„Þetta var óhapp sem við sáum ekki fyrir“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2020 11:59 Birgir segir að framhlið hússins hafi hrunið þegar tréverk var fjarlægt. Vísir/Baldur Eigandi hússins að Skólavörðustíg 36 sem rifið var í gær segir að um óhapp hafi verið að ræða. Húsið hafi verið talsvert verr farið en reiknað var með og þegar reynt var að fjarlægja fúið tréverk í milligólfi hafi framhliðin hrunið. Eigandinn vonar að hægt verði að reisa nýtt hús á lóðinni í sem upprunalegastri mynd. Greint var frá því í morgun að húsið að Skólavörðustíg 36, sem reist var árið 1922, hafi verið rifið í óleyfi í gær. Byggingarfulltrúi sagði að ekki hefði legið fyrir leyfi til að rífa húsið þar sem það nyti verndar byggðamynsturs. Eigandinn hafi aðeins haft leyfi til að byggja hæð ofan á húsið. Mygla í öllu tréverkinu Birgir Örn Arnarson einn eigenda hússins að Skólavörðustíg 36 segir í samtali við Vísi að hann hafi varið í morgninum í fundahöld með byggingarfulltrúa, arkítekt og verkfræðingi. Hann segir að ekki hafi staðið til að rífa húsið þegar framkvæmdir hófust heldur aðeins þak hússins, auk milligólfs, líkt og tilskilin leyfi hafi kveðið á um. „Það var komin mygla í allt tréverkið út af rakaskemmdum og við fjarlægjum bitana. Þegar við erum að hífa þá í burtu þá hrynur framhliðin á húsinu,“ segir Birgir. „Fyrir áratugum síðan, löngu áður en við eignuðumst þetta, hafði verið settur gluggi á jarðhæðina. Þegar þessi gluggi er settur er burðarvirki tekið undan húsinu sem átti að vera þarna. Og þegar við tökum milligólfið þá hrynur bara framveggurinn. Þannig að þá var ekki aftur snúið. En við náðum að halda útveggjunum til suðurs og vesturs.“ Svona leit húsið út í júlí 2019. Búið var að birgja fyrir umrædda glugga á neðstu hæðinni og þeir þaktir veggjakroti.Skjáskot/Ja.is Engin „ellefu hæða lundabúð“ á leiðinni Fyrir liggur samþykki á deiliskipulagi og teikningum á lóðinni, auk byggingarleyfis. Umsókn um hið síðastnefnda var samþykkt á fundi byggingarfulltrúa í apríl og var þar með gefið leyfi til að hækka húsið um eina hæð með viðbyggingu. Birgir segir að nú sé verið að vinna að því í samráði við byggingarfulltrúa og arkítekt að leggja inn nýja umsókn um byggingarleyfi. „Auðvitað er þetta óhapp sem litið er alvarlegum augum, við skiljum það alveg. Við erum að vinna þetta í fullu samráði við byggingarfulltrúa og komum til með að gera það. Við þurfum úr þessu að sækja um nýtt leyfi og leggjum inn nýja umsókn úr því að fór sem fór. En þetta var ekki með ráðum gert, þetta var óhapp sem við sáum ekki fyrir því húsið var miklu verr farið en við reiknuðum með.“ Birgir segir að því standi til að reisa nýtt hús í sem upprunalegastri mynd á lóðinni, sem hann telur að muni fegra götumynd Skólavörðustígs talsvert. Það standi alls ekki til að reisa neina „ellefu hæða lundabúð“. „Við munum sannarlega reyna að læðast þarna um og fara varlega svo að fari nú ekkert meira úrskeiðis en þetta. Og vonandi fáum við að hefjast handa sem fyrst við að endurreisa húsið.“ Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. 10. september 2020 10:22 Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira
Eigandi hússins að Skólavörðustíg 36 sem rifið var í gær segir að um óhapp hafi verið að ræða. Húsið hafi verið talsvert verr farið en reiknað var með og þegar reynt var að fjarlægja fúið tréverk í milligólfi hafi framhliðin hrunið. Eigandinn vonar að hægt verði að reisa nýtt hús á lóðinni í sem upprunalegastri mynd. Greint var frá því í morgun að húsið að Skólavörðustíg 36, sem reist var árið 1922, hafi verið rifið í óleyfi í gær. Byggingarfulltrúi sagði að ekki hefði legið fyrir leyfi til að rífa húsið þar sem það nyti verndar byggðamynsturs. Eigandinn hafi aðeins haft leyfi til að byggja hæð ofan á húsið. Mygla í öllu tréverkinu Birgir Örn Arnarson einn eigenda hússins að Skólavörðustíg 36 segir í samtali við Vísi að hann hafi varið í morgninum í fundahöld með byggingarfulltrúa, arkítekt og verkfræðingi. Hann segir að ekki hafi staðið til að rífa húsið þegar framkvæmdir hófust heldur aðeins þak hússins, auk milligólfs, líkt og tilskilin leyfi hafi kveðið á um. „Það var komin mygla í allt tréverkið út af rakaskemmdum og við fjarlægjum bitana. Þegar við erum að hífa þá í burtu þá hrynur framhliðin á húsinu,“ segir Birgir. „Fyrir áratugum síðan, löngu áður en við eignuðumst þetta, hafði verið settur gluggi á jarðhæðina. Þegar þessi gluggi er settur er burðarvirki tekið undan húsinu sem átti að vera þarna. Og þegar við tökum milligólfið þá hrynur bara framveggurinn. Þannig að þá var ekki aftur snúið. En við náðum að halda útveggjunum til suðurs og vesturs.“ Svona leit húsið út í júlí 2019. Búið var að birgja fyrir umrædda glugga á neðstu hæðinni og þeir þaktir veggjakroti.Skjáskot/Ja.is Engin „ellefu hæða lundabúð“ á leiðinni Fyrir liggur samþykki á deiliskipulagi og teikningum á lóðinni, auk byggingarleyfis. Umsókn um hið síðastnefnda var samþykkt á fundi byggingarfulltrúa í apríl og var þar með gefið leyfi til að hækka húsið um eina hæð með viðbyggingu. Birgir segir að nú sé verið að vinna að því í samráði við byggingarfulltrúa og arkítekt að leggja inn nýja umsókn um byggingarleyfi. „Auðvitað er þetta óhapp sem litið er alvarlegum augum, við skiljum það alveg. Við erum að vinna þetta í fullu samráði við byggingarfulltrúa og komum til með að gera það. Við þurfum úr þessu að sækja um nýtt leyfi og leggjum inn nýja umsókn úr því að fór sem fór. En þetta var ekki með ráðum gert, þetta var óhapp sem við sáum ekki fyrir því húsið var miklu verr farið en við reiknuðum með.“ Birgir segir að því standi til að reisa nýtt hús í sem upprunalegastri mynd á lóðinni, sem hann telur að muni fegra götumynd Skólavörðustígs talsvert. Það standi alls ekki til að reisa neina „ellefu hæða lundabúð“. „Við munum sannarlega reyna að læðast þarna um og fara varlega svo að fari nú ekkert meira úrskeiðis en þetta. Og vonandi fáum við að hefjast handa sem fyrst við að endurreisa húsið.“
Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. 10. september 2020 10:22 Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira
Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. 10. september 2020 10:22
Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23