Blake segist stöðugt verkjaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 20:21 Jacob Blake segist stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. Hann liggur enn á sjúkrahúsi og segir fjölskylda hans hann vera lamaðan fyrir neðan mitti. Twitter/skjáskot Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. Fjölskylda Blake segir hann lamaðan fyrir neðan mitti en hann segir einnig í myndbandinu að þrátt fyrir erfiðar aðstæður eigi hann enn eftir að lifa löngu lífi. Blake er 29 ára gamall þriggja barna faðir en hann var skotinn í bakið við handtöku. #JacobBlake released this powerful video message from his hospital bed today, reminding everyone just how precious life is. #JusticeForJacobBlake pic.twitter.com/87CYlgPDBj— Ben Crump (@AttorneyCrump) September 6, 2020 Í kjölfar atviksins hófust mikil mótmæli í Bandaríkjunum að nýju vegna kynþáttamismununar og lögregluofbeldis en mótmælaalda vegna þessa hefur riðið yfir Bandaríkin eftir að George Floyd var drepinn af lögreglumönnum. „Það er vont að anda“ Mótmælin í Kenosha, borginni sem Blake var skotinn í, urðu ofbeldisfull og létust tveir í mótmælunum. Rannsókn á máli Blake stendur enn yfir en Blake hefur þegar mætt fyrir dóm og lýst yfir sakleysi sínu vegna ákæru sem var færð til bókar áður en hann var skotinn. Í myndbandinu sem birt var á Twitter-síðu lögmanns Blake, sem enn liggur á spítala, talar hann um hve illa haldinn hann sé. „Alla klukkutíma sólarhringsins finn ég fyrir sársauka. Það er vont að anda, það er vont að sofa, mig verkjar þegar ég hreyfi mig og það er vont að borða,“ segir hann. „Líf þitt, og ekki bara líf þitt, fæturnir þínir, sem þú þarft til að geta hreyft þig og haldið áfram lífinu, geta verið hrifsaðir af þér svona,“ segir hann og smellir fingrum. Kynþáttafordómar Bandaríkin Tengdar fréttir Hneyksli skekur félag Gunnhildar: „Þessi ummæli eru viðbjóðsleg“ Eigandi Utah Royals, knattspyrnufélagsins sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er á mála hjá, hefur sett félagið á sölu eftir ásakanir um kynþáttaníð. Viðskiptastjóri þess er farinn í ótímabundið leyfi vegna óviðeigandi hegðunar í garð kvenna. 3. september 2020 13:30 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. Fjölskylda Blake segir hann lamaðan fyrir neðan mitti en hann segir einnig í myndbandinu að þrátt fyrir erfiðar aðstæður eigi hann enn eftir að lifa löngu lífi. Blake er 29 ára gamall þriggja barna faðir en hann var skotinn í bakið við handtöku. #JacobBlake released this powerful video message from his hospital bed today, reminding everyone just how precious life is. #JusticeForJacobBlake pic.twitter.com/87CYlgPDBj— Ben Crump (@AttorneyCrump) September 6, 2020 Í kjölfar atviksins hófust mikil mótmæli í Bandaríkjunum að nýju vegna kynþáttamismununar og lögregluofbeldis en mótmælaalda vegna þessa hefur riðið yfir Bandaríkin eftir að George Floyd var drepinn af lögreglumönnum. „Það er vont að anda“ Mótmælin í Kenosha, borginni sem Blake var skotinn í, urðu ofbeldisfull og létust tveir í mótmælunum. Rannsókn á máli Blake stendur enn yfir en Blake hefur þegar mætt fyrir dóm og lýst yfir sakleysi sínu vegna ákæru sem var færð til bókar áður en hann var skotinn. Í myndbandinu sem birt var á Twitter-síðu lögmanns Blake, sem enn liggur á spítala, talar hann um hve illa haldinn hann sé. „Alla klukkutíma sólarhringsins finn ég fyrir sársauka. Það er vont að anda, það er vont að sofa, mig verkjar þegar ég hreyfi mig og það er vont að borða,“ segir hann. „Líf þitt, og ekki bara líf þitt, fæturnir þínir, sem þú þarft til að geta hreyft þig og haldið áfram lífinu, geta verið hrifsaðir af þér svona,“ segir hann og smellir fingrum.
Kynþáttafordómar Bandaríkin Tengdar fréttir Hneyksli skekur félag Gunnhildar: „Þessi ummæli eru viðbjóðsleg“ Eigandi Utah Royals, knattspyrnufélagsins sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er á mála hjá, hefur sett félagið á sölu eftir ásakanir um kynþáttaníð. Viðskiptastjóri þess er farinn í ótímabundið leyfi vegna óviðeigandi hegðunar í garð kvenna. 3. september 2020 13:30 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Hneyksli skekur félag Gunnhildar: „Þessi ummæli eru viðbjóðsleg“ Eigandi Utah Royals, knattspyrnufélagsins sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er á mála hjá, hefur sett félagið á sölu eftir ásakanir um kynþáttaníð. Viðskiptastjóri þess er farinn í ótímabundið leyfi vegna óviðeigandi hegðunar í garð kvenna. 3. september 2020 13:30
Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29
Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00