Lokaniðurstaða í máli Khashoggi í Sádi-Arabíu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 15:43 Ímynd Mohammeds bin Salman, krónprins, sem umbótamanns beið hnekki þegar hann var sakaður um að hafa skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Morðið hefur þó ekki skaðað náið samband hans við bandaríska ráðamenn. Í stjórnartíð Salman hafa andófsmenn verið beittir hörku. AP/Amr Nabil Dómstóll í Sádi-Arabíu kvað um lokaniðurstöðu í máli vegna morðsins á Jamal Khashoggi, sádi-arabísks blaðmanns. Sjálfstæðis dómstólsins og réttarhaldanna hafa verið dregin í efa enginn var sakfelldur fyrir að hafa skipað fyrir um morðið. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í október árið 2018. Þangað var hann kominn til að sækja gögn fyrir væntanlegt brúðkaup sitt. Á móti honum tók hópur fimmtán manna sem var sendur til Tyrklands sérstaklega vegna hans. Lík Khashoggi var bútað niður á skrifstofunni en líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Stjórnvöld í Ríad þrættu framan af fyrir að vita nokkuð um afdrif Khashoggi en þurftu síðar að viðurkenna að hann hefði ekki komið lifandi út af ræðisskrifstofunni. Vestrænar leyniþjónustur telja að Mohammed bin Salman, krónprins, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var í sjálfskipaðir útlegð í Bandaríkjunum og var gagnrýninni á stjórnvöld í heimalandinu. Agnes Callamard, sérstakur rannsakandi Sameinuðu þjóðanna, komst að þeirri niðurstöðu að nokkrir þeirra einstaklinga sem tóku á móti Khashoggi í Istanbúl hefðu unnið beint fyrir Salman krónprins. Hvorki Salman né nánustu ráðgjafar hans voru þó á meðal sakborninga í dómsmálinu vegna morðsins á Khashoggi í Sádi-Arabíu. Ellefu ónefndir Sádar voru upphaflega sakfelldir fyrir að hafa ráðið honum bana. Fimm voru dæmdir til dauða og þrír til langra fangelsisdóma fyrir að hafa hylmt yfir drápið. Dómstóllinn komst þá að þeirri niðurstöðu að morðið hefði ekki verið að yfirlögðu ráði. Það þýddi að einna sona Khashoggi, sem hefur þegið fjárbætur frá stjórnvöldum í Ríad, gat ákveðið að fjölskyldan fyrirgæfi meintum morðingjum föður síns. Því var hægt að milda refsingu þeirra sem hlutu dauðadóm. Lokaniðurstaða dómstólsins sem sádi-arabíski ríkisfjölmiðilinn greindi frá í dag var að fimm sakborninganna hlutu hámarksrefsingu, tuttugu ára fangelsisvist. Einn hlaut tíu ára dóm og tveir sjö ára dóma, að sögn AP-fréttastofunnar. Mannréttindasamtök og eftirlitsmenn hafa gagnrýnt réttarhöldin og bent á að enginn háttsettur embættismaður eða nokkur sem er grunaður um að hafa skipað fyrir um morðið hafi verið dæmdur. Óháðum fjölmiðlum var bannað að fylgjast með réttarhöldunum og fengu aðeins örfáir erlendir erindrekar, auk fjölskyldu Khashoggi, að vera viðstaddir þau. Sádi-Arabía Tyrkland Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. 6. ágúst 2020 23:31 Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Dómstóll í Sádi-Arabíu kvað um lokaniðurstöðu í máli vegna morðsins á Jamal Khashoggi, sádi-arabísks blaðmanns. Sjálfstæðis dómstólsins og réttarhaldanna hafa verið dregin í efa enginn var sakfelldur fyrir að hafa skipað fyrir um morðið. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í október árið 2018. Þangað var hann kominn til að sækja gögn fyrir væntanlegt brúðkaup sitt. Á móti honum tók hópur fimmtán manna sem var sendur til Tyrklands sérstaklega vegna hans. Lík Khashoggi var bútað niður á skrifstofunni en líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Stjórnvöld í Ríad þrættu framan af fyrir að vita nokkuð um afdrif Khashoggi en þurftu síðar að viðurkenna að hann hefði ekki komið lifandi út af ræðisskrifstofunni. Vestrænar leyniþjónustur telja að Mohammed bin Salman, krónprins, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var í sjálfskipaðir útlegð í Bandaríkjunum og var gagnrýninni á stjórnvöld í heimalandinu. Agnes Callamard, sérstakur rannsakandi Sameinuðu þjóðanna, komst að þeirri niðurstöðu að nokkrir þeirra einstaklinga sem tóku á móti Khashoggi í Istanbúl hefðu unnið beint fyrir Salman krónprins. Hvorki Salman né nánustu ráðgjafar hans voru þó á meðal sakborninga í dómsmálinu vegna morðsins á Khashoggi í Sádi-Arabíu. Ellefu ónefndir Sádar voru upphaflega sakfelldir fyrir að hafa ráðið honum bana. Fimm voru dæmdir til dauða og þrír til langra fangelsisdóma fyrir að hafa hylmt yfir drápið. Dómstóllinn komst þá að þeirri niðurstöðu að morðið hefði ekki verið að yfirlögðu ráði. Það þýddi að einna sona Khashoggi, sem hefur þegið fjárbætur frá stjórnvöldum í Ríad, gat ákveðið að fjölskyldan fyrirgæfi meintum morðingjum föður síns. Því var hægt að milda refsingu þeirra sem hlutu dauðadóm. Lokaniðurstaða dómstólsins sem sádi-arabíski ríkisfjölmiðilinn greindi frá í dag var að fimm sakborninganna hlutu hámarksrefsingu, tuttugu ára fangelsisvist. Einn hlaut tíu ára dóm og tveir sjö ára dóma, að sögn AP-fréttastofunnar. Mannréttindasamtök og eftirlitsmenn hafa gagnrýnt réttarhöldin og bent á að enginn háttsettur embættismaður eða nokkur sem er grunaður um að hafa skipað fyrir um morðið hafi verið dæmdur. Óháðum fjölmiðlum var bannað að fylgjast með réttarhöldunum og fengu aðeins örfáir erlendir erindrekar, auk fjölskyldu Khashoggi, að vera viðstaddir þau.
Sádi-Arabía Tyrkland Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. 6. ágúst 2020 23:31 Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. 6. ágúst 2020 23:31
Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24