Flúðu Venesúela og leita nú að vinnu ásamt hundruðum samlanda sinna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2020 21:00 Síðustu mánuði hafa um 700 hælisleitendur fengið alþjóðlega vernd hér á landi og fá þá dvalarleyfi hér í eitt til fjögur ár. Þessi fjöldi hefur sjaldan eða aldrei verið meiri hér á landi. Tæplega helmingur kemur frá Venesúela og er þá að flýja efnahagslegan og pólitískan glundroða í landinu. Hjón þaðan segja sig sárvanta vinnu svo lífið komist í eðlilegt horf en stundum sé ruglingslegt hvert eigi leita og hvernig. Hjónin, Jesús Omar Moreno Aravjo og Jazmin Trinidad Monsalve Dávila sem voru búsett í borginni Mérida í Venesúela ákváðu að flýja ástandið og ferðuðust í fimm daga til fimm landa ásamt þremur börnum sínum áður en þau lentu hér fyrsta febrúar. Þau fengu dvalarleyfi hér á landi í mars í fjögur ár. „Ástandið í Venesúela er hættulegt og þar eru mikil vandamál, atvinnuleysi, hungur og erfitt að mennta börnin“ segir Jesus. Þau Jesús og Jazmin hafa bæði sótt íslenskunám og eru byrjuð að tala örlitla íslensku. Þau vilja læra meira og aðlagast þannig samfélaginu betur. Þau segja því mikilvægt að fá vinnu en þau hafa bæði áralanga starfsreynslu sem verkfræðingar í heimalandi sínu, Jesús sem rafmagnsverkfræðingur og Jazmin sem byggingaverkfræðingur. Þau taka fram að þau hafi ekki búið lengi í Reykjavík en þær umsóknir sem þau hafi þó sent hafi ekki einu sinni verið svarað. „Við þurfum tekjur til að standa undir þeim útgjöldum sem felast í að reka fimm manna fjölskyldu. Ég er ekki vanur því að vera án atvinnu. Það skiptir okkur miklu máli að aðlagast sem fyrst íslensku samfélagi, kynnast menningunni og læra tungumálið og það er erfitt án þess að hafa atvinnu“ segir Jesús. Börnin þeirra eru 7, 9 og 13 ára og eru bæði í skóla og íþróttum. Þau Jesus og Jazmin segjast afar ánægð fyrir hönd barna sinni, segja gott að búa í landi þar sem þau eru örugg og ánægð. Stór hluti fólksins án atvinnu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er stór hluti þeirra sem hefur fengið dvalarleyfi síðustu mánuði án atvinnu. Fréttastofa hafði samband við fólk í þessum hópi í dag sem hafði leitað að vinnu mánuðum saman án árangurs. Meðal þeirra sem rætt var blaðamaður, hagfræðingur, dansari og viðskiptafræðingur. Þeir sem koma frá Venesúela tala oft ekki ensku þegar þeir koma til landsins og segja að það taki tíma að læra íslensku. Afar erfitt sé að fá vinnu þar til íslensku og eða enskukunnáttu hafi verið náð. Velferðasvið Reykjavíkurborgar óskaði í dag eftir viðræðum við Félagsmálaráðuneytið við að taka á móti fólki sem hefur hlotið alþjóðlega vernd. „Þurfum að taka okkur saman í andlitinu“ Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir mikla þörf fyrir samræmdum aðgerðum, kórónuveirufaraldurinn hafi flækt málin enn frekar. Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinumVísir „Þeir flóttamenn sem hafa komið hingað hafa sýnt mikinn kjark og dug og hafa jafnvel lent í lífshættu til að koma til landsins. Þeir hafa í langflestum tilvikum mikinn vilja til að vinna hér og koma sér upp sínum eigin tekjum. Í venjulegu árferði er þetta frekar flókið en núna þegar aðgerðir vegna kórónuvírussins hafa geysað er ástandið ennþá flóknara. Bæði eru stofnanir og skrifstofur lokaðar og fólk hefur ekki eins gott aðgengi að upplýsingum og áður. Margir eru ekki mjög tölufærir og þá vantar upplýsingar á tungumáli sem fólkið skilur. Öll samskipti verða þannig miklu flóknari, Við þurfum öll að sem samfélag að taka okkur saman í andlitinu og gera ráð fyrir þessari breyttu samsetningu þjóðarinnar. Það verið að vinna að samræmdri mótttöku á vegum félagsmálaráðuneytisins en hún er ennþá ekki komin í gagnið. Við getum alltaf gert betur í þessum málaflokki,“ segir Nína að lokum. Alþingi Hjálparstarf Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Reykjavík