Missti móður sína, son og vin sinn Jón Pál á sama tímabili Stefán Árni Pálsson skrifar 8. september 2020 11:27 Kjartan Guðbrandsson hefur heldur betur gengið í gegnum margt á sinni lífsleið. Kjartan Guðbrandsson einkaþjálfari er líklega eini Íslendingurinn sem hefur sigrað keppnir í kraftlyftingum, vaxtarækt, aflraunum, fitness og skotfimi. Kjartan, sem byrjaði að æfa með Jóni Páli Sigmarssyni, margföldum sterkasta manni heims, sem unglingur er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Kjartan hefur líklega fengið stærri skammt af dauðsföllum í nærumhverfi sínu en flestir. Hann var náinn vinur Jóns Páls Sigmarssonar þegar hann lést og missti þá á mjög stuttum tíma móður sína óvænt, fleiri nána vini og son sinn. „Ég fékk lexíu í því hvað dauðinn kennir manni á þessu tímabili og það er ekkert sem kennir manni meira. Dauðinn kennir manni það að það er ekkert sjálfsagt og þú skalt njóta hverrar mínútu og hann kennir manni rosalega öfluga lexíu sem er að ganga til hvílu að kvöldi án þess að eiga í illdeilum við fólk. Það er ekkert til verra en óuppgerðir hlutir við fólk sem fer. Ég þekki það eftir að hafa misst báða bræður mína í fyrra og hittiðfyrra,“ segir Kjartan við Sölva. Kjartan Var með í uppbyggingunni á Gym 80 á árunum áður en Jón Páll lést. „Gym 80 var á frábærri leið þegar Jón Páll fór. Þetta var gríðarlegt sjokk og eiginlega svo mikið sjokk að ég náði mér bara ekkert eftir það. Þetta átti ekki að gera gerst,“ segir Kjartan og talar svo um daginn örlagaríka. Klippa: Missti móður sína, son og vin sinn Jón Pál á sama tímabili „Við ætluðum að taka réttstöðulyftu saman og gervihnattasjónvarpið sem var þarna hafði dottið úr sambandi. Hann var að hita upp niðri þegar ég ætlaði að hoppa upp til að plögga sjónvarpinu í gang aftur. Þegar ég kem niður og labba framhjá afgreiðslunni þá segir sá sem er í afgreiðslunni: Kjartan, ég held að Jón Páll sé dáinn. Þetta er ennþá bara í hálfgerðri þoku. Ég labba inn í sal í einhverri leiðslu og þá liggur Jón Páll þar og hafði greinilega dottið aftur á bak eftir einhvers konar aðsvif. Við vorum þarna þrír að reyna að blása í hann lífi. Ég man að sjúkrabíllinn var mjög fljótur á staðinn, en þetta er enn í móðu eins og ég segi, skuggalegt atvik. En ég man alltaf eftir því að aldrei þessu vant var mamma hans að æfa á þessum tíma og hún segir við mig: Kjartan, Kjartan, hvað er að? og allt í einu erum við bara komin á spítala og svo bara kemur einn úr læknateyminu út og segir að þetta sé búið. Þetta er tímabil í mínu lífi þar sem dauðinn ákveður að kenna mér lexíu, af því að mamma fór líka mjög óvænt á svipuðum tíma og svo fór kúnni sem var í þjálfun hjá mér, fleiri vinir og síðan missti ég tveggja daga gamlan son.“ Hlóp niður vegg eins og í Marvel mynd Kjartan segir að Jón Páll Sigmarsson hafi verið gjörsamlega ótrúlegur maður í alla staði. „Jón Páll var rosaleg fyrirmynd. Ég var svo heppinn að fá að ferðast með honum og sjá hvað hann var vinsæll erlendis. Hagmæltur, fyndinn, fljótur að hugsa. Hann var með allan pakkann. Ofboðslega aðlaðandi maður, góður karakter og góður vinur. Hann nýtir sína orku í ofurmannlegan ,fókus og setti allt í að verða bestur.“ Hann segist aldrei gleyma atvikinu þegar Jón Páll fékk hann til að rífa niður veggi í uppbyggingunni á Gym 80. „Þessi hugmynd með Gym 80 vaknaði bara á rúntinum og úr varð mjög mögnuð stöð. Ég gleymi því aldrei þegar það þurfti að brjóta veggina áður en stöðin opnaði af því að þarna var bara íbúð áður. Hann hringir í mig og við mætum með kúbein niður eftir. Hann byrjar með kúbeinið, en svo bara gafst hann upp á kúbeininu og byrjar að hlaupa niður veggina og gefa frá sér rosaleg hljóð. Hann var 140 kíló þarna og þetta var eins og í Marvel mynd. Það vantaði bara merkið framan á hann, því hann hafði allt, alla vöðvana og lúkkið og allt saman.” Í viðtalinu fara Sölvi og Kjartan yfir lífshlaup Kjartans, sem hefur upplifað hluti sem eru lyginni líkastir, eins og tímabilið þegar hann þjálfaði einn ríkasta mann Grikklands. Þeir hittu kraftaverkafólk, keyrðu um Evrópu á Lamborghini og leituðu að geimskipum með leynisamtökum. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Kjartan Guðbrandsson einkaþjálfari er líklega eini Íslendingurinn sem hefur sigrað keppnir í kraftlyftingum, vaxtarækt, aflraunum, fitness og skotfimi. Kjartan, sem byrjaði að æfa með Jóni Páli Sigmarssyni, margföldum sterkasta manni heims, sem unglingur er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Kjartan hefur líklega fengið stærri skammt af dauðsföllum í nærumhverfi sínu en flestir. Hann var náinn vinur Jóns Páls Sigmarssonar þegar hann lést og missti þá á mjög stuttum tíma móður sína óvænt, fleiri nána vini og son sinn. „Ég fékk lexíu í því hvað dauðinn kennir manni á þessu tímabili og það er ekkert sem kennir manni meira. Dauðinn kennir manni það að það er ekkert sjálfsagt og þú skalt njóta hverrar mínútu og hann kennir manni rosalega öfluga lexíu sem er að ganga til hvílu að kvöldi án þess að eiga í illdeilum við fólk. Það er ekkert til verra en óuppgerðir hlutir við fólk sem fer. Ég þekki það eftir að hafa misst báða bræður mína í fyrra og hittiðfyrra,“ segir Kjartan við Sölva. Kjartan Var með í uppbyggingunni á Gym 80 á árunum áður en Jón Páll lést. „Gym 80 var á frábærri leið þegar Jón Páll fór. Þetta var gríðarlegt sjokk og eiginlega svo mikið sjokk að ég náði mér bara ekkert eftir það. Þetta átti ekki að gera gerst,“ segir Kjartan og talar svo um daginn örlagaríka. Klippa: Missti móður sína, son og vin sinn Jón Pál á sama tímabili „Við ætluðum að taka réttstöðulyftu saman og gervihnattasjónvarpið sem var þarna hafði dottið úr sambandi. Hann var að hita upp niðri þegar ég ætlaði að hoppa upp til að plögga sjónvarpinu í gang aftur. Þegar ég kem niður og labba framhjá afgreiðslunni þá segir sá sem er í afgreiðslunni: Kjartan, ég held að Jón Páll sé dáinn. Þetta er ennþá bara í hálfgerðri þoku. Ég labba inn í sal í einhverri leiðslu og þá liggur Jón Páll þar og hafði greinilega dottið aftur á bak eftir einhvers konar aðsvif. Við vorum þarna þrír að reyna að blása í hann lífi. Ég man að sjúkrabíllinn var mjög fljótur á staðinn, en þetta er enn í móðu eins og ég segi, skuggalegt atvik. En ég man alltaf eftir því að aldrei þessu vant var mamma hans að æfa á þessum tíma og hún segir við mig: Kjartan, Kjartan, hvað er að? og allt í einu erum við bara komin á spítala og svo bara kemur einn úr læknateyminu út og segir að þetta sé búið. Þetta er tímabil í mínu lífi þar sem dauðinn ákveður að kenna mér lexíu, af því að mamma fór líka mjög óvænt á svipuðum tíma og svo fór kúnni sem var í þjálfun hjá mér, fleiri vinir og síðan missti ég tveggja daga gamlan son.“ Hlóp niður vegg eins og í Marvel mynd Kjartan segir að Jón Páll Sigmarsson hafi verið gjörsamlega ótrúlegur maður í alla staði. „Jón Páll var rosaleg fyrirmynd. Ég var svo heppinn að fá að ferðast með honum og sjá hvað hann var vinsæll erlendis. Hagmæltur, fyndinn, fljótur að hugsa. Hann var með allan pakkann. Ofboðslega aðlaðandi maður, góður karakter og góður vinur. Hann nýtir sína orku í ofurmannlegan ,fókus og setti allt í að verða bestur.“ Hann segist aldrei gleyma atvikinu þegar Jón Páll fékk hann til að rífa niður veggi í uppbyggingunni á Gym 80. „Þessi hugmynd með Gym 80 vaknaði bara á rúntinum og úr varð mjög mögnuð stöð. Ég gleymi því aldrei þegar það þurfti að brjóta veggina áður en stöðin opnaði af því að þarna var bara íbúð áður. Hann hringir í mig og við mætum með kúbein niður eftir. Hann byrjar með kúbeinið, en svo bara gafst hann upp á kúbeininu og byrjar að hlaupa niður veggina og gefa frá sér rosaleg hljóð. Hann var 140 kíló þarna og þetta var eins og í Marvel mynd. Það vantaði bara merkið framan á hann, því hann hafði allt, alla vöðvana og lúkkið og allt saman.” Í viðtalinu fara Sölvi og Kjartan yfir lífshlaup Kjartans, sem hefur upplifað hluti sem eru lyginni líkastir, eins og tímabilið þegar hann þjálfaði einn ríkasta mann Grikklands. Þeir hittu kraftaverkafólk, keyrðu um Evrópu á Lamborghini og leituðu að geimskipum með leynisamtökum.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira