Kom út úr skápnum með kynhneigðina og geðsjúkdóminn í sama viðtalinu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. september 2020 13:29 Sigursteinn fer um víðan völl í viðtali við Sölva Tryggvason. Fjölmiðlamaðurinn Sigursteinn Másson segir í viðtali við Sölva Tryggvason frá því þegar hann endaði á geðsjúkrahúsi í Danmörku eftir fréttaferð um Balkanskagann. Sigursteinn, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva fékk ungur mikla athygli fyrir öfluga frammistöðu í fréttum Stöðvar 2. Hann varð síðar fréttastjóri á Skjá Einum og röddin í Sönnum íslenskum Sakamálum. Í viðtalinu ræða Sölvi og Sigursteinn um það þegar Sigursteinn var að fjalla um Balkanstríðið og sá hræðilega hluti í Kósovó, sem enduðu með því að hann var settur á geðsjúkrahús á leiðinni heim til Íslands: „Ég fæ greiningu á geðhvarfasýki í október 1996 og hafði aldrei heyrt þetta orð og ég streittist bara á móti því og fór til Balkanskagans að gera tvær heimildarmyndir um stríðið sem var þar. Það var alls ekki besta hugmyndin eftir á að hyggja. Enda komst ég ekki lengur en til Kaupmannahafnar á leiðinni til baka og var settur inn á hæli í Danmörku og var þar inni á geðdeild í einn og hálfan mánuð.” Þeir á Skoda en Reuters á hertrukk Sigursteinn segir að í raun hafi verið kolruglað hvernig hann og félagar hans höguðu ferðinni. „Við vorum búnir að vera að flækjast um í Serbíu og hitta flóttafólk sem bjó við ömurlegar aðstæður, þegar við fáum þær fréttir að það séu byrjuð einhver læti niðri í Kósovó. Við drífum okkur af stað og leigjum rauðan Skoda Favorit og förum þarna eins og rautt skotmark niður til Kósovó, þar sem serbneski herinn var kominn og við vorum þarna á fyrstu dögum stríðsátakanna. Ég man alltaf að það var ein önnur fréttastöð þarna á meðan við vorum þarna. Reuters, sem var á brynvörðum hertrukk sem var merktur í bak og fyrir og við vorum þarna við hliðina á rauða Skódanum okkar. Þetta var í raun algjör geggjun,“ segir Sigursteinn. Klippa: Kom út úr skápnum með kynhneigðina og geðsjúkdóminn í sama viðtalinu Sigursteinn tók það sem gerðist í ferðinni svo mikið inn á sig að hann endaði á geðsjúkrahúsi í Danmörku í sex vikur á leiðinni heim til Íslands. Hann segir að eftir það hafi tekið við talsvert erfitt tímabil, en það urðu ákveðin kaflaskil eftir að hann fór í forsíðuviðtal í DV. „Ég hitti Mikael (Torfason) á Hótel Holti. Það var sniðugt hjá honum, af því að Holtið er góður vettvangur til að fá fólk til að opna sig og hann vissi það af því að hann er klár. Ég vissi ekki alveg hvað var að fara að gerast, en þarna opna ég mig bara og kem út sem maður með geðsjúkdóm og samkynhneigður, bæði í einu í sama viðtalinu sem kom á forsíðu á DV. Þetta var ótrúlega frelsandi eftir á að hyggja. Ég hafði ekki rætt það við neinn, en þetta var mjög frelsandi og ég fékk ótrúlega fín viðbrögð. Þetta var heilandi og ég held að ég hafi fyrir vikið náð betri tökum á mínum geðsjúkdómi og ég fann ekki fyrir neinum einkennum af honum næstu 11 árin. Þannig að ég held að ég geti þakkað Mikael Torfasyni fyrir að hafa sett mig í þessa óvæntu þerapíu og köldu sturtu.“ Erfitt að höndla athyglina Sigursteinn segir fólk kannski ekki alveg átta sig á því hve ólíkt andrúmsloftið var á þessum tíma varðandi bæði geðsjúkdóma og kynhneigð. „Ég fékk talsverða athygli og ég átti pínu erfitt með að höndla það og ég var í felum með sjálfan mig og var ekki alveg búinn að átta mig á minni kynhneigð þarna í kringum tvítugt. Ég var að reyna að vera í sambandi með stelpum til að vera venjulegur, en svo kemur Heimir Már (Pétursson) inn á Stöð 2 og það breytti miklu. Þá hafði ég allt í einu einhvern við hliðina á mér sem var ekki að skammast sín fyrir það hvernig hann var. Það var heilmikil hvatning fyrir mig. Þegar ég kom aftur heim frá París eftir stutta dvöl þar hafði ég kjarkinn að fara til fréttastjórans , sem að þá var Ingvi Hrafn Jónsson og segja við hann að ég væri samkynhneigður. Hann brást við með því að segja. „Og hvað ætlaðir þú að segja mér?” Ég kunni honum miklar þakkir fyrir þau viðbrögð, af því að ég hafði lent í einelti á Stöð 2 út af samkynhneigðinni og þótti þess vegna mjög vænt um þetta.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Sigursteinn um fréttamennskuna á Íslandi í gegnum tíðina, erfiðustu tímabilin og þau bestu og einnig þá áhugaverðu tíma sem nú eru í gangi á Íslandi og heiminum öllum. Podcast með Sölva Tryggva Geðheilbrigði Hinsegin Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Sigursteinn Másson segir í viðtali við Sölva Tryggvason frá því þegar hann endaði á geðsjúkrahúsi í Danmörku eftir fréttaferð um Balkanskagann. Sigursteinn, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva fékk ungur mikla athygli fyrir öfluga frammistöðu í fréttum Stöðvar 2. Hann varð síðar fréttastjóri á Skjá Einum og röddin í Sönnum íslenskum Sakamálum. Í viðtalinu ræða Sölvi og Sigursteinn um það þegar Sigursteinn var að fjalla um Balkanstríðið og sá hræðilega hluti í Kósovó, sem enduðu með því að hann var settur á geðsjúkrahús á leiðinni heim til Íslands: „Ég fæ greiningu á geðhvarfasýki í október 1996 og hafði aldrei heyrt þetta orð og ég streittist bara á móti því og fór til Balkanskagans að gera tvær heimildarmyndir um stríðið sem var þar. Það var alls ekki besta hugmyndin eftir á að hyggja. Enda komst ég ekki lengur en til Kaupmannahafnar á leiðinni til baka og var settur inn á hæli í Danmörku og var þar inni á geðdeild í einn og hálfan mánuð.” Þeir á Skoda en Reuters á hertrukk Sigursteinn segir að í raun hafi verið kolruglað hvernig hann og félagar hans höguðu ferðinni. „Við vorum búnir að vera að flækjast um í Serbíu og hitta flóttafólk sem bjó við ömurlegar aðstæður, þegar við fáum þær fréttir að það séu byrjuð einhver læti niðri í Kósovó. Við drífum okkur af stað og leigjum rauðan Skoda Favorit og förum þarna eins og rautt skotmark niður til Kósovó, þar sem serbneski herinn var kominn og við vorum þarna á fyrstu dögum stríðsátakanna. Ég man alltaf að það var ein önnur fréttastöð þarna á meðan við vorum þarna. Reuters, sem var á brynvörðum hertrukk sem var merktur í bak og fyrir og við vorum þarna við hliðina á rauða Skódanum okkar. Þetta var í raun algjör geggjun,“ segir Sigursteinn. Klippa: Kom út úr skápnum með kynhneigðina og geðsjúkdóminn í sama viðtalinu Sigursteinn tók það sem gerðist í ferðinni svo mikið inn á sig að hann endaði á geðsjúkrahúsi í Danmörku í sex vikur á leiðinni heim til Íslands. Hann segir að eftir það hafi tekið við talsvert erfitt tímabil, en það urðu ákveðin kaflaskil eftir að hann fór í forsíðuviðtal í DV. „Ég hitti Mikael (Torfason) á Hótel Holti. Það var sniðugt hjá honum, af því að Holtið er góður vettvangur til að fá fólk til að opna sig og hann vissi það af því að hann er klár. Ég vissi ekki alveg hvað var að fara að gerast, en þarna opna ég mig bara og kem út sem maður með geðsjúkdóm og samkynhneigður, bæði í einu í sama viðtalinu sem kom á forsíðu á DV. Þetta var ótrúlega frelsandi eftir á að hyggja. Ég hafði ekki rætt það við neinn, en þetta var mjög frelsandi og ég fékk ótrúlega fín viðbrögð. Þetta var heilandi og ég held að ég hafi fyrir vikið náð betri tökum á mínum geðsjúkdómi og ég fann ekki fyrir neinum einkennum af honum næstu 11 árin. Þannig að ég held að ég geti þakkað Mikael Torfasyni fyrir að hafa sett mig í þessa óvæntu þerapíu og köldu sturtu.“ Erfitt að höndla athyglina Sigursteinn segir fólk kannski ekki alveg átta sig á því hve ólíkt andrúmsloftið var á þessum tíma varðandi bæði geðsjúkdóma og kynhneigð. „Ég fékk talsverða athygli og ég átti pínu erfitt með að höndla það og ég var í felum með sjálfan mig og var ekki alveg búinn að átta mig á minni kynhneigð þarna í kringum tvítugt. Ég var að reyna að vera í sambandi með stelpum til að vera venjulegur, en svo kemur Heimir Már (Pétursson) inn á Stöð 2 og það breytti miklu. Þá hafði ég allt í einu einhvern við hliðina á mér sem var ekki að skammast sín fyrir það hvernig hann var. Það var heilmikil hvatning fyrir mig. Þegar ég kom aftur heim frá París eftir stutta dvöl þar hafði ég kjarkinn að fara til fréttastjórans , sem að þá var Ingvi Hrafn Jónsson og segja við hann að ég væri samkynhneigður. Hann brást við með því að segja. „Og hvað ætlaðir þú að segja mér?” Ég kunni honum miklar þakkir fyrir þau viðbrögð, af því að ég hafði lent í einelti á Stöð 2 út af samkynhneigðinni og þótti þess vegna mjög vænt um þetta.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Sigursteinn um fréttamennskuna á Íslandi í gegnum tíðina, erfiðustu tímabilin og þau bestu og einnig þá áhugaverðu tíma sem nú eru í gangi á Íslandi og heiminum öllum.
Podcast með Sölva Tryggva Geðheilbrigði Hinsegin Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Sjá meira