mestu máli núna. Ég hef ekki trú á efnahagslegu gildi þessarar hugmyndar,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Hún segir hugmyndina vanhugsaða. „Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu. Við erum að ná sæmilegu taki á þessari veiru. Okkur hefur gengið betur en mörgum öðrum. Það er vissulega mjög mikill samdráttur í efnahagslífinu. En þetta er eftirspurnarkreppa og það að lækka laun dregur úr eftirspurn og það er einmitt ekki það sem við ættum að gera núna.“ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Formaður BHM segir hugmyndir samgönguráðherra um að fresta öllum kjarasamningsbundnum launahækkunum vekja furðu. Formaðurinn segir Íslendinga í eftirspurnarkreppu og hún lagist ekki með því að lækka laun. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, viðraði þessa hugmynd í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þar ræddi hann hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár á meðan efnahagskerfið nær sér aftur á strik eftir Covid-kreppuna. Sigurður Ingi veltir upp hugmyndinni eftir um 15 mínútur í klippunni að neðan. Formaður Bandalags háskólamanna gefur ekki mikið fyrir þessa hugmynd. „Tillagan vekur fyrst og fremst furðu, kjarasamningar standa og þeir hafa verið gerðir til tiltölulega langs tíma. En ekki bara það heldur erum við í mikilli kreppu sannarlega. Þetta er eftirspurnarkreppa og það þarf að halda uppi eftirspurn í samfélaginu þannig að fyrirtækin lifi og við komumst sæmilega heil í gegnum þetta. Það eiginlega skiptir mestu máli núna. Ég hef ekki trú á efnahagslegu gildi þessarar hugmyndar,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Hún segir hugmyndina vanhugsaða. „Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu. Við erum að ná sæmilegu taki á þessari veiru. Okkur hefur gengið betur en mörgum öðrum. Það er vissulega mjög mikill samdráttur í efnahagslífinu. En þetta er eftirspurnarkreppa og það að lækka laun dregur úr eftirspurn og það er einmitt ekki það sem við ættum að gera núna.“
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira