Geitur éta illgresi í New York Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2020 19:00 Borgaryfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa ráðið til sín nokkuð óvenjulegt starfslið til að eyða illgresi í einum af almenningsgörðum borgarinnar. Stuyvesant Cove-garðurinn í Manhattan er steinsnar frá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Kórónuveirufaraldurinn gerði það að verkum að ekki var hægt að ráða mennskt starfslið til þess að hirða almennilega um garðinn í sumar. Því er allt morandi í illgresi. Þessar vösku geitur eru aftur á móti nokkuð ódýrar í rekstri. Tuttugu slíkar hafa unnið hörðum höndum að því að éta upp óvelkominn gróður síðustu daga, sagði Candace Thompson, umsjónarmaður garðsins. „Það tæki mig fáránlega langan tíma að mylta þetta allt. Þessar geitur geta hins vegar étið og kúkað öllum þessum plöntum á þremur dögum. Svo er hægt að nota úrganginn sem áburð til þess að rækta plöntur í vor,“ sagði Thompson við AP. Borgarbúar virðast nokkuð hrifnir, og jafnvel hissa. Malcolm Gannon, ungum íbúa, þótti til dæmis stórmerkilegt að sjá geitur þótt það væri enginn bóndabær nálægt. En jafnvel þótt mörgum þyki óvenjulegt að rekast á geitur í miðri stórborg er það nokkuð viðeigandi í þessu tilfelli. „Það er gott að geta tengst náttúrunni svona í miðri stórborg. Svo er skemmtileg staðreynd að New York-borg hefur stundum verið kölluð Gotham, en það er einmitt gamalt, enskt orð yfir geitabýli. Dýr Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Sjá meira
Borgaryfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa ráðið til sín nokkuð óvenjulegt starfslið til að eyða illgresi í einum af almenningsgörðum borgarinnar. Stuyvesant Cove-garðurinn í Manhattan er steinsnar frá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Kórónuveirufaraldurinn gerði það að verkum að ekki var hægt að ráða mennskt starfslið til þess að hirða almennilega um garðinn í sumar. Því er allt morandi í illgresi. Þessar vösku geitur eru aftur á móti nokkuð ódýrar í rekstri. Tuttugu slíkar hafa unnið hörðum höndum að því að éta upp óvelkominn gróður síðustu daga, sagði Candace Thompson, umsjónarmaður garðsins. „Það tæki mig fáránlega langan tíma að mylta þetta allt. Þessar geitur geta hins vegar étið og kúkað öllum þessum plöntum á þremur dögum. Svo er hægt að nota úrganginn sem áburð til þess að rækta plöntur í vor,“ sagði Thompson við AP. Borgarbúar virðast nokkuð hrifnir, og jafnvel hissa. Malcolm Gannon, ungum íbúa, þótti til dæmis stórmerkilegt að sjá geitur þótt það væri enginn bóndabær nálægt. En jafnvel þótt mörgum þyki óvenjulegt að rekast á geitur í miðri stórborg er það nokkuð viðeigandi í þessu tilfelli. „Það er gott að geta tengst náttúrunni svona í miðri stórborg. Svo er skemmtileg staðreynd að New York-borg hefur stundum verið kölluð Gotham, en það er einmitt gamalt, enskt orð yfir geitabýli.
Dýr Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Sjá meira