Enginn banki sér hag í að opna útibú í Hveragerði Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2020 14:41 Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur lýst yfir vonbrigðum með viðbrögð bankanna. Enginn viðskiptabankanna sér sér hag í að opna útibú í Hveragerði, en ekki er rekið neitt bankaútibú í bænum eftir að Arion banki lokaði sínu síðasta vor. Frá þessu segir í fundargerð bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, en RÚV sagði fyrst frá málinu. Bæjarstjórn leitaði eftir upplýsingum um hvaða þjónustu Arion, Íslandsbanki og Landsbanki væru tilbúin til að veita íbúum í Hveragerði. Sömuleiðis var óskað tilboða í helstu viðskipti Hveragerðisbæjar. „Það eru bæjarstjórn mikil vonbrigði að enginn af þessum bönkum skuli sjá hag sinn í því að opna útibú hér í Hveragerði, í bæjarfélagi sem telur um 2.750 íbúa auk mikils fjölda innlendra jafnt sem erlendra ferðamanna sem hér dvelja til lengri eða skemmri tíma,“ segir í fundargerðinni. Sérkennilegt að hafa útibú hlið við hlið á Selfossi Bæjarstjórn telur það sérkennilegt að sjá að allir bankarnir telji „nauðsynlegt að hafa útibú, svo til hlið við hlið, á Selfossi“. Á sama tíma sé íbúum Hveragerðisbæjar sagt að engin nauðsyn sé á útibúi þar enda hægt að sinna öllum viðskiptum við banka rafrænt. Áfram í viðskiptum við Arion banka Bæjarstjórn segir þá staðreynd ætti gera það mögulegt að útibúum bankanna væri dreift jafnar í þéttbýliskjarna svæðisins en nú sé gert. Arion banki lokaði útibúi sínu í þessu húsi í maí.Vísir/Atli „Hinn stafræni heimur virkar ekki bara á einn veg hann getur hæglega virkað til dreifingar þjónustu vítt og breitt um landsbyggðina standi raunverulegur hugur til þess. Í ljósi þeirra tilboða sem hér eru lögð fram mun bæjarstjórn semja um áframhaldandi bankaviðskipti við Arion banka sem býður hagstæðustu viðskiptakjörin fyrir Hveragerðisbæ og jafnframt örlitla þjónustu við íbúa bæjarins i formi innlagnarhraðbanka sem aðgengilegur verður allan sólarhringinn, viðveru og þjónustu vikulega við umræddan hraðbanka auk kennslu og aðstoð við íbúa á Dvalarheimilinu Ási í notkun á stafrænni þjónustu,“ segir í fundargerðinni. Hveragerði Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Gott og hreinskiptið samtal“ sneri ekki ákvörðun Arion Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segist hafa átt „mjög gott og hreinskiptið“ samtal við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka. Það dugði þó ekki til þess að halda lífi í útibúi bankans í bænum. 29. maí 2020 07:00 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Enginn viðskiptabankanna sér sér hag í að opna útibú í Hveragerði, en ekki er rekið neitt bankaútibú í bænum eftir að Arion banki lokaði sínu síðasta vor. Frá þessu segir í fundargerð bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, en RÚV sagði fyrst frá málinu. Bæjarstjórn leitaði eftir upplýsingum um hvaða þjónustu Arion, Íslandsbanki og Landsbanki væru tilbúin til að veita íbúum í Hveragerði. Sömuleiðis var óskað tilboða í helstu viðskipti Hveragerðisbæjar. „Það eru bæjarstjórn mikil vonbrigði að enginn af þessum bönkum skuli sjá hag sinn í því að opna útibú hér í Hveragerði, í bæjarfélagi sem telur um 2.750 íbúa auk mikils fjölda innlendra jafnt sem erlendra ferðamanna sem hér dvelja til lengri eða skemmri tíma,“ segir í fundargerðinni. Sérkennilegt að hafa útibú hlið við hlið á Selfossi Bæjarstjórn telur það sérkennilegt að sjá að allir bankarnir telji „nauðsynlegt að hafa útibú, svo til hlið við hlið, á Selfossi“. Á sama tíma sé íbúum Hveragerðisbæjar sagt að engin nauðsyn sé á útibúi þar enda hægt að sinna öllum viðskiptum við banka rafrænt. Áfram í viðskiptum við Arion banka Bæjarstjórn segir þá staðreynd ætti gera það mögulegt að útibúum bankanna væri dreift jafnar í þéttbýliskjarna svæðisins en nú sé gert. Arion banki lokaði útibúi sínu í þessu húsi í maí.Vísir/Atli „Hinn stafræni heimur virkar ekki bara á einn veg hann getur hæglega virkað til dreifingar þjónustu vítt og breitt um landsbyggðina standi raunverulegur hugur til þess. Í ljósi þeirra tilboða sem hér eru lögð fram mun bæjarstjórn semja um áframhaldandi bankaviðskipti við Arion banka sem býður hagstæðustu viðskiptakjörin fyrir Hveragerðisbæ og jafnframt örlitla þjónustu við íbúa bæjarins i formi innlagnarhraðbanka sem aðgengilegur verður allan sólarhringinn, viðveru og þjónustu vikulega við umræddan hraðbanka auk kennslu og aðstoð við íbúa á Dvalarheimilinu Ási í notkun á stafrænni þjónustu,“ segir í fundargerðinni.
Hveragerði Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Gott og hreinskiptið samtal“ sneri ekki ákvörðun Arion Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segist hafa átt „mjög gott og hreinskiptið“ samtal við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka. Það dugði þó ekki til þess að halda lífi í útibúi bankans í bænum. 29. maí 2020 07:00 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
„Gott og hreinskiptið samtal“ sneri ekki ákvörðun Arion Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segist hafa átt „mjög gott og hreinskiptið“ samtal við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka. Það dugði þó ekki til þess að halda lífi í útibúi bankans í bænum. 29. maí 2020 07:00