Luis Suarez búinn að semja við Juventus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 15:00 Luis Suarez fagnar 198. og væntanlega síðasta marki sínu fyrir Barcelona sem kom í 8-2 tapi á mót Bayern München í Meistaradeildinni. Getty/Rafael Marchante Luis Suarez skiptir Lionel Messi út fyrir Cristiano Ronaldo og stórliði Barcelona út fyrir stórlið Juventus. Úrúgvæmaðurinn Luis Suarez spilar með ítölsku meisturunum í Juventus á komandi tímabili eftir að hafa verið sýndar dyrnar hjá Barcelona þegar Ronald Koeman tók við. Luis Suarez hefur samið við Juve en næst á dagskrá er síðan að fá sig lausan frá Barcelona. Suarez gæti farið á frjálsri sölu eða fyrir minniháttar uppæð. Guillem Balague hjá BBC hefur fengið þetta staðfest. Luis Suarez átti ár eftir af samningi sínum við Barcelona sem hann skrifaði undir árið 2016. Luis Suarez has agreed to join Juventus, according to @GuillemBalagueRead more https://t.co/hQMOSJqsDt pic.twitter.com/XU2tvxwiw4— BBC Sport (@BBCSport) September 4, 2020 Ronald Koeman tók við þjálfun Barcelona í sumar og eitt af hans fyrstu verkum var að tilkynna Luis Suarez að hann væri ekki inn í hans plönum. Luis Suarez er 33 ára gamall og skoraði 21 mark í 36 leikjum í öllum keppnum með Barcelona á síðustu leiktíð þar af 16 mörk í 28 deildarleikjum. Barcelona missti af öllum titlum tímabilsins. Barcelona keypti Luis Suarez frá Liverpool fyrir 74 milljónir punda árið 2014 og hann skoraði alls 198 mörk í 283 leikjum með félaginu. Suarez fór á kostum með Lionel Messi og Neymar ekki síst tímabilið 2014-15 þegar Barcelona vann þrennuna. Það fylgir sögunni að þessi breyting hjá Suarez hafi ekkert með Messi og hans mál að gera. Fjölskyldur þeirra hafa náð vel saman og þeir eru góðir vinir. Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp mörk fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
Luis Suarez skiptir Lionel Messi út fyrir Cristiano Ronaldo og stórliði Barcelona út fyrir stórlið Juventus. Úrúgvæmaðurinn Luis Suarez spilar með ítölsku meisturunum í Juventus á komandi tímabili eftir að hafa verið sýndar dyrnar hjá Barcelona þegar Ronald Koeman tók við. Luis Suarez hefur samið við Juve en næst á dagskrá er síðan að fá sig lausan frá Barcelona. Suarez gæti farið á frjálsri sölu eða fyrir minniháttar uppæð. Guillem Balague hjá BBC hefur fengið þetta staðfest. Luis Suarez átti ár eftir af samningi sínum við Barcelona sem hann skrifaði undir árið 2016. Luis Suarez has agreed to join Juventus, according to @GuillemBalagueRead more https://t.co/hQMOSJqsDt pic.twitter.com/XU2tvxwiw4— BBC Sport (@BBCSport) September 4, 2020 Ronald Koeman tók við þjálfun Barcelona í sumar og eitt af hans fyrstu verkum var að tilkynna Luis Suarez að hann væri ekki inn í hans plönum. Luis Suarez er 33 ára gamall og skoraði 21 mark í 36 leikjum í öllum keppnum með Barcelona á síðustu leiktíð þar af 16 mörk í 28 deildarleikjum. Barcelona missti af öllum titlum tímabilsins. Barcelona keypti Luis Suarez frá Liverpool fyrir 74 milljónir punda árið 2014 og hann skoraði alls 198 mörk í 283 leikjum með félaginu. Suarez fór á kostum með Lionel Messi og Neymar ekki síst tímabilið 2014-15 þegar Barcelona vann þrennuna. Það fylgir sögunni að þessi breyting hjá Suarez hafi ekkert með Messi og hans mál að gera. Fjölskyldur þeirra hafa náð vel saman og þeir eru góðir vinir.
Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp mörk fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira