Lagði til óbreytt fyrirkomulag á landamærum til 6. október Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2020 11:50 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir kynnti tillögur að breytingum á kórónuveiruaðgerðum stjórnvalda á ríkisstjórnarfundi í morgun. Annars vegar minnisblað þess efnis að ráðstafanir á landamærum yrðu óbreyttar til 6. október næstkomandi og hins vegar styttingu á sóttkví. Núverandi fyrirkomulag á landamærum hefur verið í gildi síðan 19. ágúst. Allir farþegar sem koma hingað til lands frá útlöndum hafa síðan þá þurft að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærum og svo að lokinni fjögurra til fimm daga sóttkví. Með tillögum heilbrigðisráðherra verður þessu haldið áfram í minnst þrjár vikur til viðbótar. Hinn tillagan sem heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun snýr að styttingu á sóttkví. Með henni verður fólki sem þarf að fara í sóttkví gefinn kostur á að fara í sýnatöku eftir sjö daga. Reynist sýnið neikvætt fyrir kórónuveirunni getur viðkomandi lokið sóttkvínni í stað þess að klára viku til viðbótar, líkt og núverandi fyrirkomulag kveður á um. Um er að ræða tillögu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kynnti á upplýsingafundi vegna veirunnar nú í vikunni. Svandís sagði í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun að aðgerðirnar sem beitt hefur verið á landamærum hafi sýnt árangur. Hún teldi að það yrði íbúum landsins ánægjulegt að njóta tilslakana á innanlandsaðgerðum með því að halda fyrirkomulaginu á landamærum óbreyttu. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekkert innanlandssmit í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Á landamærunum greindist eitt smit og er þar beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar. 11. september 2020 11:03 Frakkar undirbúa hertari aðgerðir eftir metfjölda smita Frakkar eru nú með í undirbúningi að herða mjög á sóttvarnarreglum sínum í ljósi þess að kórónuveirusmitum hefur farið mjög fjölgandi upp á síðkastið. 11. september 2020 08:09 Veiran sem virðist komin til að vera Ríflega hálft ár er liðið frá því að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 greindist hér á landi þann 28. febrúar. 9. september 2020 07:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir kynnti tillögur að breytingum á kórónuveiruaðgerðum stjórnvalda á ríkisstjórnarfundi í morgun. Annars vegar minnisblað þess efnis að ráðstafanir á landamærum yrðu óbreyttar til 6. október næstkomandi og hins vegar styttingu á sóttkví. Núverandi fyrirkomulag á landamærum hefur verið í gildi síðan 19. ágúst. Allir farþegar sem koma hingað til lands frá útlöndum hafa síðan þá þurft að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærum og svo að lokinni fjögurra til fimm daga sóttkví. Með tillögum heilbrigðisráðherra verður þessu haldið áfram í minnst þrjár vikur til viðbótar. Hinn tillagan sem heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun snýr að styttingu á sóttkví. Með henni verður fólki sem þarf að fara í sóttkví gefinn kostur á að fara í sýnatöku eftir sjö daga. Reynist sýnið neikvætt fyrir kórónuveirunni getur viðkomandi lokið sóttkvínni í stað þess að klára viku til viðbótar, líkt og núverandi fyrirkomulag kveður á um. Um er að ræða tillögu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kynnti á upplýsingafundi vegna veirunnar nú í vikunni. Svandís sagði í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun að aðgerðirnar sem beitt hefur verið á landamærum hafi sýnt árangur. Hún teldi að það yrði íbúum landsins ánægjulegt að njóta tilslakana á innanlandsaðgerðum með því að halda fyrirkomulaginu á landamærum óbreyttu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekkert innanlandssmit í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Á landamærunum greindist eitt smit og er þar beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar. 11. september 2020 11:03 Frakkar undirbúa hertari aðgerðir eftir metfjölda smita Frakkar eru nú með í undirbúningi að herða mjög á sóttvarnarreglum sínum í ljósi þess að kórónuveirusmitum hefur farið mjög fjölgandi upp á síðkastið. 11. september 2020 08:09 Veiran sem virðist komin til að vera Ríflega hálft ár er liðið frá því að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 greindist hér á landi þann 28. febrúar. 9. september 2020 07:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ekkert innanlandssmit í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Á landamærunum greindist eitt smit og er þar beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar. 11. september 2020 11:03
Frakkar undirbúa hertari aðgerðir eftir metfjölda smita Frakkar eru nú með í undirbúningi að herða mjög á sóttvarnarreglum sínum í ljósi þess að kórónuveirusmitum hefur farið mjög fjölgandi upp á síðkastið. 11. september 2020 08:09
Veiran sem virðist komin til að vera Ríflega hálft ár er liðið frá því að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 greindist hér á landi þann 28. febrúar. 9. september 2020 07:00