Handtóku mann, héldu honum niðri og stuðuðu ítrekað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. september 2020 23:50 Myndband sem náðist af handtökunni hefur vakið gríðarleg viðbrögð. Sebastian Barros/NurPhoto via Getty Minnst sjö hafa látist í mótmælum í Bogotá, höfuðborg Kólumbíu, mótmælin hófust eftir að karlmaður á fimmtugsaldri lést eftir að lögreglumenn handtóku hann, héldu honum í jörðinni og beittu ítrekað á hann rafbyssu. Myndband sem sýnir handtökuna hefur farið í dreifingu á netinu. Þar sést hinn 46 ára gamli lögfræðingur Javier Ordóñez biðja lögreglumennina sem handtóku hann um að hætta að halda honum í jörðinni og sagðist hann vera að kafna. Ordóñez er sagður hafa verið handtekinn fyrir að hafa brotið gegn reglum um samkomubann í Kólumbíu, þar sem sat að sumbli með vinum sínum. Eftir handtökuna var hann færður á lögreglustöð áður en honum var komið á spítala, þar sem hann lést. Meðferð lögreglunnar á Ordóñez hefur vakið mikla reiði og hefur fólk þyrpst út á götur höfuðborgarinnar til að mótmæla. Sjö hafa látíst í mótmælunum, en breska ríkisútvarpið hefur eftir Carlos Holmes Trujillo, varnarmálaráðherra Kólumbíu, að fimm þeirra hefðu verið skotin til bana. Þá sagði hann verðlaun í boði fyrir þau sem gætu stigið fram með upplýsingar sem leiddu til handtöku þeirra sem frömdu morðin. Hann sagði einnig að 1.600 lögreglumenn yrðu sendir til Bogotá annars staðar frá til þess að bregðast við ófriðinum. Claudia López, borgarstjóri Bogotá, segir þá að minnst 248 borgarar hefðu særst í mótmælunum. Þar af hefðu 58 orðið fyrir skoti. Yfir 100 lögreglumenn hefðu þá einnig slasast. Hundruð mótmælenda tókust í dag á við lögregluna fyrir utan lögreglustöðina sem Ordóñez var færður á í kjölfar handtöku hans. Alls var ráðist að 40 lögreglustöðvum í borginni og 17 brenndar niður. Kólumbía Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Minnst sjö hafa látist í mótmælum í Bogotá, höfuðborg Kólumbíu, mótmælin hófust eftir að karlmaður á fimmtugsaldri lést eftir að lögreglumenn handtóku hann, héldu honum í jörðinni og beittu ítrekað á hann rafbyssu. Myndband sem sýnir handtökuna hefur farið í dreifingu á netinu. Þar sést hinn 46 ára gamli lögfræðingur Javier Ordóñez biðja lögreglumennina sem handtóku hann um að hætta að halda honum í jörðinni og sagðist hann vera að kafna. Ordóñez er sagður hafa verið handtekinn fyrir að hafa brotið gegn reglum um samkomubann í Kólumbíu, þar sem sat að sumbli með vinum sínum. Eftir handtökuna var hann færður á lögreglustöð áður en honum var komið á spítala, þar sem hann lést. Meðferð lögreglunnar á Ordóñez hefur vakið mikla reiði og hefur fólk þyrpst út á götur höfuðborgarinnar til að mótmæla. Sjö hafa látíst í mótmælunum, en breska ríkisútvarpið hefur eftir Carlos Holmes Trujillo, varnarmálaráðherra Kólumbíu, að fimm þeirra hefðu verið skotin til bana. Þá sagði hann verðlaun í boði fyrir þau sem gætu stigið fram með upplýsingar sem leiddu til handtöku þeirra sem frömdu morðin. Hann sagði einnig að 1.600 lögreglumenn yrðu sendir til Bogotá annars staðar frá til þess að bregðast við ófriðinum. Claudia López, borgarstjóri Bogotá, segir þá að minnst 248 borgarar hefðu særst í mótmælunum. Þar af hefðu 58 orðið fyrir skoti. Yfir 100 lögreglumenn hefðu þá einnig slasast. Hundruð mótmælenda tókust í dag á við lögregluna fyrir utan lögreglustöðina sem Ordóñez var færður á í kjölfar handtöku hans. Alls var ráðist að 40 lögreglustöðvum í borginni og 17 brenndar niður.
Kólumbía Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira