Segir stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát í stað sóttkvíar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2020 07:46 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, virðist ekki gefa mikið skrif Jóns Ívars Einarssonar, kvensjúkdómalæknis og prófessors við Harvard-háskóla, um kórónuveirufaraldurinn og aðgerðirnar sem stjórnvöld hafa gripið til hér á landi, bæði innanlands og við landamærin. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að það yrði stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát við landamærin í stað fimm daga sóttkvíar eins og nú er. Ástæðan sé sú að heimkomusmitgát sé skilgreind þannig að enginn möguleiki sé á því að ákvarða hvort fólk framfylgi henni eða ekki. Grein Kára er svar við grein Jóns Ívars Einarssonar, kvensjúkdómalæknis og prófessors við Harvard-háskóla sem birt var í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði Jón Ívar að honum þættu aðgerðir á landamærum ekki í samræmi við þá stöðu sem er uppi hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins og utan meðalhófs. Hann skoraði á stjórnvöld að endurmeta ákvarðanir um hvernig málum er háttað á landamærunum en tók það skýrt fram að hann væri ekki að tala fyrir því að tala fyrir því að opna landið upp á gátt „heldur halda áfram með tvöfalda skimun í bili og taka upp heimkomusmitgát í stað sóttkvíar.“ Þá sagði Jón Ívar áfram mjög mikilvægt að halda áfram aðgerðum innanlands: „[…] þ.e.a.s. iðka smitvarnir, vernda viðkvæma hópa, o.s.frv. Mér finnst raunar sums staðar að ekki hafi verið nægilega langt gengið, t.d. ættu þeir sem sinna aðhlynningu á hjúkrunarheimilum alltaf að vera með grímu í vinnunni. Það var ekki gert lengi vel en hefur vonandi breyst.“ „Opið bréf til Garðars Hólm“ Svargrein Kára í dag ber yfirskriftina „Opið bréf til Garðars Hólm“. Garðar Hólm úr Brekkukotsannál Halldórs Laxness er án efa ein eftirminnilegasta persóna íslenskra bókmennta og hefur honum meðal annars verið lýst á eftirfarandi hátt af Óttari Guðmundssyni, geðlækni, í grein í Stundinni: „Hann er fulltrúi þeirra Íslendinga á erlendri grund sem eru alltaf við það að slá í gegn. Þjóðin bíður í ofvæni eftir því að hann springi út eins fífill í hlaðvarpa og syngi jafn vel og sagt er að hann geri. En söngvarinn kemur sér alltaf undan væntingum og hverfur af landi brott þegar hæst stendur í stönginni.“ Það má segja að bæði yfirskrift greinar Kára og svo greinin sjálf bendi ekki til annars en að honum þyki ekki mikið til skrifa Jóns Ívars koma. Kári segir að Jón Ívar snúi dæminu á hvolf með því að gefa í skyn að ástandið á Íslandi sé gott og þess vegna eigi að slaka á kröfum við landamærin en herða aðgerðir innanlands. Ástandið hér sé gott og fari batnandi sem geri það mögulegt að slaka á sóttvarnakröfum innanlands svo lífið færist í nokkuð eðlilegt horf. Ef hins vegar yrði slakað á kröfum við landamærin sé ljóst að smitum myndi fjölga; gögnin sýni það. Væri engin ástæða til að verja landamærin ef mikið væri um smit í landinu Fjölgun smita myndi svo þýða það að herða þyrfti tökin innanlands með tilheyrandi takmörkunum fyrir til dæmis skóla og menningarlíf. „Vegna þess að lítið er um smit á Íslandi viljum við koma í veg fyrir að þau berist inn frá öðrum löndum. Ef mikið væri um smit í landinu væri engin ástæða til þess að verja landamærin með skimunum og sóttkví. Þú leggur meira að segja til að fimm daga sóttkví verði skipt út fyrir heimasmitgát sem væri stórhættulegt vegna þess að hún er skilgreind þannig að það er enginn möguleiki að ákvarða hvort fólk framfylgir henni,“ segir Kári í grein sinni sem hann lýkur svo á þessum orðum: „Jón Ívar, þannig er mál með vexti að þótt þú hefðir rétt fyrir þér og Boston væri nafli alheimsins veitir það þér ekki réttinn til þess að halda því fram að ö sé á undan a í stafrófinu. Það er nefnilega fyrir löngu búið að sýna fram á að þótt maður hafi heimsótt mikil óperuhús veitir það enga vissu fyrir því að hann kunni að syngja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að það yrði stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát við landamærin í stað fimm daga sóttkvíar eins og nú er. Ástæðan sé sú að heimkomusmitgát sé skilgreind þannig að enginn möguleiki sé á því að ákvarða hvort fólk framfylgi henni eða ekki. Grein Kára er svar við grein Jóns Ívars Einarssonar, kvensjúkdómalæknis og prófessors við Harvard-háskóla sem birt var í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði Jón Ívar að honum þættu aðgerðir á landamærum ekki í samræmi við þá stöðu sem er uppi hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins og utan meðalhófs. Hann skoraði á stjórnvöld að endurmeta ákvarðanir um hvernig málum er háttað á landamærunum en tók það skýrt fram að hann væri ekki að tala fyrir því að tala fyrir því að opna landið upp á gátt „heldur halda áfram með tvöfalda skimun í bili og taka upp heimkomusmitgát í stað sóttkvíar.“ Þá sagði Jón Ívar áfram mjög mikilvægt að halda áfram aðgerðum innanlands: „[…] þ.e.a.s. iðka smitvarnir, vernda viðkvæma hópa, o.s.frv. Mér finnst raunar sums staðar að ekki hafi verið nægilega langt gengið, t.d. ættu þeir sem sinna aðhlynningu á hjúkrunarheimilum alltaf að vera með grímu í vinnunni. Það var ekki gert lengi vel en hefur vonandi breyst.“ „Opið bréf til Garðars Hólm“ Svargrein Kára í dag ber yfirskriftina „Opið bréf til Garðars Hólm“. Garðar Hólm úr Brekkukotsannál Halldórs Laxness er án efa ein eftirminnilegasta persóna íslenskra bókmennta og hefur honum meðal annars verið lýst á eftirfarandi hátt af Óttari Guðmundssyni, geðlækni, í grein í Stundinni: „Hann er fulltrúi þeirra Íslendinga á erlendri grund sem eru alltaf við það að slá í gegn. Þjóðin bíður í ofvæni eftir því að hann springi út eins fífill í hlaðvarpa og syngi jafn vel og sagt er að hann geri. En söngvarinn kemur sér alltaf undan væntingum og hverfur af landi brott þegar hæst stendur í stönginni.“ Það má segja að bæði yfirskrift greinar Kára og svo greinin sjálf bendi ekki til annars en að honum þyki ekki mikið til skrifa Jóns Ívars koma. Kári segir að Jón Ívar snúi dæminu á hvolf með því að gefa í skyn að ástandið á Íslandi sé gott og þess vegna eigi að slaka á kröfum við landamærin en herða aðgerðir innanlands. Ástandið hér sé gott og fari batnandi sem geri það mögulegt að slaka á sóttvarnakröfum innanlands svo lífið færist í nokkuð eðlilegt horf. Ef hins vegar yrði slakað á kröfum við landamærin sé ljóst að smitum myndi fjölga; gögnin sýni það. Væri engin ástæða til að verja landamærin ef mikið væri um smit í landinu Fjölgun smita myndi svo þýða það að herða þyrfti tökin innanlands með tilheyrandi takmörkunum fyrir til dæmis skóla og menningarlíf. „Vegna þess að lítið er um smit á Íslandi viljum við koma í veg fyrir að þau berist inn frá öðrum löndum. Ef mikið væri um smit í landinu væri engin ástæða til þess að verja landamærin með skimunum og sóttkví. Þú leggur meira að segja til að fimm daga sóttkví verði skipt út fyrir heimasmitgát sem væri stórhættulegt vegna þess að hún er skilgreind þannig að það er enginn möguleiki að ákvarða hvort fólk framfylgir henni,“ segir Kári í grein sinni sem hann lýkur svo á þessum orðum: „Jón Ívar, þannig er mál með vexti að þótt þú hefðir rétt fyrir þér og Boston væri nafli alheimsins veitir það þér ekki réttinn til þess að halda því fram að ö sé á undan a í stafrófinu. Það er nefnilega fyrir löngu búið að sýna fram á að þótt maður hafi heimsótt mikil óperuhús veitir það enga vissu fyrir því að hann kunni að syngja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira