Fjarlægðu styttu af Suðurríkjahermanni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2020 08:43 Hér má sjá þegar styttan var fjarlægð. John McDonnell/Washington Post via Getty Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. Styttan hafði staðið fyrir utan dómshús Albemarle-sýslu í yfir 100 ár. Fjöldi fólks fagnaði þegar styttan, sem ber heitið „At Ready“ eða „Í viðbragðsstöðu,“ var tekin niður með hjálp krana. Víða um heim hefur orðið háværari sú krafa undanfarið að styttur og önnur minnismerki um hörmungar í mannkynssögunni verði teknar niður. Þá hafa bandarísk minnismerki um Suðurríkin, sem börðust fyrir þrælahaldi á Þrælastríðinu 1861-1865 verið ítrekað hluti af þeirri umræðu. Þó hafa hugmyndir sem þessar, að fjarlægja styttur og minnismerki um liðna tíma, ekki fallið í kramið hjá öllum. Til að mynda hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti harðneitað að íhuga að breyta nöfnum bandarískra herstöðva sem heita eftir hershöfðingjum Suðurríkjanna. Styttan í Charlottesville hafði staðið síðan 1909. Hún var því reist rúmum 40 árum eftir að Þrælastríðinu lauk. Yfirvöld Albemarle-sýslu tóku í ágúst ákvörðun um að styttan yrði að fara, en hún er sú fyrsta til að vera fjarlægð á grundvelli nýrra laga í Virginíu sem kveða á um að fjarlægja skuli minnisvarða um þrælastríðið. Þrjú ár frá samkomu hvítra þjóðernissinna Charlottesville komst í heimsfréttirnar í ágúst árið 2017 þegar stærsta samkoma hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum í áratugi var haldin þar. Tilefnið var fyrirætlanir um að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, þekktasta hershöfðingja Suðurríkjanna. Nýnasistinn James Alex Fields Jr. var á meðal þeirra sem sóttu viðburðinn, en hann drap hina 32 ára gömlu Heather Heyer og særði tugi annarra þegar hann ók bifreið sinni inn í hóp mótmælenda sem voru andsnúnir málflutningi hvítu þjóðernissinnanna. Bandaríkin Donald Trump Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Rifu niður styttu af fyrsta forsætisráðherranum Mótmælendur í borginni Montreal í Kanada felldu í gær styttu af Sir John A. Macdonald, fyrsta forsætisráðherra landsins. 30. ágúst 2020 11:38 Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21 Vilja Suðurríkjastytturnar burt úr þinghúsinu Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að styttur af suðurríkjaleiðtogum á borð við Robert E. Lee verði fjarlægðar úr þinghúsinu. 22. júlí 2020 23:56 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. Styttan hafði staðið fyrir utan dómshús Albemarle-sýslu í yfir 100 ár. Fjöldi fólks fagnaði þegar styttan, sem ber heitið „At Ready“ eða „Í viðbragðsstöðu,“ var tekin niður með hjálp krana. Víða um heim hefur orðið háværari sú krafa undanfarið að styttur og önnur minnismerki um hörmungar í mannkynssögunni verði teknar niður. Þá hafa bandarísk minnismerki um Suðurríkin, sem börðust fyrir þrælahaldi á Þrælastríðinu 1861-1865 verið ítrekað hluti af þeirri umræðu. Þó hafa hugmyndir sem þessar, að fjarlægja styttur og minnismerki um liðna tíma, ekki fallið í kramið hjá öllum. Til að mynda hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti harðneitað að íhuga að breyta nöfnum bandarískra herstöðva sem heita eftir hershöfðingjum Suðurríkjanna. Styttan í Charlottesville hafði staðið síðan 1909. Hún var því reist rúmum 40 árum eftir að Þrælastríðinu lauk. Yfirvöld Albemarle-sýslu tóku í ágúst ákvörðun um að styttan yrði að fara, en hún er sú fyrsta til að vera fjarlægð á grundvelli nýrra laga í Virginíu sem kveða á um að fjarlægja skuli minnisvarða um þrælastríðið. Þrjú ár frá samkomu hvítra þjóðernissinna Charlottesville komst í heimsfréttirnar í ágúst árið 2017 þegar stærsta samkoma hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum í áratugi var haldin þar. Tilefnið var fyrirætlanir um að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, þekktasta hershöfðingja Suðurríkjanna. Nýnasistinn James Alex Fields Jr. var á meðal þeirra sem sóttu viðburðinn, en hann drap hina 32 ára gömlu Heather Heyer og særði tugi annarra þegar hann ók bifreið sinni inn í hóp mótmælenda sem voru andsnúnir málflutningi hvítu þjóðernissinnanna.
Bandaríkin Donald Trump Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Rifu niður styttu af fyrsta forsætisráðherranum Mótmælendur í borginni Montreal í Kanada felldu í gær styttu af Sir John A. Macdonald, fyrsta forsætisráðherra landsins. 30. ágúst 2020 11:38 Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21 Vilja Suðurríkjastytturnar burt úr þinghúsinu Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að styttur af suðurríkjaleiðtogum á borð við Robert E. Lee verði fjarlægðar úr þinghúsinu. 22. júlí 2020 23:56 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Rifu niður styttu af fyrsta forsætisráðherranum Mótmælendur í borginni Montreal í Kanada felldu í gær styttu af Sir John A. Macdonald, fyrsta forsætisráðherra landsins. 30. ágúst 2020 11:38
Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21
Vilja Suðurríkjastytturnar burt úr þinghúsinu Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að styttur af suðurríkjaleiðtogum á borð við Robert E. Lee verði fjarlægðar úr þinghúsinu. 22. júlí 2020 23:56