Vildu gefa innflytjendum og flóttafólki á Íslandi sterkari rödd Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. september 2020 16:30 Julius Pollux Rothlaender og Claire Paugham vildu með verkefninu Vestur í bláinn, heyra meira í röddum, manneskjum og tungumálum sem ekki heyrist nógu mikið í hér á landi. Hvorki í listaheiminum né á opinberum vettvangi. Aðsend mynd Listasýningin og tónlistarverkefnið Vestur í bláinn fer fram núna í september en útgangspunkturinn er tilraunarkennt tónlistarverkefni sem kemur út í dag og tengir saman tónlist og raddir, tungumál og sögur innflytjenda og flóttafólks á Íslandi. Út frá því varð síðan til listsýningin þar sem myndlistarfólki var boðið að eiga í samtali við tónlistarverkið og viðfangsefnið, og afrakstur þess eru þau tíu listaverk sem verða sýnd á sýningunni. Sýningarstjórar eru þau Claire Paugam og Julius Pollux Rothlaender. „Verkefnið Vestur í bláinn fjallar um innflytjendur á Íslandi og byrjaði sem tónlistarverkefni. Ég hef verið forvitinn um að blanda tónlist og röddum og mig langaði að heyra í þeim röddum, manneskjum og tungumálum sem mér finnst heyrist ekki nógu mikið í, hvorki í listaheiminum né á opinberum vettvangi,“ segir Julius í samtali við Vísi. „Markmiðið með að víkka tónlistarverkefnið út og gera listsýningu úr því var það að gera verkefnið og raddirnar í því meira sýnilegt, og tengja þær við borgina og samfélagið sem við öll búum í hér. Okkur fannst mikilvægt að sýna fram á að þessar raddir sem heyrist í tónlistinni eru ekki ósýnilegar manneskjur í samfélaginu heldur þær manneskjur sem keyra Strætisvagninn sem við sitjum í, eru að afgreiða okkur eða baka brauðið sem við borðum, mæta okkur alls staðar þegar við löbbum í gegnum borgina. Þess vegna fannst okkur Claire, sem er sýningarstjóri sýningarinnar með mér, líka mikilvægt að sýningin muni eiga sér stað á tíu mismunandi opinberum stöðum, ekki einungis á stöðum sem tengjast listaheiminum heldur líka á stöðum eins og Hlemmi, Mjódd, Vesturbæjarlaug, Borgarbókasafni Gerðubergi og Andrými. Einnig fannst okkur spennandi og mikilvægt að fá fleiri raddir og viðhorf inn í verkefnið. Við vorum að bjóða listafólkinu sem tekur þátt í sýningunni að búa til listaverkin sem tengjast lögum úr verkefninu og eiga í samtali við verkefnið, við raddir og sögur í því.“ Frá sýningunni í Hörpu - Kundo Sýningarnar opnuðu fyrir helgi og er hægt að kynna sér verkin og tónlistina á vefsíðunni Vestur í bláinn. „Við byrjuðum að plana og undirbúa verkefnið í janúar eða febrúar 2020. Auðvitað er það svolítið öðruvísi og mikil óvissa að undirbúa listsýningu á tímum eins og núna, en við erum heppin að konseptið okkar með að sýna listaverkin og lögin á opinberum stöðum passar vel saman við Covid takmarkanir – það að upplifa sýninguna krefst ekki samkomu eða snertingar. Við vildum auðvitað vera ábyrg og varkár og ákváðum þess vegna að fella niður opnunina, og einnig ákváðum við að sleppa að hafa heyrnartól við hliðina á listaverkunum, en við erum þess í staðinn að hvetja fólkið að koma með sín eigin heyrnartól og bjóðum upp á að tengja þau við snúrum á staðnum til að hlusta á lögin, eða að skanna QR kóða til að hlusta á lagið í gegnum síma sinn.“ Framlag allra sem koma fram í verkefninu, hvort það sé í tónlistarverkefninu eða í listsýningunni, felst ef til vill aðallega í því að hlusta að mati skipuleggjanda. „Hreyfingar eins og Black Lives Matter sýna okkur enn og aftur hversu mikilvægt og nauðsynlegt það er að vera tilbúin að hlusta og læra. Við þurfum ekki að skilja öll tungumál eða öll orð, en ég held að við tengjumst öll við að heyra rödd; við finnum til með öðrum, tengjumst við það að vera manneskja. Þar er margt hægt að læra og uppgötva.