Með risasvepp sem bragðast eins og steik Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. september 2020 19:30 Magnús með sveppinn stóra, sem hann telur vega ríflega tvö kíló. Hann leggur það þó ekki í vana sinn að rækta svo stóra sveppi. Egill Aðalsteinsson Sveppabóndi í Kópavogi segir sveppina til margra hluta nytsamlega, hvort sem er í matreiðslu, húsgagnasmíð eða skógerð. Hann ræktaði á dögunum gríðarstóran svepp sem hann segir bragðast eins og dýrindis steik. Áhugi Magnúsar Magnúsarsonar á sveppum hófst fyrir um fimm árum þegar hann greindist með krabbamein og þurfti að hætta að vinna sem kvikmyndagerðarmaður. Fyrst um sinn fiktaði hann við ræktunina en áhuginn vatt fljótt upp á sig og fyrr en varði var Magnús farinn að rækta tíu týpur af sveppum. Hann ræktaði á dögunum um tveggja kílóa svepp. „Maður gerir þetta nú yfirleitt ekki. En ég ætla að búa til úr honum steik. Þá tek ég hann bara, set hann á pönnu, brýt hann saman, og þrýsti á hann í svona tíu mínútur til að ná úr honum öllu vatninu og svo grilla ég hann. Og þú færð ekki betri steik,“ segir Magnús. Skór, húsgögn og allt mögulegt Sveppina sé hægt að nýta í ýmislegt, til dæmis skógerð. „Menn eru farnir að rækta húsgögn úr þessu, búa til alls konar hluti, lampa og fleira, vegna þess að þetta efni sem eftir verður það brennur ekki. Þú getur verið með logsuðutæki á þessu og það brennur ekki.“ Hann ræktar sveppi af öllum stærðum og gerðum, meðal annars hinn bleika pink oyster, sem hann hugðist bjóða gestum og gangandi á Hinsegin dögum í ár. „Ég setti hann í gang þegar ég hélt að þetta covid væri búið og þegar stóra ganga hinsegin fólks var og þá ætlaði ég að bjóða svona bleika sveppi – en það var ekki hægt.“ Opnar sveppasetur Hann áformar að stækka við sig og hefur fengið til liðs við sig hóp fólks, meðal annars vísindamenn, þar sem þau ætla að setja á fót sveppasetur og leggja þar áherslu á nýsköpun. „Við erum svona átta saman sem sóttu um húsnæði hjá Reykjavíkurborg uppi í Gufunesi. Við erum að vona að þeir grípi þessa miklu nýsköpun sem við erum í. Og þar ætlum við að búa til sveppasetur. Þar verðum við með hluta af því undir ræktunina og svo gáma úti. Við verðum með svona fimm gáma til að byrja með og þá getum við ræktað á annað tonn á mánuði af sveppum. Við ætlum að framleiða tíu tegundir af svokölluðum lyfjasveppum, sem eru notaðir á sjúkrahúsum og um allan heim og eru stór vísindi.“ En á meðan þess er beðið verður svepparæktunin bundin við heimilið. Og sveppir í matinn alla daga. „Nánast öll kvöld, hjá allri fjölskyldunni og nágrönnunum og alls staðar sem maður getur troðið þeim svo maður geti séð hvernig fólki líkar.“ Matur Landbúnaður Kópavogur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Sveppabóndi í Kópavogi segir sveppina til margra hluta nytsamlega, hvort sem er í matreiðslu, húsgagnasmíð eða skógerð. Hann ræktaði á dögunum gríðarstóran svepp sem hann segir bragðast eins og dýrindis steik. Áhugi Magnúsar Magnúsarsonar á sveppum hófst fyrir um fimm árum þegar hann greindist með krabbamein og þurfti að hætta að vinna sem kvikmyndagerðarmaður. Fyrst um sinn fiktaði hann við ræktunina en áhuginn vatt fljótt upp á sig og fyrr en varði var Magnús farinn að rækta tíu týpur af sveppum. Hann ræktaði á dögunum um tveggja kílóa svepp. „Maður gerir þetta nú yfirleitt ekki. En ég ætla að búa til úr honum steik. Þá tek ég hann bara, set hann á pönnu, brýt hann saman, og þrýsti á hann í svona tíu mínútur til að ná úr honum öllu vatninu og svo grilla ég hann. Og þú færð ekki betri steik,“ segir Magnús. Skór, húsgögn og allt mögulegt Sveppina sé hægt að nýta í ýmislegt, til dæmis skógerð. „Menn eru farnir að rækta húsgögn úr þessu, búa til alls konar hluti, lampa og fleira, vegna þess að þetta efni sem eftir verður það brennur ekki. Þú getur verið með logsuðutæki á þessu og það brennur ekki.“ Hann ræktar sveppi af öllum stærðum og gerðum, meðal annars hinn bleika pink oyster, sem hann hugðist bjóða gestum og gangandi á Hinsegin dögum í ár. „Ég setti hann í gang þegar ég hélt að þetta covid væri búið og þegar stóra ganga hinsegin fólks var og þá ætlaði ég að bjóða svona bleika sveppi – en það var ekki hægt.“ Opnar sveppasetur Hann áformar að stækka við sig og hefur fengið til liðs við sig hóp fólks, meðal annars vísindamenn, þar sem þau ætla að setja á fót sveppasetur og leggja þar áherslu á nýsköpun. „Við erum svona átta saman sem sóttu um húsnæði hjá Reykjavíkurborg uppi í Gufunesi. Við erum að vona að þeir grípi þessa miklu nýsköpun sem við erum í. Og þar ætlum við að búa til sveppasetur. Þar verðum við með hluta af því undir ræktunina og svo gáma úti. Við verðum með svona fimm gáma til að byrja með og þá getum við ræktað á annað tonn á mánuði af sveppum. Við ætlum að framleiða tíu tegundir af svokölluðum lyfjasveppum, sem eru notaðir á sjúkrahúsum og um allan heim og eru stór vísindi.“ En á meðan þess er beðið verður svepparæktunin bundin við heimilið. Og sveppir í matinn alla daga. „Nánast öll kvöld, hjá allri fjölskyldunni og nágrönnunum og alls staðar sem maður getur troðið þeim svo maður geti séð hvernig fólki líkar.“
Matur Landbúnaður Kópavogur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira