Messi verður áfram hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 16:20 Lionel Messi hefur ekki spilað sinn síðasta leik fyrir Barcelona. EPA-EFE/ANDREU DALMAU Lionel Messi hefur ákveðið að spila með Barcelona á komandi tímabili þrátt fyrir að hafa tilkynnti félaginu fyrir aðeins tíu dögum að hann væri á förum. Lionel Messi sendi fax til Barcelona á þriðjudaginn í síðustu viku um að hann ætlaði að notfæra sér klásúlu í sínum samningi sem leyfði honum að fara á frjálsri sölu. Barcelona stóð fast á sínu og ætlaði ekki að verða við ósk hans. Jorge Messi, faðir Leo og umboðsmaður hans, fór til fundar við forráðamenn Barcelona og eftir hann var ljóst að ef Messi ætlaði að komast í burtu þá yrði það að gerast í réttarsalnum. Confirmed: Lionel Messi is staying at Barcelona — Guardian sport (@guardian_sport) September 4, 2020 Mikið var skrifað um að Messi væri á leiðinni til Manchester City en honum hefur nú snúist hugur og ætlar að klára síðasta árið í samningi sínum. Barcelona hélt því fram að til að fá Messi yrði viðkomandi félag að kaupa upp samning hans fyrir 700 milljónir evra. Spænska deildin stóð með Barcelona í þessu máli. Það er aftur á móti ljóst á orðum Lionel Messi að hann er allt annað en sáttur. Það kemur líka fram að hann hafi verið fyrir löngu búinn að segja Josep Maria Bartomeu forseta Barcelona að hann væri á förum. Forsetinn vissi af því löngu áður en Barcelona tapaði 8-2 á móti Bayern München í Meistaradeildinni. „Ég var ekki ánægður og vildi fara. Ég fæ ekki leyfi til þess frá félaginu og verð því áfram hjá félaginu svo að þetta mál endi ekki fyrir dómstólum. Það skelfilegt hvernig Bartomeu stjórnar félaginu,“ sagði Lionel Messi í viðtali við Goal.com sem sagði fyrst frá þessu. Lionel Messi: 'I wasn t happy and wanted to leave. I have not been allowed this in any way and I will stay at the club so as not to get into a legal dispute. The management of the club led by Bartomeu is a disaster' https://t.co/CgGRy1VCgx pic.twitter.com/bjzR8eYcrV— Guardian sport (@guardian_sport) September 4, 2020 Lionel Messi er langmarkahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi og hefur unnið fleiri titla með félaginu en nokkur annar leikmaður. Hann hefur spilað allan sinn feril hjá félaginu en Messi kom til Barcelona aðeins þrettán ára gamall. Lionel Messi hefur unnið 33 titla með Barcelona og skorað 634 mörk fyrir félagið og það í aðeins 731 leik. Lionel Messi heldur því fram að Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, hafi lofað honum að hann mætti fara eftir tímabilið og þegar möguleikinn á að losa sig rann út þann 10. júní þá var Barcelona enn að klára tímabilið vegna kórónuveirunnar. "The president always said that at the end of the season I could decide if I stayed or not." Lionel Messi has confirmed he's going nowhere.More: https://t.co/Y1eTmjRvac pic.twitter.com/XNQhZa9WBF— BBC Sport (@BBCSport) September 4, 2020 Spænski boltinn Mest lesið Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Lionel Messi hefur ákveðið að spila með Barcelona á komandi tímabili þrátt fyrir að hafa tilkynnti félaginu fyrir aðeins tíu dögum að hann væri á förum. Lionel Messi sendi fax til Barcelona á þriðjudaginn í síðustu viku um að hann ætlaði að notfæra sér klásúlu í sínum samningi sem leyfði honum að fara á frjálsri sölu. Barcelona stóð fast á sínu og ætlaði ekki að verða við ósk hans. Jorge Messi, faðir Leo og umboðsmaður hans, fór til fundar við forráðamenn Barcelona og eftir hann var ljóst að ef Messi ætlaði að komast í burtu þá yrði það að gerast í réttarsalnum. Confirmed: Lionel Messi is staying at Barcelona — Guardian sport (@guardian_sport) September 4, 2020 Mikið var skrifað um að Messi væri á leiðinni til Manchester City en honum hefur nú snúist hugur og ætlar að klára síðasta árið í samningi sínum. Barcelona hélt því fram að til að fá Messi yrði viðkomandi félag að kaupa upp samning hans fyrir 700 milljónir evra. Spænska deildin stóð með Barcelona í þessu máli. Það er aftur á móti ljóst á orðum Lionel Messi að hann er allt annað en sáttur. Það kemur líka fram að hann hafi verið fyrir löngu búinn að segja Josep Maria Bartomeu forseta Barcelona að hann væri á förum. Forsetinn vissi af því löngu áður en Barcelona tapaði 8-2 á móti Bayern München í Meistaradeildinni. „Ég var ekki ánægður og vildi fara. Ég fæ ekki leyfi til þess frá félaginu og verð því áfram hjá félaginu svo að þetta mál endi ekki fyrir dómstólum. Það skelfilegt hvernig Bartomeu stjórnar félaginu,“ sagði Lionel Messi í viðtali við Goal.com sem sagði fyrst frá þessu. Lionel Messi: 'I wasn t happy and wanted to leave. I have not been allowed this in any way and I will stay at the club so as not to get into a legal dispute. The management of the club led by Bartomeu is a disaster' https://t.co/CgGRy1VCgx pic.twitter.com/bjzR8eYcrV— Guardian sport (@guardian_sport) September 4, 2020 Lionel Messi er langmarkahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi og hefur unnið fleiri titla með félaginu en nokkur annar leikmaður. Hann hefur spilað allan sinn feril hjá félaginu en Messi kom til Barcelona aðeins þrettán ára gamall. Lionel Messi hefur unnið 33 titla með Barcelona og skorað 634 mörk fyrir félagið og það í aðeins 731 leik. Lionel Messi heldur því fram að Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, hafi lofað honum að hann mætti fara eftir tímabilið og þegar möguleikinn á að losa sig rann út þann 10. júní þá var Barcelona enn að klára tímabilið vegna kórónuveirunnar. "The president always said that at the end of the season I could decide if I stayed or not." Lionel Messi has confirmed he's going nowhere.More: https://t.co/Y1eTmjRvac pic.twitter.com/XNQhZa9WBF— BBC Sport (@BBCSport) September 4, 2020
Spænski boltinn Mest lesið Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira