Halda áfram að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2020 12:51 Mýrarhúsaskóli er hluti af Grunnskóla Seltjarnarness. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar ákvað á fundi sínum í gær að halda áfram að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna í bænum. Verðskrá skólamáltíða grunnskóla breytist því á þann veg að hádegismatur hækkar um liðlega 2,5% frá því í fyrra, að því er segir í frétt um málið á vef bæjarins. Hádegismatur mun því kosta 532 krónur í stað 519 krónur í fyrra en verðskrá fyrir ávexti verður 99 krónur en var 136 krónur í fyrra. Ákvörðunin kemur í kjölfar mikillar umræðu sem verið hefur á meðal foreldra í bænum eftir að tilkynnt var fyrr á árinu að bærinn myndi hætta alfarið að niðurgreiða skólamáltíðir í grunnskólanum með tilheyrandi verðhækkun á matarverðinu. Þannig hefði máltíð í grunnskóla farið úr 519 krónum í fyrra í 655 krónur í ár, en ákvörðun um að hætta niðurgreiðslu kom í kjölfar þess að bærinn samdi eftir útboð við Skólamat ehf. um framleiðslu og framreiðslu matar í skólum bæjarins. Í frétt á vef bæjarins segir að þann 31. ágúst síðastliðinn hafi Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness sent „greinargott bréf til bæjarstjórnar Seltjarnarness þar sem málið var reifað, verðhækkun og samskiptaleysi bæjaryfirvalda hörmuð. Foreldrafélagið óskaði enn fremur eftir því að bæjarstjórn Seltjarnarness endurskoðaði ákvörðun sína um að hætta að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna. Seltjarnarnesbær hefur þegar tekið undir athugasemdir og ábendingar Foreldrafélags grunnskólans um að betur hefði mátt standa að kynningu á breyttu fyrirkomulagi. Að kynna hefði mátt mun fyrr og með skýrari hætti í hverju breytingarnar fælust sem og hvaða áhrif ólík innheimtuaðferð hefðu í för með sér í hverjum mánuði fyrir sig. Mikil ánægja er þó með fyrirtækið, þjónustu þess og gæði matar. Aukið úrval hefur einnig fallið vel í kramið hjá börnum og foreldrum þeirra.“ Samkvæmt upplýsingum frá bænum er verð fyrir mat í leikskóla óbreytt. Maturinn þar kostar nú 560 krónur en kostaði 431 krónu í fyrra samkvæmt frétt um verðskrá skólamáltíða á vef bæjarins frá í ágúst en bærinn niðurgreiðir matinn um 50%. Fréttin hefur verið uppfærð. Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar ákvað á fundi sínum í gær að halda áfram að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna í bænum. Verðskrá skólamáltíða grunnskóla breytist því á þann veg að hádegismatur hækkar um liðlega 2,5% frá því í fyrra, að því er segir í frétt um málið á vef bæjarins. Hádegismatur mun því kosta 532 krónur í stað 519 krónur í fyrra en verðskrá fyrir ávexti verður 99 krónur en var 136 krónur í fyrra. Ákvörðunin kemur í kjölfar mikillar umræðu sem verið hefur á meðal foreldra í bænum eftir að tilkynnt var fyrr á árinu að bærinn myndi hætta alfarið að niðurgreiða skólamáltíðir í grunnskólanum með tilheyrandi verðhækkun á matarverðinu. Þannig hefði máltíð í grunnskóla farið úr 519 krónum í fyrra í 655 krónur í ár, en ákvörðun um að hætta niðurgreiðslu kom í kjölfar þess að bærinn samdi eftir útboð við Skólamat ehf. um framleiðslu og framreiðslu matar í skólum bæjarins. Í frétt á vef bæjarins segir að þann 31. ágúst síðastliðinn hafi Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness sent „greinargott bréf til bæjarstjórnar Seltjarnarness þar sem málið var reifað, verðhækkun og samskiptaleysi bæjaryfirvalda hörmuð. Foreldrafélagið óskaði enn fremur eftir því að bæjarstjórn Seltjarnarness endurskoðaði ákvörðun sína um að hætta að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna. Seltjarnarnesbær hefur þegar tekið undir athugasemdir og ábendingar Foreldrafélags grunnskólans um að betur hefði mátt standa að kynningu á breyttu fyrirkomulagi. Að kynna hefði mátt mun fyrr og með skýrari hætti í hverju breytingarnar fælust sem og hvaða áhrif ólík innheimtuaðferð hefðu í för með sér í hverjum mánuði fyrir sig. Mikil ánægja er þó með fyrirtækið, þjónustu þess og gæði matar. Aukið úrval hefur einnig fallið vel í kramið hjá börnum og foreldrum þeirra.“ Samkvæmt upplýsingum frá bænum er verð fyrir mat í leikskóla óbreytt. Maturinn þar kostar nú 560 krónur en kostaði 431 krónu í fyrra samkvæmt frétt um verðskrá skólamáltíða á vef bæjarins frá í ágúst en bærinn niðurgreiðir matinn um 50%. Fréttin hefur verið uppfærð.
Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira