Íslenski handboltinn á sviðið á Stöð 2 Sport í kvöld. Upphitunarþættir Seinni bylgjunnar fyrir bæði Olís-deild karla og kvenna verða þá á dagskrá.
Klukkan 21:10 hefst upphitunarþáttur Seinni bylgjunnar fyrir Olís-deild kvenna. Þar fer Svava Kristín Grétarsdóttir yfir tímabilið sem framundan er með þeim Írisi Ástu Pétursdóttur og Þorgerði Önnu Atladóttir.
Stöð 2 Sport stóreykur umfjöllun um Olís-deild kvenna í vetur og verður þáttur eftir hverja umferð, oftast á mánudegi.
Klukkan 22:25 er svo komið að upphitunarþætti Seinni bylgjunnar fyrir Olís-deild karla. Henry Birgir Gunnarsson stýrir þættinum og nýtur aðstoðar þeirra Rúnars Sigtryggssonar og Theodórs Inga Pálmasonar.
Keppni í Olís-deild karla hefst á morgun og keppni í Olís-deild kvenna á föstudaginn.