Hælisleitendur Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Síðustu mánuði hafa um 700 hælisleitendur fengið alþjóðlega vernd hér á landi og fá þá dvalarleyfi hér í eitt til fjögur ár. Þessi fjöldi hefur sjaldan eða aldrei verið meiri hér á landi. Tæplega helmingur kemur frá Venesúela og er þá að flýja efnahagslegan og pólitískan glundroða í landinu. Hjón þaðan segja sig sárvanta vinnu svo lífið komist í eðlilegt horf en stundum sé ruglingslegt hvert eigi leita og hvernig. Hjónin, Jesús Omar Moreno Aravjo og Jazmin Trinidad Monsalve Dávila sem voru búsett í borginni Mérida í Venesúela ákváðu að flýja ástandið og ferðuðust í fimm daga til fimm landa ásamt þremur börnum sínum áður en þau lentu hér fyrsta febrúar. Þau fengu dvalarleyfi hér á landi í mars í fjögur ár. „Ástandið í Venesúela er hættulegt og þar eru mikil vandamál, atvinnuleysi, hungur og erfitt að mennta börnin“ segir Jesus. Þau Jesús og Jazmin hafa bæði sótt íslenskunám og eru byrjuð að tala örlitla íslensku. Þau vilja læra meira og aðlagast þannig samfélaginu betur. Þau segja því mikilvægt að fá vinnu en þau hafa bæði áralanga starfsreynslu sem verkfræðingar í heimalandi sínu, Jesús sem rafmagnsverkfræðingur og Jazmin sem byggingaverkfræðingur. Þau taka fram að þau hafi ekki búið lengi í Reykjavík en þær umsóknir sem þau hafi þó sent hafi ekki einu sinni verið svarað. „Við þurfum tekjur til að standa undir þeim útgjöldum sem felast í að reka fimm manna fjölskyldu. Ég er ekki vanur því að vera án atvinnu. Það skiptir okkur miklu máli að aðlagast sem fyrst íslensku samfélagi, kynnast menningunni og læra tungumálið og það er erfitt án þess að hafa atvinnu“ segir Jesús. Börnin þeirra eru 7, 9 og 13 ára og eru bæði í skóla og íþróttum. Þau Jesus og Jazmin segjast afar ánægð fyrir hönd barna sinni, segja gott að búa í landi þar sem þau eru örugg og ánægð. Stór hluti fólksins án atvinnu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er stór hluti þeirra sem hefur fengið dvalarleyfi síðustu mánuði án atvinnu. Fréttastofa hafði samband við fólk í þessum hópi í dag sem hafði leitað að vinnu mánuðum saman án árangurs. Meðal þeirra sem rætt var blaðamaður, hagfræðingur, dansari og viðskiptafræðingur. Þeir sem koma frá Venesúela tala oft ekki ensku þegar þeir koma til landsins og segja að það taki tíma að læra íslensku. Afar erfitt sé að fá vinnu þar til íslensku og eða enskukunnáttu hafi verið náð. Velferðasvið Reykjavíkurborgar óskaði í dag eftir viðræðum við Félagsmálaráðuneytið við að taka á móti fólki sem hefur hlotið alþjóðlega vernd. „Þurfum að taka okkur saman í andlitinu“ Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir mikla þörf fyrir samræmdum aðgerðum, kórónuveirufaraldurinn hafi flækt málin enn frekar. Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinumVísir „Þeir flóttamenn sem hafa komið hingað hafa sýnt mikinn kjark og dug og hafa jafnvel lent í lífshættu til að koma til landsins. Þeir hafa í langflestum tilvikum mikinn vilja til að vinna hér og koma sér upp sínum eigin tekjum. Í venjulegu árferði er þetta frekar flókið en núna þegar aðgerðir vegna kórónuvírussins hafa geysað er ástandið ennþá flóknara. Bæði eru stofnanir og skrifstofur lokaðar og fólk hefur ekki eins gott aðgengi að upplýsingum og áður. Margir eru ekki mjög tölufærir og þá vantar upplýsingar á tungumáli sem fólkið skilur. Öll samskipti verða þannig miklu flóknari, Við þurfum öll að sem samfélag að taka okkur saman í andlitinu og gera ráð fyrir þessari breyttu samsetningu þjóðarinnar. Það verið að vinna að samræmdri mótttöku á vegum félagsmálaráðuneytisins en hún er ennþá ekki komin í gagnið. Við getum alltaf gert betur í þessum málaflokki,“ segir Nína að lokum.
Alþingi Hjálparstarf Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Reykjavík Hælisleitendur Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira