Það er nóg um að vera í dag. Íslenska U21 landsliðið á leik gegn Svíum, við sýnum beint frá stórleikjum í Þjóðadeildinni í fótbolta og þá er nóg um að vera í golfinu.
Við hefjum leik snemma í dag en lærisveinar Arnars Þórs Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen í U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu mæta Svíum á Víkingsvelli klukkan 16:30. Útsending Stöð 2 Sport hefst tíu mínútum fyrr.
Klukkan 21:00 er Þjóðadeildarmörkin svo á dagskrá en þar er farið yfir mörkin í leikjum dagsins.
Stöð 2 Sport 2
Meistaradeild Evrópu er gerð upp klukkan 17:35 en keppnin var með undarlegra lagi vegna kórónufaraldursins. Lauk henni með 1-0 sigri Bayern á PSG.
Við sýnum svo stórleik Hollands og Póllands í Þjóðadeildinni klukkan 18:45 en útsendingin hefst tíu mínútum fyrr.
Stöð 2 Sport 3
Þjóðadeildin heldur áfram á Stöð 2 Sport 3 en þar sýnum við leik Bosníu og Ítalíu klukkan 18:45. Að venju hefst útsendingin tíu mínútum fyrr.
Golfstöðin
Við sýnum beint frá Andalucia Masters-mótinu en það er hluti af Evrópumótaröðinni. Fyrri útsending dagsins nær frá 10:00 til hádegis og sú síðari frá 13:00 til 16:00.
Þá sýnum við beint frá TOUR-meistaramótinu í golfi sem er hluti af PGA-mótaröðinni. Sú útsending nær frá 17:00 til 22:05.
Beinar útsendingar í dag
10:00 Evrópumótaröðin (Golfstöðin)
13:00 Evrópumótaröðin (Golfstöðin)
16:30 Ísland-Svíþjóð, landsleikur U21 karla (Stöð 2 Sport)
17:00 PGA-mótaröðin (Golfstöðin)
18:35 Holland-Pólland, Þjóðadeildin (Stöð 2 Sport 2)
18:35 Bosnía-Ítalía, Þjóðadeildin (Stöð 2 Sport 2)
20:45 Þjóðadeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
21:00 Þjóðadeildarmörkin (Stöð 2 Sport)
Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása.
Hér má sjá hvað er framundan í beinni á Stöð 2 Sport og hliðarrásum.