Erna Bjarnadóttir hagfræðingur hefur verið ráðin verkefnastjóri á rekstrarsviði hjá Mjólkursamsölunni.
Erna hefur starfað sem hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands í tuttugu ár auk þess sem hún átti sæti í stjórn Arion banka (áður Nýja Kaupþing) á árunum 2008 til 2010.
Í tilkynningu kemur fram að Erna sé búfræðikandídat frá Hvanneyri, með meistaragráðu í hagfræði frá University College of Wales og diplóma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.
Hún hefur þegar hafið störf hjá Mjólkursamsölunni.