Topp 5 með Inga Bauer hefst í kvöld: Sjáðu fyrsta þáttinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2020 14:00 Í hverjum þætti af Topp 5 fer Ingi Bauer yfir viðfangsefni tengd rafíþróttum. vísir/stöð 2 esport Þáttaröðin Topp 5 hefur göngu sína á Stöð 2 eSport klukkan 20:00 í kvöld. Þættirnir eru tíu talsins en í þeim verður farið yfir topp 5 viðfangsefni sem tengjast tölvuleikjum. Þáttastjórnandi er Ingi Bauer. „Við tókum tíu viðfangsefni sem ég hafði áhuga á í sambandi við rafíþróttir. Einn þátturinn fjallar t.d. um topp 5 tekjuhæstu leiki sögunnar, annar um topp 5 áhrifamestu konur í rafíþróttum sem er geggjaður þáttur. Þetta er skemmtiþáttur sem er gaman að horfa á,“ sagði Ingi í samtali við Vísi í dag. En hvaðan er hugmyndin að þáttaröðinni komin? „Hún er unnin í samstarfi við Skjáskot. Þeir komu til mín með þessa pælingu og svo unnum við hana saman í framhaldinu,“ sagði Ingi sem hefur spilað tölvuleiki lengi. „Ég hef alltaf haft áhuga á tölvuleikjum og oft streymt þeim en aldrei verið bestur í þeim. Áhugasviðið mitt liggur meira þarna og það var ógeðslega gaman að geta búið til svona þætti.“ Ingi kveðst spenntur fyrir þáttunum og vonast til að þeir mælist vel fyrir. „Ég er allavega mjög spenntur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er einn í sjónvarpsþætti. Þannig að það er skemmtilegt. En ekki að ég hafi ætlað að vera sjónvarpsmaður,“ sagði Ingi léttur að lokum. Hér fyrir neðan má sjá fyrsta þáttinn af Topp 5. Þar yfir Ingi yfir topp 5 stærstu kortin í tölvuleikjum. Klippa: Topp 5 með Inga Bauer - 1. þáttur Rafíþróttir Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Þáttaröðin Topp 5 hefur göngu sína á Stöð 2 eSport klukkan 20:00 í kvöld. Þættirnir eru tíu talsins en í þeim verður farið yfir topp 5 viðfangsefni sem tengjast tölvuleikjum. Þáttastjórnandi er Ingi Bauer. „Við tókum tíu viðfangsefni sem ég hafði áhuga á í sambandi við rafíþróttir. Einn þátturinn fjallar t.d. um topp 5 tekjuhæstu leiki sögunnar, annar um topp 5 áhrifamestu konur í rafíþróttum sem er geggjaður þáttur. Þetta er skemmtiþáttur sem er gaman að horfa á,“ sagði Ingi í samtali við Vísi í dag. En hvaðan er hugmyndin að þáttaröðinni komin? „Hún er unnin í samstarfi við Skjáskot. Þeir komu til mín með þessa pælingu og svo unnum við hana saman í framhaldinu,“ sagði Ingi sem hefur spilað tölvuleiki lengi. „Ég hef alltaf haft áhuga á tölvuleikjum og oft streymt þeim en aldrei verið bestur í þeim. Áhugasviðið mitt liggur meira þarna og það var ógeðslega gaman að geta búið til svona þætti.“ Ingi kveðst spenntur fyrir þáttunum og vonast til að þeir mælist vel fyrir. „Ég er allavega mjög spenntur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er einn í sjónvarpsþætti. Þannig að það er skemmtilegt. En ekki að ég hafi ætlað að vera sjónvarpsmaður,“ sagði Ingi léttur að lokum. Hér fyrir neðan má sjá fyrsta þáttinn af Topp 5. Þar yfir Ingi yfir topp 5 stærstu kortin í tölvuleikjum. Klippa: Topp 5 með Inga Bauer - 1. þáttur
Rafíþróttir Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira