Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2020 23:24 Slökkviliðsmenn að störfum í Kaliforníu. AP/Noah Berger Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. Mennirnir voru staddir nærri Nacimiento í Los Padres þjóðgarðinum þegar eldurinn tók völdin. Fjórtán slökkviliðsmenn og vinnumenn á jarðýtu reyndu að hlífa sér í þar til gerðum neyðarskýlum. Margir þeirra fengu brunasár og reykeitrun. Þrír voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús og minnst einn þeirra í alvarlegu ástandi. Annars staðar í ríkinu þurftu flugmenn herþyrlna að koma 164 manneskjum til bjargar sem höfðu orðið innlyksa vegna gróðurelda. Hlýr og þurr vindur hefur í dag orðið til þess að þeir fjölmörgu gróðureldar sem loga nú í Kaliforníu hafa breitt hratt úr sér. Fyrr í dag gaf stofnunin Cal Fire, sem heldur utan um gróðurelda í ríkinu, út að alls loguðu 25 stórir eldar. Fjórtán þúsund slökkviliðsmenn væru við störf. Today 14,000 firefighters are battling 25 major wildfires statewide. CAL FIRE has increased staffing in preparation for critical fire weather in multiple areas of the State. More information at: https://t.co/cJ4J6rn4AX Photo courtesy of Jeremy Ulloa. pic.twitter.com/Rm1AX0AZIj— CAL FIRE (@CAL_FIRE) September 8, 2020 Alls hafa nærri því 2,3 milljónir ekra brunnið í Kaliforníu á þessu ári. Ástandið hefur ekki verið svo slæmt frá því mælingar hófust en versta tímabilið varðandi gróðurelda í ríkinu er ekki hafið enn. Áður var það mesta sem hafði brunnið 1,96 milljónir ekra árið 2018. Þá loga tveir af þremur stærstu skógareldum í sögu Kaliforníu nú við San Francisco flóa. Í frétt LA Times segir að ástandið gæti versnað til muna á næstu dögum þar sem búist er við frekari vindi. Orkufyrirtæki ætla að taka rafmagnið af einhverjum svæðum í Kaliforníu til að reyna að koma í veg fyrir að fleiri eldar kvikna. Fyrr í vikunni var gripið til þess að loka þjóðgörðum og tjaldsvæðum svo fólk kveikti ekki elda af slysni. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði í dag að á þessu ári hefðu slökkviliðsmenn átt við 7.606 gróðurelda. Þeir hefðu brennt 2,3 milljónir ekra. Á sama tíma í fyrra voru eldarnir 4.927 og ekrurnar 118 þúsund. Hann sagði ástandið vera sögulegt. Intense fires raged in several western states over the Labor Day weekend. https://t.co/wVPuFgHLdn pic.twitter.com/MHdL09kvNx— NASA Earth (@NASAEarth) September 8, 2020 Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. Mennirnir voru staddir nærri Nacimiento í Los Padres þjóðgarðinum þegar eldurinn tók völdin. Fjórtán slökkviliðsmenn og vinnumenn á jarðýtu reyndu að hlífa sér í þar til gerðum neyðarskýlum. Margir þeirra fengu brunasár og reykeitrun. Þrír voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús og minnst einn þeirra í alvarlegu ástandi. Annars staðar í ríkinu þurftu flugmenn herþyrlna að koma 164 manneskjum til bjargar sem höfðu orðið innlyksa vegna gróðurelda. Hlýr og þurr vindur hefur í dag orðið til þess að þeir fjölmörgu gróðureldar sem loga nú í Kaliforníu hafa breitt hratt úr sér. Fyrr í dag gaf stofnunin Cal Fire, sem heldur utan um gróðurelda í ríkinu, út að alls loguðu 25 stórir eldar. Fjórtán þúsund slökkviliðsmenn væru við störf. Today 14,000 firefighters are battling 25 major wildfires statewide. CAL FIRE has increased staffing in preparation for critical fire weather in multiple areas of the State. More information at: https://t.co/cJ4J6rn4AX Photo courtesy of Jeremy Ulloa. pic.twitter.com/Rm1AX0AZIj— CAL FIRE (@CAL_FIRE) September 8, 2020 Alls hafa nærri því 2,3 milljónir ekra brunnið í Kaliforníu á þessu ári. Ástandið hefur ekki verið svo slæmt frá því mælingar hófust en versta tímabilið varðandi gróðurelda í ríkinu er ekki hafið enn. Áður var það mesta sem hafði brunnið 1,96 milljónir ekra árið 2018. Þá loga tveir af þremur stærstu skógareldum í sögu Kaliforníu nú við San Francisco flóa. Í frétt LA Times segir að ástandið gæti versnað til muna á næstu dögum þar sem búist er við frekari vindi. Orkufyrirtæki ætla að taka rafmagnið af einhverjum svæðum í Kaliforníu til að reyna að koma í veg fyrir að fleiri eldar kvikna. Fyrr í vikunni var gripið til þess að loka þjóðgörðum og tjaldsvæðum svo fólk kveikti ekki elda af slysni. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði í dag að á þessu ári hefðu slökkviliðsmenn átt við 7.606 gróðurelda. Þeir hefðu brennt 2,3 milljónir ekra. Á sama tíma í fyrra voru eldarnir 4.927 og ekrurnar 118 þúsund. Hann sagði ástandið vera sögulegt. Intense fires raged in several western states over the Labor Day weekend. https://t.co/wVPuFgHLdn pic.twitter.com/MHdL09kvNx— NASA Earth (@NASAEarth) September 8, 2020
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira