„Við höfum ekki hugmynd um hvaðan besta bóluefnið mun koma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2020 17:09 Þessi mynd er tekin í University of Massachusetts Medical School fyrr í mánuðinum. Rannsakandinn tekur blóð úr sjálfboðaliða sem tekur þátt í rannsókn og þróun bóluefnis gegn Covid-19. Getty/Craig F. Walker Enginn getur vitað fyrir víst hvaðan fyrsta örugga og áhrifaríka bóluefni gegn kórónuveirunni mun koma. Þetta segir Jeremy Farrar, einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum, og leggur áherslu á að öryggið sé algjört forgangsatriði þegar kemur að þróun og prófunum bóluefna. Rætt er við Farrar á vef Guardian en lyfjarisinn AstraZeneca hefur tímabundið frestað lokaprófunum á bóluefni eftir að einn þeirra sem tekið hafa þátt í prófunum á efninu fékk óútskýrðar aukaverkanir eftir að efninu hafði verið sprautað í hann. AstraZeneca hefur unnið að þróun efnisins í samstarfi við Oxford-háskóla á Englandi og hafa miklar vonir verið bundnar við að leyfi fengist fyrir bóluefninu fyrir árslok. Bóluefnið hafði þegar komist í gegnum tvö stig prófana en þriðja stigið, sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur, felst í prófunum á um þrjátíu þúsund sjálfboðaliðum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Suður-Afríku og Brasilíu. Þróun bóluefna mjög áhættusamt ferli Farrar segir að þróun bóluefna sé mjög áhættusamt ferli og að ekki sé hægt að treysta á aðeins eitt bóluefni og þróun og tilraunir með því. Þá sé nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að þótt öll bóluefnin sem séu í þróun komist á síðasta stig prófana þá sé ekki þar með sagt að þau muni öll koma á markað. Þá eigi ekkert land að gera ráð fyrir því að stjórnvöld þar geti keypt eins mikið af bóluefni og þau telji sig þurfa, án þess að hugsa um aðrar þjóðir heims. „Einhvers konar þjóðernishyggja þegar kemur að bóluefnum og bólusetningum hefur ekkert gildi. Það er ekki leiðin út úr faraldrinum og mun ekki hraða á hlutunum heldur í raun hægja á þeim. Og við höfum ekki hugmynd um hvaðan besta bóluefnið, sem er öruggt og áhrifaríkt, mun koma,“ segir Farrar. Talsmaður AstraZeneca lagði áherslu á það í samtali við Guardian að óútskýrðu aukaverkanirnar hefðu aðeins komið fram hjá einum þátttakanda í rannsókninni. Þá væri það alvanalegt að prófunum á bóluefni væri frestað tímabundið. Óháðir aðilar hafa verið fengnir til þess að rannsaka hvort að aukaverkanirnar tengist bóluefninu eða ekki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Sjá meira
Enginn getur vitað fyrir víst hvaðan fyrsta örugga og áhrifaríka bóluefni gegn kórónuveirunni mun koma. Þetta segir Jeremy Farrar, einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum, og leggur áherslu á að öryggið sé algjört forgangsatriði þegar kemur að þróun og prófunum bóluefna. Rætt er við Farrar á vef Guardian en lyfjarisinn AstraZeneca hefur tímabundið frestað lokaprófunum á bóluefni eftir að einn þeirra sem tekið hafa þátt í prófunum á efninu fékk óútskýrðar aukaverkanir eftir að efninu hafði verið sprautað í hann. AstraZeneca hefur unnið að þróun efnisins í samstarfi við Oxford-háskóla á Englandi og hafa miklar vonir verið bundnar við að leyfi fengist fyrir bóluefninu fyrir árslok. Bóluefnið hafði þegar komist í gegnum tvö stig prófana en þriðja stigið, sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur, felst í prófunum á um þrjátíu þúsund sjálfboðaliðum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Suður-Afríku og Brasilíu. Þróun bóluefna mjög áhættusamt ferli Farrar segir að þróun bóluefna sé mjög áhættusamt ferli og að ekki sé hægt að treysta á aðeins eitt bóluefni og þróun og tilraunir með því. Þá sé nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að þótt öll bóluefnin sem séu í þróun komist á síðasta stig prófana þá sé ekki þar með sagt að þau muni öll koma á markað. Þá eigi ekkert land að gera ráð fyrir því að stjórnvöld þar geti keypt eins mikið af bóluefni og þau telji sig þurfa, án þess að hugsa um aðrar þjóðir heims. „Einhvers konar þjóðernishyggja þegar kemur að bóluefnum og bólusetningum hefur ekkert gildi. Það er ekki leiðin út úr faraldrinum og mun ekki hraða á hlutunum heldur í raun hægja á þeim. Og við höfum ekki hugmynd um hvaðan besta bóluefnið, sem er öruggt og áhrifaríkt, mun koma,“ segir Farrar. Talsmaður AstraZeneca lagði áherslu á það í samtali við Guardian að óútskýrðu aukaverkanirnar hefðu aðeins komið fram hjá einum þátttakanda í rannsókninni. Þá væri það alvanalegt að prófunum á bóluefni væri frestað tímabundið. Óháðir aðilar hafa verið fengnir til þess að rannsaka hvort að aukaverkanirnar tengist bóluefninu eða ekki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Sjá meira