Soffía Karlsdóttir látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2020 10:15 Soffía í útsendingu Ríkissjónvarpsins að syngja Það er draumur að vera með dáta. Skjáskot Soffía Kristín Karlsdóttir, leikkona og söngkona, er látin. Soffía lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 5. september síðastliðinn 92 ára að aldri. Soffía var þekkt revíusöngkona um miðja síðustu öld og lagið „Það er draumur að vera með dáta“ skaut henni upp á stjörnuhimininn árið 1954. Greint er frá andláti hennar í Morgunblaðinu í dag. Soffía ólst upp á Skagaströnd og Akranesi en fluttist til Reykjavíkur að loknu gagnfræðinámi og fór í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar. Hún tók þátt í revíunni „Allt er fertugum fært“ eftir Theodór Einarsson sautján ára gömul en revían var sett upp á Akranesi. „Það er draumur að vera með dáta“, úr revíunni „Hver maður sinn skammt“, var lagið sem vakti mesta athygli en einnig má nefna Bílavísur og Réttarsamba. Að neðan má sjá Soffíu syngja sitt þekktasta lag fyrir fullum sal í Ríkissjónvarpinu. Soffía settist að í Keflavík þar sem hún varð virk í félagsstarfi, var formaður Leikfélags Keflavíkur um árabil og stóð fyrir leiksýningum í Ungó, Stapanum og Félagsbíó. Þá var hún formaður Kvenfélags Keflavíkur og formaður Sjálfstæðiskvenna í bænum. Þá var hún virk í félögum Lionessa og Soroptomista. Eftirlifandi eiginmaður Soffíu er Jón Halldór Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri. Þau eignuðust tíu börn og eru afkomendur orðnir 82 talsins. Notendur Spotify geta hlustað á nokkur af vinsælustu lögum Soffíu hér að neðan. Andlát Tónlist Leikhús Reykjanesbær Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Soffía Kristín Karlsdóttir, leikkona og söngkona, er látin. Soffía lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 5. september síðastliðinn 92 ára að aldri. Soffía var þekkt revíusöngkona um miðja síðustu öld og lagið „Það er draumur að vera með dáta“ skaut henni upp á stjörnuhimininn árið 1954. Greint er frá andláti hennar í Morgunblaðinu í dag. Soffía ólst upp á Skagaströnd og Akranesi en fluttist til Reykjavíkur að loknu gagnfræðinámi og fór í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar. Hún tók þátt í revíunni „Allt er fertugum fært“ eftir Theodór Einarsson sautján ára gömul en revían var sett upp á Akranesi. „Það er draumur að vera með dáta“, úr revíunni „Hver maður sinn skammt“, var lagið sem vakti mesta athygli en einnig má nefna Bílavísur og Réttarsamba. Að neðan má sjá Soffíu syngja sitt þekktasta lag fyrir fullum sal í Ríkissjónvarpinu. Soffía settist að í Keflavík þar sem hún varð virk í félagsstarfi, var formaður Leikfélags Keflavíkur um árabil og stóð fyrir leiksýningum í Ungó, Stapanum og Félagsbíó. Þá var hún formaður Kvenfélags Keflavíkur og formaður Sjálfstæðiskvenna í bænum. Þá var hún virk í félögum Lionessa og Soroptomista. Eftirlifandi eiginmaður Soffíu er Jón Halldór Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri. Þau eignuðust tíu börn og eru afkomendur orðnir 82 talsins. Notendur Spotify geta hlustað á nokkur af vinsælustu lögum Soffíu hér að neðan.
Andlát Tónlist Leikhús Reykjanesbær Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira