Segir kerfið hafa brugðist börnum með ADHD Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. september 2020 20:55 Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. Jóhanna Gunnarsdóttir er móðir drengs í fjórða bekk. Þegar hann var að klára annan bekk í grunnskóla vöknuðu grunsemdir hjá foreldrum og kennurum um að eitthvað væri að hrjá hann. Allt skólaár þriðja bekkjar fór í að greina drenginn hjá skólasálfræðingi og var hann að lokum greindur með ADHD í vor. „Mér var rétt greiningin og sagt til hamingju nú er greining komin. Nú ferð þú bara til læknis og færð aðstoðina,“ segir Jóhanna. Hafði hún þá samband við heimilislækni sem tjáði henni að hann vissi ekki um neinn lækni sem tæki við nýjum sjúklingum. „Svo sagði hann ef þú finnur einhverja lækna, hafðu þá samband við mig og ég skal gefa þér beiðni þangað.“ Hún hafði þá sjálf samband við lækna en kom alls staðar að lokuðum dyrum. „Alls staðar sem ég hringdi. Ég hringdi ekki á einn, tvo, þrjá staði. Ég hringdi á marga staði og eina svarið sem ég fékk var því miður við tökum ekki við nýjum krökkum,“ segir Jóhanna. Hún segir alvarlegt að geta ekki treyst á kerfið til að hjálpa börnum í vanda. „Það er enga hjálp að fá. Eina sem okkur var sagt að gera var að hafa samband við einhvern sem þekkir einhvern sem getur pínt einhvern til að taka hann að sér. Og ef þetta er staðan á Íslandi þá erum við í alvarlegum málum.“ Hún segir að þessu fylgir mikil vanlíðan fyrir drenginn. „Vöntunin er að heilsugæslan viti hvert á að leita og hvert á að beina manni. En það er auðvitað ekki hægt að beina manni neitt nema það séu læknar til.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. Jóhanna Gunnarsdóttir er móðir drengs í fjórða bekk. Þegar hann var að klára annan bekk í grunnskóla vöknuðu grunsemdir hjá foreldrum og kennurum um að eitthvað væri að hrjá hann. Allt skólaár þriðja bekkjar fór í að greina drenginn hjá skólasálfræðingi og var hann að lokum greindur með ADHD í vor. „Mér var rétt greiningin og sagt til hamingju nú er greining komin. Nú ferð þú bara til læknis og færð aðstoðina,“ segir Jóhanna. Hafði hún þá samband við heimilislækni sem tjáði henni að hann vissi ekki um neinn lækni sem tæki við nýjum sjúklingum. „Svo sagði hann ef þú finnur einhverja lækna, hafðu þá samband við mig og ég skal gefa þér beiðni þangað.“ Hún hafði þá sjálf samband við lækna en kom alls staðar að lokuðum dyrum. „Alls staðar sem ég hringdi. Ég hringdi ekki á einn, tvo, þrjá staði. Ég hringdi á marga staði og eina svarið sem ég fékk var því miður við tökum ekki við nýjum krökkum,“ segir Jóhanna. Hún segir alvarlegt að geta ekki treyst á kerfið til að hjálpa börnum í vanda. „Það er enga hjálp að fá. Eina sem okkur var sagt að gera var að hafa samband við einhvern sem þekkir einhvern sem getur pínt einhvern til að taka hann að sér. Og ef þetta er staðan á Íslandi þá erum við í alvarlegum málum.“ Hún segir að þessu fylgir mikil vanlíðan fyrir drenginn. „Vöntunin er að heilsugæslan viti hvert á að leita og hvert á að beina manni. En það er auðvitað ekki hægt að beina manni neitt nema það séu læknar til.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira