Körfubolti

Haukur Helgi byrjar tímabilið á bikar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Andorra fagna að leik loknum.
Leikmenn Andorra fagna að leik loknum. Vísir/Bàsquet Club MoraBanc Andorra

Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, byrjar nýtt tímabil með liði sínu Andorra á Spáni vel. Liðið vann Barcelona í úrslitum katalónsku deildarinnar í kvöld. Leikurinn gat vart verið jafnari en Andorra vann á endanum leikinn með eins stigs mun, 85-84.

Haukur Helgi í leik kvöldsins.Vísir/Twitter-síða Barcelona

Leikurinn var stál í stál frá upphafi til enda en Börsungur voru þó aðeins betri í fyrri hálfleik. Voru þeir þremur stigum yfir þegar honum lauk, staðan þá 40-37.

Í þeim síðari náðu Andorra betri tökum á leiknum og unnu á endanum eins stigs sigur eins og áður sagði. Börsungar áttu þó lokasókn leiksins en tókst ekki að setja knöttinn ofan í körfuna og 85-84 sigur Andorra því staðreynd.

Haukur Helgi er einn þriggja Íslendinga sem leika í spænska körfuboltanum í vetur. Stöð 2 Sport verður með beinar útsendingar frá spænska boltanum í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×