Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 12:29 Flugvél breska flugfélagsins TUI. Myndin er úr safni. Vísir/getty Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. Farþegi í umræddu flugi ber því afar illa söguna; segir aðra farþega hafa sýnt af sér vítavert kæruleysi með tilliti til sóttvarna og áhöfnin hafi lítið sem ekkert skipt sér af ástandinu. Alls voru 193 um borð í flugi TOM6215 frá grísku eyjunni Zante til Cardiff í Wales 25. ágúst síðastliðinn. Af þeim sextán sem greinst hafa með veiruna er talið að sjö hafi þegar verið orðnir smitandi í fluginu. Bretinn Stephanie Whitfield, farþegi í flugi TOM6215, lýsti reynslu sinni í viðtali á BBC Radio 4 í morgun. Hún sagði marga af farþegunum um borð í vélinni ekki hafa borið grímur og virt sóttvarnareglur að vettugi. „Fullt af fólki var með grímurnar undir nefinu eða jafnvel undir hökunni. Það tók grímurnar af sér til að tala við vini sína og fóru fram og til baka um ganga vélarinnar grímulausir til að tala við vini,“ sagði Whitfield. Þá hafi áhöfnin ekki framfylgt sóttvarnareglum og virst kippa sér lítið upp við kæruleysi farþega. Grímuskylda er á flugvöllum og um borð í flugvélum í Bretlandi. „Flugið var fullt af sjálfselskum „kóvitum“ (e. covidiots) og vanhæfri áhöfn sem sýndi af sér algjört skeytingarleysi,“ sagði Whitfield, sem kvað Covid-sýkingu meðal farþega ekki hafa komið sér á óvart. Flugfélagið segist harma upplifun Whitfield af fluginu. Atvikið verði rannsakað í þaula. Þá sé „öryggi og velferð farþega og áhafnar“ ætíð í forgangi. Allir sem voru um borð í flugvélinni hafa verið beðnir um að sæta sóttkví í tvær vikur. Um þrjátíu hafa greinst með kórónuveiruna í Wales í liðinni viku eftir að hafa komið heim frá Zante og búist er við að fleiri greinist á næstu dögum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grikkland Fréttir af flugi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. Farþegi í umræddu flugi ber því afar illa söguna; segir aðra farþega hafa sýnt af sér vítavert kæruleysi með tilliti til sóttvarna og áhöfnin hafi lítið sem ekkert skipt sér af ástandinu. Alls voru 193 um borð í flugi TOM6215 frá grísku eyjunni Zante til Cardiff í Wales 25. ágúst síðastliðinn. Af þeim sextán sem greinst hafa með veiruna er talið að sjö hafi þegar verið orðnir smitandi í fluginu. Bretinn Stephanie Whitfield, farþegi í flugi TOM6215, lýsti reynslu sinni í viðtali á BBC Radio 4 í morgun. Hún sagði marga af farþegunum um borð í vélinni ekki hafa borið grímur og virt sóttvarnareglur að vettugi. „Fullt af fólki var með grímurnar undir nefinu eða jafnvel undir hökunni. Það tók grímurnar af sér til að tala við vini sína og fóru fram og til baka um ganga vélarinnar grímulausir til að tala við vini,“ sagði Whitfield. Þá hafi áhöfnin ekki framfylgt sóttvarnareglum og virst kippa sér lítið upp við kæruleysi farþega. Grímuskylda er á flugvöllum og um borð í flugvélum í Bretlandi. „Flugið var fullt af sjálfselskum „kóvitum“ (e. covidiots) og vanhæfri áhöfn sem sýndi af sér algjört skeytingarleysi,“ sagði Whitfield, sem kvað Covid-sýkingu meðal farþega ekki hafa komið sér á óvart. Flugfélagið segist harma upplifun Whitfield af fluginu. Atvikið verði rannsakað í þaula. Þá sé „öryggi og velferð farþega og áhafnar“ ætíð í forgangi. Allir sem voru um borð í flugvélinni hafa verið beðnir um að sæta sóttkví í tvær vikur. Um þrjátíu hafa greinst með kórónuveiruna í Wales í liðinni viku eftir að hafa komið heim frá Zante og búist er við að fleiri greinist á næstu dögum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grikkland Fréttir af flugi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira