Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2020 21:30 Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við lið í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. vísir/getty Svo virðist sem landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en hann er orðaður við bandaríska félagið DC United. Talið er að James Rodriguez skrifi undir hjá Everton á næstu dögum. Þá ku Gonzalo Higuain einnig vera á óskalista DC United. Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið á leið í MLS-deildina í Bandaríkjunum ef marka má heimildir vefmiðilsins The Athletic. Þær herma að félagið hafi þegar sett sig í samband við þá sem sjá um mál Gylfa og stefni að því að fá hann í sínar raðir. Það er þó tekið fram að Gylfi gæti verið hjá Everton þangað til samningur hans rennur út árið 2022. Þá er sagt að ekkert lið í MLS-deildinni geti borgað honum sömu laun og hann er með hjá Everton, rúmlega 100 þúsund pund á viku. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Gylfa Þórs undanfarna mánuði en hann segir að svo lengi sem Carlo Ancelotti - þjálfari liðsins - sé sáttur þá sé honum alveg sama hvað er sagt í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Argentíski framherjinn Gonzalo Higuaín einnig á óskalista DC United sem og annarra liða í deildinni en hann er án félags eftir að hafa verið látinn fara frá Ítalíumeisturum Juventus á dögunum. Það virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær Everton staðfestir kaup sín á James Rodriguez, kólumbíska miðjumanni Real Madrid. Hvaða áhrif það hefur á stöðu Gylfa hjá félaginu verður að koma í ljós en Rodrigues líður iðulega best í stöðunni á bakvið fremsta mann. Everton have agreed to a three-year deal for Real Madrid s James Rodriguez, according to @JBurtTelegraph Soon pic.twitter.com/4RKYzmGR27— B/R Football (@brfootball) September 1, 2020 Wayne Rooney spilaði með DC United frá 2018 til 2020. Skoraði hann 23 mörk í 48 leikjum fyrir félagið. Fótbolti Enski boltinn MLS Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Svo virðist sem landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en hann er orðaður við bandaríska félagið DC United. Talið er að James Rodriguez skrifi undir hjá Everton á næstu dögum. Þá ku Gonzalo Higuain einnig vera á óskalista DC United. Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið á leið í MLS-deildina í Bandaríkjunum ef marka má heimildir vefmiðilsins The Athletic. Þær herma að félagið hafi þegar sett sig í samband við þá sem sjá um mál Gylfa og stefni að því að fá hann í sínar raðir. Það er þó tekið fram að Gylfi gæti verið hjá Everton þangað til samningur hans rennur út árið 2022. Þá er sagt að ekkert lið í MLS-deildinni geti borgað honum sömu laun og hann er með hjá Everton, rúmlega 100 þúsund pund á viku. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Gylfa Þórs undanfarna mánuði en hann segir að svo lengi sem Carlo Ancelotti - þjálfari liðsins - sé sáttur þá sé honum alveg sama hvað er sagt í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Argentíski framherjinn Gonzalo Higuaín einnig á óskalista DC United sem og annarra liða í deildinni en hann er án félags eftir að hafa verið látinn fara frá Ítalíumeisturum Juventus á dögunum. Það virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær Everton staðfestir kaup sín á James Rodriguez, kólumbíska miðjumanni Real Madrid. Hvaða áhrif það hefur á stöðu Gylfa hjá félaginu verður að koma í ljós en Rodrigues líður iðulega best í stöðunni á bakvið fremsta mann. Everton have agreed to a three-year deal for Real Madrid s James Rodriguez, according to @JBurtTelegraph Soon pic.twitter.com/4RKYzmGR27— B/R Football (@brfootball) September 1, 2020 Wayne Rooney spilaði með DC United frá 2018 til 2020. Skoraði hann 23 mörk í 48 leikjum fyrir félagið.
Fótbolti Enski boltinn MLS Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira