Hazard var ekki í formi til að spila á móti Íslandi: Mætti aftur of þungur til Real Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 16:00 Eden Hazard lék bara 16 af 38 deildarleikjum Real Madrid á síðasta tímabili. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Spænskir fjölmiðlar hneykslast nú á ástandinu á belgíska knattspyrnumanninum Eden Hazard eftir að hann mætti annað árið of þungur til æfinga hjá Real Madrid. Eden Hazard var í belgíska landsliðshópnum í Þjóðadeildinni en spilaði ekki eina mínútu á móti Danmörku eða Íslandi. Það var mikið gert úr því í fyrra þegar Eden Hazard mætti alltof þungur til æfinga hjá Real Madrid en spænska stórliðið hafði þá borgað Chelsea meira en hundrað milljónir evra fyrir hann. Kaupverðið gæti hækkað upp í 146 milljónir evra sem myndi gera Hazard að dýrasta leikmanninum í sögu félagsins. 2019: Arrives at Real Madrid 5kg overweight 2020: Returns for pre-season training out of shape Eden Hazard skrifaði líka undir fimm ára samning með laun upp á um 400 þúsund pund á viku eða um 70 milljónir í íslenskum krónum. Eden Hazard átti að fylla í skarð Cristiano Ronaldo og eftir að hafa séð Ronaldo í ótrúlegu formi öll árin sín hjá Real Madrid þá fengu margir sjokk þegar Eden Hazard mætti á Bernabeu. Eden Hazard viðurkenndi það fyrir ári síðan að hann væri að gera vel sig í fríinu. „Þegar ég er í fríi þá er ég í frí. Ég bætti á mig fimm kílóum en ég er sá sem bæti fljótt á mig en næ líka kílóunum fljótt af mér aftur,“ sagði Eden Hazard þá í viðtali við L’Equipe. Eden Hazard náði sér aldrei almennilega á strik á sínu fyrsta ári. Fyrst þurfti hann að koma sér aftur í form og svo glímdi hann við meiðsli. Jafnvel einhver tengsl þar á milli. Hann skoraði bara eitt mark í 22 leikjum í deild og Meistaradeild sem eru ekki tölur sem þú borgar meira en sextán milljarða íslenskra króna fyrir. Eftir alla gagnrýnina í fyrra þá bjuggust nú flestir við því að Eden Hazard myndi læra af reynslunni og sýna meiri metnað í þessu sumarfrí. Annað hefur þó komið á daginn. Spænski fjölmiðillinn ABC slær því upp að Eden Hazard sé að endurtaka leikinn í ár. Hann mætti alltof þungur annað árið í röð. Worrying statement from Belgium's head coach.Do you think Hazard will be fit for the start of the new season? https://t.co/fwXIWhLhMo— Infinite Madrid (@InfiniteMadrid) September 10, 2020 Hinn 29 ára gamli Hazard er ekki að verða yngri og að sjálfsögðu var Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, mjög ósáttur með formið á kappanum. Zidane var ekki sá eini. Ástæðan fyrir að Hazard spilaði ekki mínútu á móti Íslandi eða Danmörku var að landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez taldi hann ekki vera í nógu góðu formi til að spila fyrir belgíska landsliðið. Eden Hazard kom samt til móts við landsliðshópinn í staðinn fyrir að reyna að bæta formið hjá Real Madrid. Real Madrid hefði að sjálfsögðu viljað sjá hann hlaupa af sér kílóin á móti Íslandi í stað þess að sitja á bekknum. Annað árið í röð verður því örugglega lítið að frétta af Eden Hazard í byrjun tímabilsins hjá Real Madrid. Á meðan er Chelsea að kaupa marga af efnilegustu leikmönnum Evrópu fyrir peninga sem Lundúnaliðið fékk fyrir Hazard. Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira
Spænskir fjölmiðlar hneykslast nú á ástandinu á belgíska knattspyrnumanninum Eden Hazard eftir að hann mætti annað árið of þungur til æfinga hjá Real Madrid. Eden Hazard var í belgíska landsliðshópnum í Þjóðadeildinni en spilaði ekki eina mínútu á móti Danmörku eða Íslandi. Það var mikið gert úr því í fyrra þegar Eden Hazard mætti alltof þungur til æfinga hjá Real Madrid en spænska stórliðið hafði þá borgað Chelsea meira en hundrað milljónir evra fyrir hann. Kaupverðið gæti hækkað upp í 146 milljónir evra sem myndi gera Hazard að dýrasta leikmanninum í sögu félagsins. 2019: Arrives at Real Madrid 5kg overweight 2020: Returns for pre-season training out of shape Eden Hazard skrifaði líka undir fimm ára samning með laun upp á um 400 þúsund pund á viku eða um 70 milljónir í íslenskum krónum. Eden Hazard átti að fylla í skarð Cristiano Ronaldo og eftir að hafa séð Ronaldo í ótrúlegu formi öll árin sín hjá Real Madrid þá fengu margir sjokk þegar Eden Hazard mætti á Bernabeu. Eden Hazard viðurkenndi það fyrir ári síðan að hann væri að gera vel sig í fríinu. „Þegar ég er í fríi þá er ég í frí. Ég bætti á mig fimm kílóum en ég er sá sem bæti fljótt á mig en næ líka kílóunum fljótt af mér aftur,“ sagði Eden Hazard þá í viðtali við L’Equipe. Eden Hazard náði sér aldrei almennilega á strik á sínu fyrsta ári. Fyrst þurfti hann að koma sér aftur í form og svo glímdi hann við meiðsli. Jafnvel einhver tengsl þar á milli. Hann skoraði bara eitt mark í 22 leikjum í deild og Meistaradeild sem eru ekki tölur sem þú borgar meira en sextán milljarða íslenskra króna fyrir. Eftir alla gagnrýnina í fyrra þá bjuggust nú flestir við því að Eden Hazard myndi læra af reynslunni og sýna meiri metnað í þessu sumarfrí. Annað hefur þó komið á daginn. Spænski fjölmiðillinn ABC slær því upp að Eden Hazard sé að endurtaka leikinn í ár. Hann mætti alltof þungur annað árið í röð. Worrying statement from Belgium's head coach.Do you think Hazard will be fit for the start of the new season? https://t.co/fwXIWhLhMo— Infinite Madrid (@InfiniteMadrid) September 10, 2020 Hinn 29 ára gamli Hazard er ekki að verða yngri og að sjálfsögðu var Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, mjög ósáttur með formið á kappanum. Zidane var ekki sá eini. Ástæðan fyrir að Hazard spilaði ekki mínútu á móti Íslandi eða Danmörku var að landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez taldi hann ekki vera í nógu góðu formi til að spila fyrir belgíska landsliðið. Eden Hazard kom samt til móts við landsliðshópinn í staðinn fyrir að reyna að bæta formið hjá Real Madrid. Real Madrid hefði að sjálfsögðu viljað sjá hann hlaupa af sér kílóin á móti Íslandi í stað þess að sitja á bekknum. Annað árið í röð verður því örugglega lítið að frétta af Eden Hazard í byrjun tímabilsins hjá Real Madrid. Á meðan er Chelsea að kaupa marga af efnilegustu leikmönnum Evrópu fyrir peninga sem Lundúnaliðið fékk fyrir Hazard.
Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira