Belgar búnir að vinna alla landsleiki sína í næstum því 22 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2020 16:00 Belgar fagna öðru marka sinna á móti Dönum á laugardaginn. EPA-EFE/LISELOTTE SABROE Belgar eiga besta landslið heims samkvæmt styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins og það er erfitt að fella þá af stalli á meðan þeir vinna alla sína leiki. Íslensku landsliðsstrákarnir fá það krefjandi verkefni að reyna að stöðva sigurgöngu Belgana í kvöld og það á þeirra eigin heimavelli og með hálfgert b-landsliðs því það vantar svo marga lykilmenn. Það er athyglisvert að skoða aðeins betur þetta magnaða gengi belgíska landsliðsins.Belgar töpuðu síðast 18. nóvember 2011 þegar þeir reyndar steinlágu 5-2 á móti Sviss í hreinum úrslitaleik um sigur í riðli þeirra í Þjóðadeildinni. Belgar komust reyndar í 2-0 á fyrstu sautján mínútunum með tveimur mörkum frá Thorgan Hazard en Svisslendingar voru komnir yfir, í 3-2, 27 mínútum síðar og unnu að lokum 5-2 sigur.Síðan þá hefur belgíska landsliðið ekki stigið feilspor á 660 dögum. Tæpir tuttugu og tveir mánuðir í röð án þess að tapa stigi í landsleik. Belgar hafa líka skorað þrjú mörk eða fleiri í átta af þessum ellefu leikjum og er með 3,8 mörk að meðaltali í leik. Markatalan er 42-3. Toby Alderweireld er sá einu sem hefur spilað alla þessa ellefu sigurleiki en Dries Mertens og Youri Tielemans hafa báðir verið í öllum nema einum. Romelu Lukaku hefur skorað mest í sigurgöngunni eða sjö mörk í sex leikjum en Eden Hazard er með fimm mörk í átta leikjum. Roberto Martínez hefur alls stýrt Belgum í 44 landsleikjum, 35 þeirra hafa unnist og aðeins þrisvar hafa Belgar tapað landsleik undir hans stjórn. Tapleikirnir eru fyrsti leikurinn á móti Spáni 1. september 2016, undanúrslitaleikur HM 2018 á móti verðandi heismmeisturum Frakka og loks Þjóðadeildarleikurinn á móti Sviss. Leikurinn Belgíu og Íslands hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst með upphitun klukkan 18.00. Þjóðadeild UEFA Belgía Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Sjá meira
Belgar eiga besta landslið heims samkvæmt styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins og það er erfitt að fella þá af stalli á meðan þeir vinna alla sína leiki. Íslensku landsliðsstrákarnir fá það krefjandi verkefni að reyna að stöðva sigurgöngu Belgana í kvöld og það á þeirra eigin heimavelli og með hálfgert b-landsliðs því það vantar svo marga lykilmenn. Það er athyglisvert að skoða aðeins betur þetta magnaða gengi belgíska landsliðsins.Belgar töpuðu síðast 18. nóvember 2011 þegar þeir reyndar steinlágu 5-2 á móti Sviss í hreinum úrslitaleik um sigur í riðli þeirra í Þjóðadeildinni. Belgar komust reyndar í 2-0 á fyrstu sautján mínútunum með tveimur mörkum frá Thorgan Hazard en Svisslendingar voru komnir yfir, í 3-2, 27 mínútum síðar og unnu að lokum 5-2 sigur.Síðan þá hefur belgíska landsliðið ekki stigið feilspor á 660 dögum. Tæpir tuttugu og tveir mánuðir í röð án þess að tapa stigi í landsleik. Belgar hafa líka skorað þrjú mörk eða fleiri í átta af þessum ellefu leikjum og er með 3,8 mörk að meðaltali í leik. Markatalan er 42-3. Toby Alderweireld er sá einu sem hefur spilað alla þessa ellefu sigurleiki en Dries Mertens og Youri Tielemans hafa báðir verið í öllum nema einum. Romelu Lukaku hefur skorað mest í sigurgöngunni eða sjö mörk í sex leikjum en Eden Hazard er með fimm mörk í átta leikjum. Roberto Martínez hefur alls stýrt Belgum í 44 landsleikjum, 35 þeirra hafa unnist og aðeins þrisvar hafa Belgar tapað landsleik undir hans stjórn. Tapleikirnir eru fyrsti leikurinn á móti Spáni 1. september 2016, undanúrslitaleikur HM 2018 á móti verðandi heismmeisturum Frakka og loks Þjóðadeildarleikurinn á móti Sviss. Leikurinn Belgíu og Íslands hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst með upphitun klukkan 18.00.
Þjóðadeild UEFA Belgía Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Sjá meira