Flúðu Venesúela og leita nú að vinnu ásamt hundruðum samlanda sinna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2020 21:00 Síðustu mánuði hafa um 700 hælisleitendur fengið alþjóðlega vernd hér á landi og fá þá dvalarleyfi hér í eitt til fjögur ár. Þessi fjöldi hefur sjaldan eða aldrei verið meiri hér á landi. Tæplega helmingur kemur frá Venesúela og er þá að flýja efnahagslegan og pólitískan glundroða í landinu. Hjón þaðan segja sig sárvanta vinnu svo lífið komist í eðlilegt horf en stundum sé ruglingslegt hvert eigi leita og hvernig. Hjónin, Jesús Omar Moreno Aravjo og Jazmin Trinidad Monsalve Dávila sem voru búsett í borginni Mérida í Venesúela ákváðu að flýja ástandið og ferðuðust í fimm daga til fimm landa ásamt þremur börnum sínum áður en þau lentu hér fyrsta febrúar. Þau fengu dvalarleyfi hér á landi í mars í fjögur ár. „Ástandið í Venesúela er hættulegt og þar eru mikil vandamál, atvinnuleysi, hungur og erfitt að mennta börnin“ segir Jesus. Þau Jesús og Jazmin hafa bæði sótt íslenskunám og eru byrjuð að tala örlitla íslensku. Þau vilja læra meira og aðlagast þannig samfélaginu betur. Þau segja því mikilvægt að fá vinnu en þau hafa bæði áralanga starfsreynslu sem verkfræðingar í heimalandi sínu, Jesús sem rafmagnsverkfræðingur og Jazmin sem byggingaverkfræðingur. Þau taka fram að þau hafi ekki búið lengi í Reykjavík en þær umsóknir sem þau hafi þó sent hafi ekki einu sinni verið svarað. „Við þurfum tekjur til að standa undir þeim útgjöldum sem felast í að reka fimm manna fjölskyldu. Ég er ekki vanur því að vera án atvinnu. Það skiptir okkur miklu máli að aðlagast sem fyrst íslensku samfélagi, kynnast menningunni og læra tungumálið og það er erfitt án þess að hafa atvinnu“ segir Jesús. Börnin þeirra eru 7, 9 og 13 ára og eru bæði í skóla og íþróttum. Þau Jesus og Jazmin segjast afar ánægð fyrir hönd barna sinni, segja gott að búa í landi þar sem þau eru örugg og ánægð. Stór hluti fólksins án atvinnu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er stór hluti þeirra sem hefur fengið dvalarleyfi síðustu mánuði án atvinnu. Fréttastofa hafði samband við fólk í þessum hópi í dag sem hafði leitað að vinnu mánuðum saman án árangurs. Meðal þeirra sem rætt var blaðamaður, hagfræðingur, dansari og viðskiptafræðingur. Þeir sem koma frá Venesúela tala oft ekki ensku þegar þeir koma til landsins og segja að það taki tíma að læra íslensku. Afar erfitt sé að fá vinnu þar til íslensku og eða enskukunnáttu hafi verið náð. Velferðasvið Reykjavíkurborgar óskaði í dag eftir viðræðum við Félagsmálaráðuneytið við að taka á móti fólki sem hefur hlotið alþjóðlega vernd. „Þurfum að taka okkur saman í andlitinu“ Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir mikla þörf fyrir samræmdum aðgerðum, kórónuveirufaraldurinn hafi flækt málin enn frekar. Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinumVísir „Þeir flóttamenn sem hafa komið hingað hafa sýnt mikinn kjark og dug og hafa jafnvel lent í lífshættu til að koma til landsins. Þeir hafa í langflestum tilvikum mikinn vilja til að vinna hér og koma sér upp sínum eigin tekjum. Í venjulegu árferði er þetta frekar flókið en núna þegar aðgerðir vegna kórónuvírussins hafa geysað er ástandið ennþá flóknara. Bæði eru stofnanir og skrifstofur lokaðar og fólk hefur ekki eins gott aðgengi að upplýsingum og áður. Margir eru ekki mjög tölufærir og þá vantar upplýsingar á tungumáli sem fólkið skilur. Öll samskipti verða þannig miklu flóknari, Við þurfum öll að sem samfélag að taka okkur saman í andlitinu og gera ráð fyrir þessari breyttu samsetningu þjóðarinnar. Það verið að vinna að samræmdri mótttöku á vegum félagsmálaráðuneytisins en hún er ennþá ekki komin í gagnið. Við getum alltaf gert betur í þessum málaflokki,“ segir Nína að lokum. Alþingi Hjálparstarf Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Reykjavík Hælisleitendur Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Síðustu mánuði hafa um 700 hælisleitendur fengið alþjóðlega vernd hér á landi og fá þá dvalarleyfi hér í eitt til fjögur ár. Þessi fjöldi hefur sjaldan eða aldrei verið meiri hér á landi. Tæplega helmingur kemur frá Venesúela og er þá að flýja efnahagslegan og pólitískan glundroða í landinu. Hjón þaðan segja sig sárvanta vinnu svo lífið komist í eðlilegt horf en stundum sé ruglingslegt hvert eigi leita og hvernig. Hjónin, Jesús Omar Moreno Aravjo og Jazmin Trinidad Monsalve Dávila sem voru búsett í borginni Mérida í Venesúela ákváðu að flýja ástandið og ferðuðust í fimm daga til fimm landa ásamt þremur börnum sínum áður en þau lentu hér fyrsta febrúar. Þau fengu dvalarleyfi hér á landi í mars í fjögur ár. „Ástandið í Venesúela er hættulegt og þar eru mikil vandamál, atvinnuleysi, hungur og erfitt að mennta börnin“ segir Jesus. Þau Jesús og Jazmin hafa bæði sótt íslenskunám og eru byrjuð að tala örlitla íslensku. Þau vilja læra meira og aðlagast þannig samfélaginu betur. Þau segja því mikilvægt að fá vinnu en þau hafa bæði áralanga starfsreynslu sem verkfræðingar í heimalandi sínu, Jesús sem rafmagnsverkfræðingur og Jazmin sem byggingaverkfræðingur. Þau taka fram að þau hafi ekki búið lengi í Reykjavík en þær umsóknir sem þau hafi þó sent hafi ekki einu sinni verið svarað. „Við þurfum tekjur til að standa undir þeim útgjöldum sem felast í að reka fimm manna fjölskyldu. Ég er ekki vanur því að vera án atvinnu. Það skiptir okkur miklu máli að aðlagast sem fyrst íslensku samfélagi, kynnast menningunni og læra tungumálið og það er erfitt án þess að hafa atvinnu“ segir Jesús. Börnin þeirra eru 7, 9 og 13 ára og eru bæði í skóla og íþróttum. Þau Jesus og Jazmin segjast afar ánægð fyrir hönd barna sinni, segja gott að búa í landi þar sem þau eru örugg og ánægð. Stór hluti fólksins án atvinnu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er stór hluti þeirra sem hefur fengið dvalarleyfi síðustu mánuði án atvinnu. Fréttastofa hafði samband við fólk í þessum hópi í dag sem hafði leitað að vinnu mánuðum saman án árangurs. Meðal þeirra sem rætt var blaðamaður, hagfræðingur, dansari og viðskiptafræðingur. Þeir sem koma frá Venesúela tala oft ekki ensku þegar þeir koma til landsins og segja að það taki tíma að læra íslensku. Afar erfitt sé að fá vinnu þar til íslensku og eða enskukunnáttu hafi verið náð. Velferðasvið Reykjavíkurborgar óskaði í dag eftir viðræðum við Félagsmálaráðuneytið við að taka á móti fólki sem hefur hlotið alþjóðlega vernd. „Þurfum að taka okkur saman í andlitinu“ Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir mikla þörf fyrir samræmdum aðgerðum, kórónuveirufaraldurinn hafi flækt málin enn frekar. Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinumVísir „Þeir flóttamenn sem hafa komið hingað hafa sýnt mikinn kjark og dug og hafa jafnvel lent í lífshættu til að koma til landsins. Þeir hafa í langflestum tilvikum mikinn vilja til að vinna hér og koma sér upp sínum eigin tekjum. Í venjulegu árferði er þetta frekar flókið en núna þegar aðgerðir vegna kórónuvírussins hafa geysað er ástandið ennþá flóknara. Bæði eru stofnanir og skrifstofur lokaðar og fólk hefur ekki eins gott aðgengi að upplýsingum og áður. Margir eru ekki mjög tölufærir og þá vantar upplýsingar á tungumáli sem fólkið skilur. Öll samskipti verða þannig miklu flóknari, Við þurfum öll að sem samfélag að taka okkur saman í andlitinu og gera ráð fyrir þessari breyttu samsetningu þjóðarinnar. Það verið að vinna að samræmdri mótttöku á vegum félagsmálaráðuneytisins en hún er ennþá ekki komin í gagnið. Við getum alltaf gert betur í þessum málaflokki,“ segir Nína að lokum.
Alþingi Hjálparstarf Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Reykjavík Hælisleitendur Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira