Allir klárir í slaginn gegn Belgum: „Þurftum að endurheimta mikla orku“ Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2020 07:30 Erik Hamrén í Belgíu þar sem landsleikurinn fer fram í kvöld. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Kannski getum við komið á óvart,“ sagði Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, fyrir leikinn við Belgíu í Þjóðadeildinni í fótbolta. Hann segir alla leikmenn íslenska hópsins klára í slaginn í kvöld. Leikur Belgíu og Íslands hefst kl. 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ljóst er að Ísland á afar erfitt verkefni fyrir höndum enda Belgía í efsta sæti heimslistans auk þess sem að Ísland er án fjölda byrjunarliðsmanna. Hamrén vildi lítið sem ekkert gefa uppi um byrjunarlið sitt, og hvað þá hvort að hann yrði með þrjá miðverði í vörninni eins og síðast þegar Ísland mætti Belgíu: „Ég get nú ekki sagt mikið um það heldur. Við verðum að vera góðir í vörninni. Síðast spiluðum við hérna með fimm í vörn, með þrjá miðverði, en við sjáum til hvað við gerum núna. Það felast áskoranir í þeim gæðum sem Belgar hafa og við verðum að reyna að bregðast við þeim,“ sagði Hamrén. „Leikmennirnir áttu meira skilið“ Belgía vann Danmörku í Kaupmannahöfn á laugardag, 2-0, en Ísland varð að sætta sig við 1-0 tap gegn Englandi. „Menn voru mjög vonsviknir eftir leikinn við England. Leikmenn voru sáttir við sína frammistöðu – ég var mjög ánægður með hana, liðsandann og samvinnuna – en þegar menn fá ekkert þá er maður vonsvikinn. Leikmennirnir áttu meira skilið og við vorum mjög nálægt því að taka stig. Við þurftum því að endurheimta mikla orku í liðið, bæði í hugann og líkamann, og undirbúa okkur fyrir þennan leik,“ sagði Hamrén sem telur Belgíu og England tvö af sigurstranglegustu liðunum fyrir EM á næsta ári. Training at the match stadium in Brussels. We play Belgium here on Tuesday in the @EURO2020 #fyririsland pic.twitter.com/qiUUgXupai— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 7, 2020 Hamrén segir allt þurfa að ganga upp í kvöld til að Ísland eigi von um að ná í stig: „Besta tækifærið fyrir okkur til að skora er úr skyndisóknum, og einnig úr föstum leikatriðum. Þar eru alltaf tækifæri fyrir lægra skrifuð lið til að gera út af við þau stærri. Við getum verið mjög góðir í föstum leikatriðum. Ég verð ánægður ef að við getum verið sáttir með frammistöðuna eftir leik. Ef að menn geta sagt „ég gerði allt sem ég gat. Ég sýndi gæði og hugrekki.“ Það er ekki hægt að gera meira. En ef það gerist þá eigum við möguleika á góðum úrslitum,“ sagði Hamrén en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Hamrén í viðtali fyrir Belgíuleikinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Belgar greina frá smiti kvöldið fyrir leikinn við Ísland Ísland mætir Belgíu ytra annað kvöld í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Einn leikmanna Belgíu hefur nú greinst með kórónuveirusmit en leikurinn mun þó ekki vera í hættu. 7. september 2020 22:00 Patrik fer til nýs félags eftir Belgíuleikinn Patrik Gunnarsson, hinn 19 ára nýliði í íslenska A-landsliðshópnum sem nú er í Belgíu, hefur verið lánaður til danska knattspyrnufélagsins Viborg. 7. september 2020 21:33 „Skiptir ekki máli hvern við dekkum“ „Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. 7. september 2020 21:16 Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Sjá meira
„Kannski getum við komið á óvart,“ sagði Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, fyrir leikinn við Belgíu í Þjóðadeildinni í fótbolta. Hann segir alla leikmenn íslenska hópsins klára í slaginn í kvöld. Leikur Belgíu og Íslands hefst kl. 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ljóst er að Ísland á afar erfitt verkefni fyrir höndum enda Belgía í efsta sæti heimslistans auk þess sem að Ísland er án fjölda byrjunarliðsmanna. Hamrén vildi lítið sem ekkert gefa uppi um byrjunarlið sitt, og hvað þá hvort að hann yrði með þrjá miðverði í vörninni eins og síðast þegar Ísland mætti Belgíu: „Ég get nú ekki sagt mikið um það heldur. Við verðum að vera góðir í vörninni. Síðast spiluðum við hérna með fimm í vörn, með þrjá miðverði, en við sjáum til hvað við gerum núna. Það felast áskoranir í þeim gæðum sem Belgar hafa og við verðum að reyna að bregðast við þeim,“ sagði Hamrén. „Leikmennirnir áttu meira skilið“ Belgía vann Danmörku í Kaupmannahöfn á laugardag, 2-0, en Ísland varð að sætta sig við 1-0 tap gegn Englandi. „Menn voru mjög vonsviknir eftir leikinn við England. Leikmenn voru sáttir við sína frammistöðu – ég var mjög ánægður með hana, liðsandann og samvinnuna – en þegar menn fá ekkert þá er maður vonsvikinn. Leikmennirnir áttu meira skilið og við vorum mjög nálægt því að taka stig. Við þurftum því að endurheimta mikla orku í liðið, bæði í hugann og líkamann, og undirbúa okkur fyrir þennan leik,“ sagði Hamrén sem telur Belgíu og England tvö af sigurstranglegustu liðunum fyrir EM á næsta ári. Training at the match stadium in Brussels. We play Belgium here on Tuesday in the @EURO2020 #fyririsland pic.twitter.com/qiUUgXupai— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 7, 2020 Hamrén segir allt þurfa að ganga upp í kvöld til að Ísland eigi von um að ná í stig: „Besta tækifærið fyrir okkur til að skora er úr skyndisóknum, og einnig úr föstum leikatriðum. Þar eru alltaf tækifæri fyrir lægra skrifuð lið til að gera út af við þau stærri. Við getum verið mjög góðir í föstum leikatriðum. Ég verð ánægður ef að við getum verið sáttir með frammistöðuna eftir leik. Ef að menn geta sagt „ég gerði allt sem ég gat. Ég sýndi gæði og hugrekki.“ Það er ekki hægt að gera meira. En ef það gerist þá eigum við möguleika á góðum úrslitum,“ sagði Hamrén en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Hamrén í viðtali fyrir Belgíuleikinn
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Belgar greina frá smiti kvöldið fyrir leikinn við Ísland Ísland mætir Belgíu ytra annað kvöld í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Einn leikmanna Belgíu hefur nú greinst með kórónuveirusmit en leikurinn mun þó ekki vera í hættu. 7. september 2020 22:00 Patrik fer til nýs félags eftir Belgíuleikinn Patrik Gunnarsson, hinn 19 ára nýliði í íslenska A-landsliðshópnum sem nú er í Belgíu, hefur verið lánaður til danska knattspyrnufélagsins Viborg. 7. september 2020 21:33 „Skiptir ekki máli hvern við dekkum“ „Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. 7. september 2020 21:16 Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Sjá meira
Belgar greina frá smiti kvöldið fyrir leikinn við Ísland Ísland mætir Belgíu ytra annað kvöld í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Einn leikmanna Belgíu hefur nú greinst með kórónuveirusmit en leikurinn mun þó ekki vera í hættu. 7. september 2020 22:00
Patrik fer til nýs félags eftir Belgíuleikinn Patrik Gunnarsson, hinn 19 ára nýliði í íslenska A-landsliðshópnum sem nú er í Belgíu, hefur verið lánaður til danska knattspyrnufélagsins Viborg. 7. september 2020 21:33
„Skiptir ekki máli hvern við dekkum“ „Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. 7. september 2020 21:16
Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00
Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00