Sara: Ég er svo ánægð með að heimsleikarnir fari fram eftir allt saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir með Samönthu Briggs sem varð heimsmeistari í CrossFit árið 2013. Mynd/Instagram „Það hefur verið krefjandi að æfa útaf öllu því sem er í gangi en ég er svo ánægð með að heimsleikarnir séu enn á dagskrá. Maður hefur því eitthvað til að hlakka til,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðtali við Wykie Etsebeth hjá Morning Chalk Up. Sara er líka sátt við það að fyrri hluti heimsleikanna fari fram í gegnum netið og keppendur fái að gera æfingarnar heima frá sér. „Þegar allir heimsleikarnir áttu að fara fram í Kaliforníu þá var það stressandi vitandi það að maður þyrfti að ferðast alla leið þangað í núverandi ástandi. Þú vilt bara vera með þínu nánasta fólki á svona tímum þegar heimsfaraldur er í gangi,“ sagði Sara. Wykie Etsebeth spurði Söru út í það að vera sinn eigin þjálfari. „Það hefur verið krefjandi og lykilatriði er að tengja ekki tilfinningar þínar við æfingaprógramið. Ég glímdi aðeins við það í byrjun að mér líður svona og mér líður svona. Ég verð bara alltaf að hugsa þannig að Sara þjálfari sé einhver allt önnur manneskja. Það var svolítið erfitt í byrjun,“ sagði Sara. View this post on Instagram The face you make when the @crossfitgames are less then a month away . . @pattyorr_ A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Aug 18, 2020 at 2:12pm PDT „Það er gefandi að þjálfa sig sjálf og ég fæ mikið út úr því. Ég hef alltaf verið sú sem segir: Ég þarf ekki á þessu að halda því ég get gert þetta sjálf. Þegar þú ert þinn þjálfari þá þarftu að náð í réttu hlutina frá mismunandi stöðum til að búa til rétta æfingaprógramið. Ég verð bara að prófa ýmislegt og sjá hvort það hentar mér,“ sagði Sara. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en þetta hefur líka verið mikill lærdómur fyrir mig. Vonandi er ég að verða betri í þessu,“ sagði Sara en hvernig gengur henni að bæta sig undir eigin stjórn. „Ég myndi segja að ég sé að bæta mig lítið á mörgum stöðum. Þegar þú ert á þeim stað sem ég er á núna þá reyni ég að verða 0,5 sinnum betri á öllum sviðum. Það þýðir þá að þú sért að gera eitthvað rétt. Það væri draumur að geta bætt sinn besta árangur um tíu kíló en það var bara þannig þegar maður var að byrja í CrossFit,“ sagði Sara. „Ég fer mikið eftir því hvernig mér líður. Þegar ég er að æfa of mikið þá verð ég svo tilfinningasöm, allt verður svo erfitt og ekkert gaman lengur. Það eru skilaboð um að ég sé ekki að gera þetta rétt og þurfi að fara í aðra átt núna,“ sagði Sara. Það má finna viðtalið við Söru hér fyrir neðan. View this post on Instagram @sarasigmunds joins @wykieetsebeth to discuss her feelings on the upcoming CrossFit Games and her training progress during this crazy year. She also tells us about her cooking and becoming her own coach. - #crossfit #cfgames2020 #morningchalkup A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Aug 29, 2020 at 12:39pm PDT CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
„Það hefur verið krefjandi að æfa útaf öllu því sem er í gangi en ég er svo ánægð með að heimsleikarnir séu enn á dagskrá. Maður hefur því eitthvað til að hlakka til,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðtali við Wykie Etsebeth hjá Morning Chalk Up. Sara er líka sátt við það að fyrri hluti heimsleikanna fari fram í gegnum netið og keppendur fái að gera æfingarnar heima frá sér. „Þegar allir heimsleikarnir áttu að fara fram í Kaliforníu þá var það stressandi vitandi það að maður þyrfti að ferðast alla leið þangað í núverandi ástandi. Þú vilt bara vera með þínu nánasta fólki á svona tímum þegar heimsfaraldur er í gangi,“ sagði Sara. Wykie Etsebeth spurði Söru út í það að vera sinn eigin þjálfari. „Það hefur verið krefjandi og lykilatriði er að tengja ekki tilfinningar þínar við æfingaprógramið. Ég glímdi aðeins við það í byrjun að mér líður svona og mér líður svona. Ég verð bara alltaf að hugsa þannig að Sara þjálfari sé einhver allt önnur manneskja. Það var svolítið erfitt í byrjun,“ sagði Sara. View this post on Instagram The face you make when the @crossfitgames are less then a month away . . @pattyorr_ A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Aug 18, 2020 at 2:12pm PDT „Það er gefandi að þjálfa sig sjálf og ég fæ mikið út úr því. Ég hef alltaf verið sú sem segir: Ég þarf ekki á þessu að halda því ég get gert þetta sjálf. Þegar þú ert þinn þjálfari þá þarftu að náð í réttu hlutina frá mismunandi stöðum til að búa til rétta æfingaprógramið. Ég verð bara að prófa ýmislegt og sjá hvort það hentar mér,“ sagði Sara. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en þetta hefur líka verið mikill lærdómur fyrir mig. Vonandi er ég að verða betri í þessu,“ sagði Sara en hvernig gengur henni að bæta sig undir eigin stjórn. „Ég myndi segja að ég sé að bæta mig lítið á mörgum stöðum. Þegar þú ert á þeim stað sem ég er á núna þá reyni ég að verða 0,5 sinnum betri á öllum sviðum. Það þýðir þá að þú sért að gera eitthvað rétt. Það væri draumur að geta bætt sinn besta árangur um tíu kíló en það var bara þannig þegar maður var að byrja í CrossFit,“ sagði Sara. „Ég fer mikið eftir því hvernig mér líður. Þegar ég er að æfa of mikið þá verð ég svo tilfinningasöm, allt verður svo erfitt og ekkert gaman lengur. Það eru skilaboð um að ég sé ekki að gera þetta rétt og þurfi að fara í aðra átt núna,“ sagði Sara. Það má finna viðtalið við Söru hér fyrir neðan. View this post on Instagram @sarasigmunds joins @wykieetsebeth to discuss her feelings on the upcoming CrossFit Games and her training progress during this crazy year. She also tells us about her cooking and becoming her own coach. - #crossfit #cfgames2020 #morningchalkup A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Aug 29, 2020 at 12:39pm PDT
CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira