Gefur lítið fyrir gagnrýni um yfirgengilegar aðgerðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2020 15:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sést hér fyrir miðju á upplýsingafundi almannavarna í dag. Með honum eru Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Lögreglan Sóttvarnalæknir gefur lítið fyrir gagnrýni þess efnis að aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins séu langt umfram tilefni. Það sé einmitt aðgerðunum að þakka að staðan sé jafngóð og raun ber vitni. Talsvert hefur borið á gagnrýni á hendur stjórnvöldum undanfarnar vikur vegna þeirra sóttvarnaraðgerða sem gripið hefur verið til. Þannig hefur verið gefið í skyn að aðgerðirnar, til að mynda sóttkví við komu til landsins, séu mun harðari en staða faraldursins gefi tilefni til. Þessari skoðun lýsti til að mynda Hörður Ágústsson, ritstjóri Markaðarins í Fréttablaðinu, í leiðara í lok síðustu viku. „Myndin er ekki beint glæsileg. Við stöndum frammi fyrir verstu efnahagskreppu í hundrað ár og útlit fyrir að skuldir hins opinbera aukist um 850 milljarða. Þetta eru afleiðingar af hörðum sóttvarnaaðgerðum, sem standa óhaggaðar þrátt fyrir fá smit, hverfandi innlagnir á sjúkrahús og engin dauðsföll, og mun, samkvæmt nýrri spá Seðlabankans, valda um sjö prósenta efnahagssamdrætti í ár og yfir tíu prósenta atvinnuleysi,“ skrifaði Hörður. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir viðbrögðum við gagnrýni af þessu tagi á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Hann benti á að hér á landi greindust nú fáir með veiruna einmitt vegna aðgerða stjórnvalda. „Við erum með fá smit og lítið vandamál hér út af þessum aðgerðum sem við höfum gripið til. Það er ástæðan. Við erum að sjá aukna útbreiðslu og aukin vandamál í mörgum löndum, mörgum svæðum, þar sem er verið að grípa til harðari aðgerða en áður, það má ekki gleyma því,“ sagði Þórólfur. Hann kvaðst oft grípa til „bólusetningardæmisins“ í tengslum við þetta. „Við erum ekki að sjá neina bólusetningarsjúkdóma, af hverju erum við þá að bólusetja?“ spurði Þórólfur. Þá ítrekaði hann að mikilvægt væri að stíga varlega til jarðar í tilslökunum. „Hvar liggur hættan á því að við fáum annan faraldur? Og það er í mínum huga algjörlega ljóst að hún er sú að við fáum mikið af veiru inn erlendis frá. Þannig að menn þurfa að finna jafnvægi á milli þess að gera of mikið og gera of lítið. Það er kúnstin og það eru þartilbær stjórnvöld sem verða að leggja mat á það. Við gætum gripið til miklu harðari aðgerða, við gætum lokað allri traffík en það er ekki gert.“ Þá virðist sem að Íslendingar séu almennt sáttir við sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda, þrátt fyrir háværar gagnrýnisraddir, ef marka má niðurstöður könnunar frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sem birtar voru í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07 Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48 Eins metra regla fyrir alla og 200 megi koma saman Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. 3. september 2020 14:13 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Sóttvarnalæknir gefur lítið fyrir gagnrýni þess efnis að aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins séu langt umfram tilefni. Það sé einmitt aðgerðunum að þakka að staðan sé jafngóð og raun ber vitni. Talsvert hefur borið á gagnrýni á hendur stjórnvöldum undanfarnar vikur vegna þeirra sóttvarnaraðgerða sem gripið hefur verið til. Þannig hefur verið gefið í skyn að aðgerðirnar, til að mynda sóttkví við komu til landsins, séu mun harðari en staða faraldursins gefi tilefni til. Þessari skoðun lýsti til að mynda Hörður Ágústsson, ritstjóri Markaðarins í Fréttablaðinu, í leiðara í lok síðustu viku. „Myndin er ekki beint glæsileg. Við stöndum frammi fyrir verstu efnahagskreppu í hundrað ár og útlit fyrir að skuldir hins opinbera aukist um 850 milljarða. Þetta eru afleiðingar af hörðum sóttvarnaaðgerðum, sem standa óhaggaðar þrátt fyrir fá smit, hverfandi innlagnir á sjúkrahús og engin dauðsföll, og mun, samkvæmt nýrri spá Seðlabankans, valda um sjö prósenta efnahagssamdrætti í ár og yfir tíu prósenta atvinnuleysi,“ skrifaði Hörður. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir viðbrögðum við gagnrýni af þessu tagi á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Hann benti á að hér á landi greindust nú fáir með veiruna einmitt vegna aðgerða stjórnvalda. „Við erum með fá smit og lítið vandamál hér út af þessum aðgerðum sem við höfum gripið til. Það er ástæðan. Við erum að sjá aukna útbreiðslu og aukin vandamál í mörgum löndum, mörgum svæðum, þar sem er verið að grípa til harðari aðgerða en áður, það má ekki gleyma því,“ sagði Þórólfur. Hann kvaðst oft grípa til „bólusetningardæmisins“ í tengslum við þetta. „Við erum ekki að sjá neina bólusetningarsjúkdóma, af hverju erum við þá að bólusetja?“ spurði Þórólfur. Þá ítrekaði hann að mikilvægt væri að stíga varlega til jarðar í tilslökunum. „Hvar liggur hættan á því að við fáum annan faraldur? Og það er í mínum huga algjörlega ljóst að hún er sú að við fáum mikið af veiru inn erlendis frá. Þannig að menn þurfa að finna jafnvægi á milli þess að gera of mikið og gera of lítið. Það er kúnstin og það eru þartilbær stjórnvöld sem verða að leggja mat á það. Við gætum gripið til miklu harðari aðgerða, við gætum lokað allri traffík en það er ekki gert.“ Þá virðist sem að Íslendingar séu almennt sáttir við sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda, þrátt fyrir háværar gagnrýnisraddir, ef marka má niðurstöður könnunar frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sem birtar voru í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07 Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48 Eins metra regla fyrir alla og 200 megi koma saman Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. 3. september 2020 14:13 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07
Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48
Eins metra regla fyrir alla og 200 megi koma saman Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. 3. september 2020 14:13