“ Þann 24. september verður farin rútuferð á alla staði sýningarinnar og verður boðið upp á leiðsögn og spjall með listamönnunum. Takmörkun er á fjölda en skráning fer fram á heimasíðunni Vestur í bláinn. Sýningin endar svo með tónleikunum af verkefninu, 2. október, ef samkomutakmarkanir leyfa. Frá sýningunni í Mjódd - Lola EvaAðsend mynd Listamenn sem taka þátt eru ÚaVon, Hugo Llanes, Melanie Ubaldo, Bára Bjarnadóttir, Eva Bjarnadóttir, Ewa Marcinek, Claire Paugam og Julius Pollux Rothlaender Sýningarstaðir eru Hlemmur, Nýlistasafnið, Harpa, Mjódd, Andrými, Vesturbæjarlaug, Borgarbókasafnið Gerðubergi, Ráðhúsið, Kaffi Laugalækur og Listasafn Reykjavíkur og Hafnarhúsið. Aðgangur er ókeypis og munu sýningarnar standa opnar til 30. september næstkomandi. Tónlist Myndlist Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Listasýningin og tónlistarverkefnið Vestur í bláinn fer fram núna í september en útgangspunkturinn er tilraunarkennt tónlistarverkefni sem kemur út í dag og tengir saman tónlist og raddir, tungumál og sögur innflytjenda og flóttafólks á Íslandi. Út frá því varð síðan til listsýningin þar sem myndlistarfólki var boðið að eiga í samtali við tónlistarverkið og viðfangsefnið, og afrakstur þess eru þau tíu listaverk sem verða sýnd á sýningunni. Sýningarstjórar eru þau Claire Paugam og Julius Pollux Rothlaender. „Verkefnið Vestur í bláinn fjallar um innflytjendur á Íslandi og byrjaði sem tónlistarverkefni. Ég hef verið forvitinn um að blanda tónlist og röddum og mig langaði að heyra í þeim röddum, manneskjum og tungumálum sem mér finnst heyrist ekki nógu mikið í, hvorki í listaheiminum né á opinberum vettvangi,“ segir Julius í samtali við Vísi. „Markmiðið með að víkka tónlistarverkefnið út og gera listsýningu úr því var það að gera verkefnið og raddirnar í því meira sýnilegt, og tengja þær við borgina og samfélagið sem við öll búum í hér. Okkur fannst mikilvægt að sýna fram á að þessar raddir sem heyrist í tónlistinni eru ekki ósýnilegar manneskjur í samfélaginu heldur þær manneskjur sem keyra Strætisvagninn sem við sitjum í, eru að afgreiða okkur eða baka brauðið sem við borðum, mæta okkur alls staðar þegar við löbbum í gegnum borgina. Þess vegna fannst okkur Claire, sem er sýningarstjóri sýningarinnar með mér, líka mikilvægt að sýningin muni eiga sér stað á tíu mismunandi opinberum stöðum, ekki einungis á stöðum sem tengjast listaheiminum heldur líka á stöðum eins og Hlemmi, Mjódd, Vesturbæjarlaug, Borgarbókasafni Gerðubergi og Andrými. Einnig fannst okkur spennandi og mikilvægt að fá fleiri raddir og viðhorf inn í verkefnið. Við vorum að bjóða listafólkinu sem tekur þátt í sýningunni að búa til listaverkin sem tengjast lögum úr verkefninu og eiga í samtali við verkefnið, við raddir og sögur í því.“ Frá sýningunni í Hörpu - Kundo Sýningarnar opnuðu fyrir helgi og er hægt að kynna sér verkin og tónlistina á vefsíðunni Vestur í bláinn. „Við byrjuðum að plana og undirbúa verkefnið í janúar eða febrúar 2020. Auðvitað er það svolítið öðruvísi og mikil óvissa að undirbúa listsýningu á tímum eins og núna, en við erum heppin að konseptið okkar með að sýna listaverkin og lögin á opinberum stöðum passar vel saman við Covid takmarkanir – það að upplifa sýninguna krefst ekki samkomu eða snertingar. Við vildum auðvitað vera ábyrg og varkár og ákváðum þess vegna að fella niður opnunina, og einnig ákváðum við að sleppa að hafa heyrnartól við hliðina á listaverkunum, en við erum þess í staðinn að hvetja fólkið að koma með sín eigin heyrnartól og bjóðum upp á að tengja þau við snúrum á staðnum til að hlusta á lögin, eða að skanna QR kóða til að hlusta á lagið í gegnum síma sinn.“ Framlag allra sem koma fram í verkefninu, hvort það sé í tónlistarverkefninu eða í listsýningunni, felst ef til vill aðallega í því að hlusta að mati skipuleggjanda. „Hreyfingar eins og Black Lives Matter sýna okkur enn og aftur hversu mikilvægt og nauðsynlegt það er að vera tilbúin að hlusta og læra. Við þurfum ekki að skilja öll tungumál eða öll orð, en ég held að við tengjumst öll við að heyra rödd; við finnum til með öðrum, tengjumst við það að vera manneskja. Þar er margt hægt að læra og uppgötva.“ Þann 24. september verður farin rútuferð á alla staði sýningarinnar og verður boðið upp á leiðsögn og spjall með listamönnunum. Takmörkun er á fjölda en skráning fer fram á heimasíðunni Vestur í bláinn. Sýningin endar svo með tónleikunum af verkefninu, 2. október, ef samkomutakmarkanir leyfa. Frá sýningunni í Mjódd - Lola EvaAðsend mynd Listamenn sem taka þátt eru ÚaVon, Hugo Llanes, Melanie Ubaldo, Bára Bjarnadóttir, Eva Bjarnadóttir, Ewa Marcinek, Claire Paugam og Julius Pollux Rothlaender Sýningarstaðir eru Hlemmur, Nýlistasafnið, Harpa, Mjódd, Andrými, Vesturbæjarlaug, Borgarbókasafnið Gerðubergi, Ráðhúsið, Kaffi Laugalækur og Listasafn Reykjavíkur og Hafnarhúsið. Aðgangur er ókeypis og munu sýningarnar standa opnar til 30. september næstkomandi.
Tónlist Myndlist Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira