Þurfti að taka börn úr skólunum vegna mygluveikinda: Búið að loka einni byggingu Barnaskólans í Reykjavík Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. september 2020 19:00 Foreldrar barna í skólum Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð hafa þurft að taka börnin sín úr skólunum vegna mygluveikinda. Eitt foreldrið íhugar málsókn. Einni byggingu skólans var lokað í sumar og vinnur verkfræðistofa nú að úttekt. Gréta Ósk Óskarsdóttir og fjölskylda höfðu náð bata eftir mygluveikindi en eftir að börnin hennar tvö byrjuðu á leikskóla Hjallastefnunnar Öskju í Öskjuhlíð, fóru einkenninn að gera vart við sig á ný. „Það var erfitt fyrir þau að vera í fötum, börnin voru að væla, það er roði í kynnum, þreyta og illt í maganaum," segir Gréta Ósk. Einkenni eldra barnsins hafi snarversnað þegar það fór yfir í Barnaskólann í fyrra, en skólinn er við hlið leikskólans. Leikskólinn Askja og Barnaskólinn í Reykjavík eru í ÖskjuhlíðVÍSIR „Það eru þrenn önnur hjón sem hafa haft miklar áhyggjur og tveir starfsmenn sem hafa þurft frá að hverfa vegna veikinda,“ segir Gréta sem hefur verið í sambandi við aðra foreldra vegna málsins. „Við upplifðum marga leka bara á tveimur og hálfu ári , þá lak trekk í trekk og margar viðgerðir sem þurfti að gera. Þá var viðurinn orðinn svartur af rakaskemmdum," segir Gréta Ósk. Eftir ítrekaðar óskir um úrbætur og aðkomu sérfræðinga segist Gréta hafa verið tilneydd til að taka börnin sín úr skólunum í vor og íhugar nú málsókn. Fleiri foreldrar hafa tekið börn sín úr skólanum. Lítið hafi verið hlustað á áhyggjuraddir. „Þau hafa verið í afneitun og að fela. Gerðu það minnsta sem hægt var að gera og komast upp með og ég tók saman allar sögur og allar frásagnir og sendi til framkvæmdastýru,“ segir Gréta. Þórdís Inga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að hlustað hafi verið á foreldraVISIR Þórdís Inga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að hlustað hafi verið á foreldra. „Þegar það kom upp grunur þá var ég í sambandi við foreldra og við sammæltust um það að fá fyrirtæki til að taka út loftgæði í húsunum og það kemur niðurstaða í mars um að loftgæðin hafi verið í lagi. Þau voru ekki sátt við þá niðurstöðu þannig eftir að Covid lauk þá ákváðum við að opna skólann og opnuðum miðrýmið í sumar og sáum að þetta var ekki í lagi,“ segir Þórdís. Þar sem ástandið hafi verið slæmt var byggingunni um leið lokað. Þá hafi verkfræðistofan Efla verið fengin til að gera úttekt á skólanum nú í haust. Sú úttekt er nú hafin samkvæmt upplýsingum frá Eflu. „Það er einlæg ósk mín og von að foreldrar upplifi það við séum að taka þetta gríðarlega alvarlega því mygla er gríðarlega alvarleg,“ segir Þórdís Inga. Gréta segir að foreldrar barna í skólanum hafi aldrei verið látnir vita af vandamálinu. „Þarna var aldrei talað við foreldra eða aldrei talað við starfsfólkið og það er ekki ennþá búið að gera það. Þetta er langt og ljótt mál og við höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessa frábæru stefnu,“ segir Gréta. „Það að þegar við fáum niðurstöðu frá fyrirtæki um að þetta sé í lagi og svo kemur í ljós að þetta var kannski ekki alveg í lagi að þá skil ég vel foreldra að líða ekki vel með stöðuna og mér finnst það bara hræðilega leiðinlegt,“ segir Þórdís Inga. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Foreldrar barna í skólum Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð hafa þurft að taka börnin sín úr skólunum vegna mygluveikinda. Eitt foreldrið íhugar málsókn. Einni byggingu skólans var lokað í sumar og vinnur verkfræðistofa nú að úttekt. Gréta Ósk Óskarsdóttir og fjölskylda höfðu náð bata eftir mygluveikindi en eftir að börnin hennar tvö byrjuðu á leikskóla Hjallastefnunnar Öskju í Öskjuhlíð, fóru einkenninn að gera vart við sig á ný. „Það var erfitt fyrir þau að vera í fötum, börnin voru að væla, það er roði í kynnum, þreyta og illt í maganaum," segir Gréta Ósk. Einkenni eldra barnsins hafi snarversnað þegar það fór yfir í Barnaskólann í fyrra, en skólinn er við hlið leikskólans. Leikskólinn Askja og Barnaskólinn í Reykjavík eru í ÖskjuhlíðVÍSIR „Það eru þrenn önnur hjón sem hafa haft miklar áhyggjur og tveir starfsmenn sem hafa þurft frá að hverfa vegna veikinda,“ segir Gréta sem hefur verið í sambandi við aðra foreldra vegna málsins. „Við upplifðum marga leka bara á tveimur og hálfu ári , þá lak trekk í trekk og margar viðgerðir sem þurfti að gera. Þá var viðurinn orðinn svartur af rakaskemmdum," segir Gréta Ósk. Eftir ítrekaðar óskir um úrbætur og aðkomu sérfræðinga segist Gréta hafa verið tilneydd til að taka börnin sín úr skólunum í vor og íhugar nú málsókn. Fleiri foreldrar hafa tekið börn sín úr skólanum. Lítið hafi verið hlustað á áhyggjuraddir. „Þau hafa verið í afneitun og að fela. Gerðu það minnsta sem hægt var að gera og komast upp með og ég tók saman allar sögur og allar frásagnir og sendi til framkvæmdastýru,“ segir Gréta. Þórdís Inga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að hlustað hafi verið á foreldraVISIR Þórdís Inga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að hlustað hafi verið á foreldra. „Þegar það kom upp grunur þá var ég í sambandi við foreldra og við sammæltust um það að fá fyrirtæki til að taka út loftgæði í húsunum og það kemur niðurstaða í mars um að loftgæðin hafi verið í lagi. Þau voru ekki sátt við þá niðurstöðu þannig eftir að Covid lauk þá ákváðum við að opna skólann og opnuðum miðrýmið í sumar og sáum að þetta var ekki í lagi,“ segir Þórdís. Þar sem ástandið hafi verið slæmt var byggingunni um leið lokað. Þá hafi verkfræðistofan Efla verið fengin til að gera úttekt á skólanum nú í haust. Sú úttekt er nú hafin samkvæmt upplýsingum frá Eflu. „Það er einlæg ósk mín og von að foreldrar upplifi það við séum að taka þetta gríðarlega alvarlega því mygla er gríðarlega alvarleg,“ segir Þórdís Inga. Gréta segir að foreldrar barna í skólanum hafi aldrei verið látnir vita af vandamálinu. „Þarna var aldrei talað við foreldra eða aldrei talað við starfsfólkið og það er ekki ennþá búið að gera það. Þetta er langt og ljótt mál og við höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessa frábæru stefnu,“ segir Gréta. „Það að þegar við fáum niðurstöðu frá fyrirtæki um að þetta sé í lagi og svo kemur í ljós að þetta var kannski ekki alveg í lagi að þá skil ég vel foreldra að líða ekki vel með stöðuna og mér finnst það bara hræðilega leiðinlegt,“ segir Þórdís Inga.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira