Lokaniðurstaða í máli Khashoggi í Sádi-Arabíu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 15:43 Ímynd Mohammeds bin Salman, krónprins, sem umbótamanns beið hnekki þegar hann var sakaður um að hafa skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Morðið hefur þó ekki skaðað náið samband hans við bandaríska ráðamenn. Í stjórnartíð Salman hafa andófsmenn verið beittir hörku. AP/Amr Nabil Dómstóll í Sádi-Arabíu kvað um lokaniðurstöðu í máli vegna morðsins á Jamal Khashoggi, sádi-arabísks blaðmanns. Sjálfstæðis dómstólsins og réttarhaldanna hafa verið dregin í efa enginn var sakfelldur fyrir að hafa skipað fyrir um morðið. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í október árið 2018. Þangað var hann kominn til að sækja gögn fyrir væntanlegt brúðkaup sitt. Á móti honum tók hópur fimmtán manna sem var sendur til Tyrklands sérstaklega vegna hans. Lík Khashoggi var bútað niður á skrifstofunni en líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Stjórnvöld í Ríad þrættu framan af fyrir að vita nokkuð um afdrif Khashoggi en þurftu síðar að viðurkenna að hann hefði ekki komið lifandi út af ræðisskrifstofunni. Vestrænar leyniþjónustur telja að Mohammed bin Salman, krónprins, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var í sjálfskipaðir útlegð í Bandaríkjunum og var gagnrýninni á stjórnvöld í heimalandinu. Agnes Callamard, sérstakur rannsakandi Sameinuðu þjóðanna, komst að þeirri niðurstöðu að nokkrir þeirra einstaklinga sem tóku á móti Khashoggi í Istanbúl hefðu unnið beint fyrir Salman krónprins. Hvorki Salman né nánustu ráðgjafar hans voru þó á meðal sakborninga í dómsmálinu vegna morðsins á Khashoggi í Sádi-Arabíu. Ellefu ónefndir Sádar voru upphaflega sakfelldir fyrir að hafa ráðið honum bana. Fimm voru dæmdir til dauða og þrír til langra fangelsisdóma fyrir að hafa hylmt yfir drápið. Dómstóllinn komst þá að þeirri niðurstöðu að morðið hefði ekki verið að yfirlögðu ráði. Það þýddi að einna sona Khashoggi, sem hefur þegið fjárbætur frá stjórnvöldum í Ríad, gat ákveðið að fjölskyldan fyrirgæfi meintum morðingjum föður síns. Því var hægt að milda refsingu þeirra sem hlutu dauðadóm. Lokaniðurstaða dómstólsins sem sádi-arabíski ríkisfjölmiðilinn greindi frá í dag var að fimm sakborninganna hlutu hámarksrefsingu, tuttugu ára fangelsisvist. Einn hlaut tíu ára dóm og tveir sjö ára dóma, að sögn AP-fréttastofunnar. Mannréttindasamtök og eftirlitsmenn hafa gagnrýnt réttarhöldin og bent á að enginn háttsettur embættismaður eða nokkur sem er grunaður um að hafa skipað fyrir um morðið hafi verið dæmdur. Óháðum fjölmiðlum var bannað að fylgjast með réttarhöldunum og fengu aðeins örfáir erlendir erindrekar, auk fjölskyldu Khashoggi, að vera viðstaddir þau. Sádi-Arabía Tyrkland Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. 6. ágúst 2020 23:31 Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Dómstóll í Sádi-Arabíu kvað um lokaniðurstöðu í máli vegna morðsins á Jamal Khashoggi, sádi-arabísks blaðmanns. Sjálfstæðis dómstólsins og réttarhaldanna hafa verið dregin í efa enginn var sakfelldur fyrir að hafa skipað fyrir um morðið. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í október árið 2018. Þangað var hann kominn til að sækja gögn fyrir væntanlegt brúðkaup sitt. Á móti honum tók hópur fimmtán manna sem var sendur til Tyrklands sérstaklega vegna hans. Lík Khashoggi var bútað niður á skrifstofunni en líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Stjórnvöld í Ríad þrættu framan af fyrir að vita nokkuð um afdrif Khashoggi en þurftu síðar að viðurkenna að hann hefði ekki komið lifandi út af ræðisskrifstofunni. Vestrænar leyniþjónustur telja að Mohammed bin Salman, krónprins, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var í sjálfskipaðir útlegð í Bandaríkjunum og var gagnrýninni á stjórnvöld í heimalandinu. Agnes Callamard, sérstakur rannsakandi Sameinuðu þjóðanna, komst að þeirri niðurstöðu að nokkrir þeirra einstaklinga sem tóku á móti Khashoggi í Istanbúl hefðu unnið beint fyrir Salman krónprins. Hvorki Salman né nánustu ráðgjafar hans voru þó á meðal sakborninga í dómsmálinu vegna morðsins á Khashoggi í Sádi-Arabíu. Ellefu ónefndir Sádar voru upphaflega sakfelldir fyrir að hafa ráðið honum bana. Fimm voru dæmdir til dauða og þrír til langra fangelsisdóma fyrir að hafa hylmt yfir drápið. Dómstóllinn komst þá að þeirri niðurstöðu að morðið hefði ekki verið að yfirlögðu ráði. Það þýddi að einna sona Khashoggi, sem hefur þegið fjárbætur frá stjórnvöldum í Ríad, gat ákveðið að fjölskyldan fyrirgæfi meintum morðingjum föður síns. Því var hægt að milda refsingu þeirra sem hlutu dauðadóm. Lokaniðurstaða dómstólsins sem sádi-arabíski ríkisfjölmiðilinn greindi frá í dag var að fimm sakborninganna hlutu hámarksrefsingu, tuttugu ára fangelsisvist. Einn hlaut tíu ára dóm og tveir sjö ára dóma, að sögn AP-fréttastofunnar. Mannréttindasamtök og eftirlitsmenn hafa gagnrýnt réttarhöldin og bent á að enginn háttsettur embættismaður eða nokkur sem er grunaður um að hafa skipað fyrir um morðið hafi verið dæmdur. Óháðum fjölmiðlum var bannað að fylgjast með réttarhöldunum og fengu aðeins örfáir erlendir erindrekar, auk fjölskyldu Khashoggi, að vera viðstaddir þau.
Sádi-Arabía Tyrkland Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. 6. ágúst 2020 23:31 Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. 6. ágúst 2020 23:31
Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24