Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 23:53 Trump ræddi ummælin um fallna hermenn sem hafa verið höfð eftir honum á viðburði í Hvíta húsinu í kvöld. Vísir/EPA Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. Trump og ráðgjafar hans þvertaka fyrir það þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi heimildir fyrir því sem hann á að hafa sagt. Tímaritið The Atlantic var fyrst til að greina frá því að Trump hefði lýst bandarískum hermönnum sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni sem „minnipokamönnum“ og „flónum“ þegar hann var í opinberri heimsókn í Frakklandi í tilefni af því að öld var liðin frá stríðslokum árið 2018. Ritstjóri tímaritsins hafði þetta eftir ónefndum einstaklingum sem stóðu Trump nærri. Síðan þá hafa aðrir fjölmiðlar, þar á meðal Washington Post, New York Times, AP-fréttstofan og Fox-fréttastöðin staðfest frásögn The Atlantic að hluta eða öllu leyti. Trump brást hart við fréttunum og sagði engan fót fyrir þeim. Núverandi og fyrrverandi embættismenn og starfsmenn hans hafa tekið undir það í dag án þess þó að hafna því sérstaklega að Trump hafi látið ummæli af þessu tagi falla. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem skrifaði harðorða bók um reynslu sína af forsetanum kom honum til varnar í dag og neitaði því að ástæða þess að Trump hætti við heimsókn í grafreit bandarískra hermanna í heimsókn sinni í Frakkland hefði verið að hann teldi ekki ástæðu til að heiðra þá. Ástæðan hefði verið sú að ekki hefði verið hægt að flytja Trump þangað með öruggum hætti vegna veðurs og aðstæðna. Biden, keppinautur Trump í forsetakosningunum í nóvember, ræddi um fréttirnar af ummælum forsetans í ræðu í Delaware í dag. Lýsti hann fréttunum sem „viðbjóðslegum“ ef þær væru sannar. Washington Post segir að Biden hafi verið sjáanlega reiður þegar hann hafnaði því að sonur sinn Beau Biden eða aðrir hermenn hefðu verið „flón“ fyrir að bjóða sig fram til herþjónustu, sérstaklega þeir sem sneru aldrei aftur heim úr stríði. „Trump forseti hefur sýnt fram á að hann hefur enga skyldurækni og enga hollustu við annan málstað en sjálfan sig. Ég er alltaf varaður við því að missa stjórn á skapi mínu. Þetta gæti verið það næsta sem ég hef komist því í þessari kosningabaráttu,“ sagði Biden með fyrirvara um áreiðanleika fréttanna. Ýjaði að því að Kelly væri einn heimildarmannanna Ónefndu heimildarmenn bandarískra fjölmiðla sögðu einnig að Trump hefði látið ónærgætin ummæli falla þegar hann stóð yfir leiði sonar Johns Kelly, þáverandi heimavarnaráðherra hans og síðar starfsmannastjóra Hvíta hússins, í hergrafreitnum í Arlington árið 2017. Trump á að hafa spurt Kelly hvers vegna sonur hans og aðrir hermenn hefðu boðið sig sjálfviljugir fram til herþjónustu og hvað þeir hefðu haft upp úr því. Ber heimildarmönnunum saman um að forsetinn hafi engan skilning á hvers vegna nokkur myndi fara í sjálfboðavinnu fyrir herinn frekar en að græða peninga. Hann líti á þá sem komu sér ekki undan herskyldu eins og hann gerði í Víetnamstríðinu sem „flón“. Á viðburði í Hvíta húsinu í dag ýjaði Trump að því að Kelly gæti hafa verið einn heimildarmanna þeirra fjölmiðla sem sögðu frá meintum ummælum hans um fallna hermenn en sagðist þó ekki vita það fyrir víst. „Þetta er fólk sem er öfundsjúkt. Þetta er fólk sem er reitt yfir því að vera ekki hér lengur,“ sagði Trump og sakaði Kelly um að hafa ekki valdið starfi sínu sem starfsmannastjóri Hvíta hússins. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fyrri heimsstyrjöldin Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. Trump og ráðgjafar hans þvertaka fyrir það þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi heimildir fyrir því sem hann á að hafa sagt. Tímaritið The Atlantic var fyrst til að greina frá því að Trump hefði lýst bandarískum hermönnum sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni sem „minnipokamönnum“ og „flónum“ þegar hann var í opinberri heimsókn í Frakklandi í tilefni af því að öld var liðin frá stríðslokum árið 2018. Ritstjóri tímaritsins hafði þetta eftir ónefndum einstaklingum sem stóðu Trump nærri. Síðan þá hafa aðrir fjölmiðlar, þar á meðal Washington Post, New York Times, AP-fréttstofan og Fox-fréttastöðin staðfest frásögn The Atlantic að hluta eða öllu leyti. Trump brást hart við fréttunum og sagði engan fót fyrir þeim. Núverandi og fyrrverandi embættismenn og starfsmenn hans hafa tekið undir það í dag án þess þó að hafna því sérstaklega að Trump hafi látið ummæli af þessu tagi falla. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem skrifaði harðorða bók um reynslu sína af forsetanum kom honum til varnar í dag og neitaði því að ástæða þess að Trump hætti við heimsókn í grafreit bandarískra hermanna í heimsókn sinni í Frakkland hefði verið að hann teldi ekki ástæðu til að heiðra þá. Ástæðan hefði verið sú að ekki hefði verið hægt að flytja Trump þangað með öruggum hætti vegna veðurs og aðstæðna. Biden, keppinautur Trump í forsetakosningunum í nóvember, ræddi um fréttirnar af ummælum forsetans í ræðu í Delaware í dag. Lýsti hann fréttunum sem „viðbjóðslegum“ ef þær væru sannar. Washington Post segir að Biden hafi verið sjáanlega reiður þegar hann hafnaði því að sonur sinn Beau Biden eða aðrir hermenn hefðu verið „flón“ fyrir að bjóða sig fram til herþjónustu, sérstaklega þeir sem sneru aldrei aftur heim úr stríði. „Trump forseti hefur sýnt fram á að hann hefur enga skyldurækni og enga hollustu við annan málstað en sjálfan sig. Ég er alltaf varaður við því að missa stjórn á skapi mínu. Þetta gæti verið það næsta sem ég hef komist því í þessari kosningabaráttu,“ sagði Biden með fyrirvara um áreiðanleika fréttanna. Ýjaði að því að Kelly væri einn heimildarmannanna Ónefndu heimildarmenn bandarískra fjölmiðla sögðu einnig að Trump hefði látið ónærgætin ummæli falla þegar hann stóð yfir leiði sonar Johns Kelly, þáverandi heimavarnaráðherra hans og síðar starfsmannastjóra Hvíta hússins, í hergrafreitnum í Arlington árið 2017. Trump á að hafa spurt Kelly hvers vegna sonur hans og aðrir hermenn hefðu boðið sig sjálfviljugir fram til herþjónustu og hvað þeir hefðu haft upp úr því. Ber heimildarmönnunum saman um að forsetinn hafi engan skilning á hvers vegna nokkur myndi fara í sjálfboðavinnu fyrir herinn frekar en að græða peninga. Hann líti á þá sem komu sér ekki undan herskyldu eins og hann gerði í Víetnamstríðinu sem „flón“. Á viðburði í Hvíta húsinu í dag ýjaði Trump að því að Kelly gæti hafa verið einn heimildarmanna þeirra fjölmiðla sem sögðu frá meintum ummælum hans um fallna hermenn en sagðist þó ekki vita það fyrir víst. „Þetta er fólk sem er öfundsjúkt. Þetta er fólk sem er reitt yfir því að vera ekki hér lengur,“ sagði Trump og sakaði Kelly um að hafa ekki valdið starfi sínu sem starfsmannastjóri Hvíta hússins.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fyrri heimsstyrjöldin Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira