Stuðningsmenn Pútíns vinna stórsigur í sveitarstjórnarkosningum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. september 2020 23:00 Stuðningsmenn Pútíns hafa unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningum í fjölda sambandsríkja Rússlands. Stjórnarandstæðingar virðast hins vegar hafa bætt við sig sætum í fjölda sveitartjórna í Síberíu. EPA-EFE/MICHAEL KLIMENTYEV Stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland hefur unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningum þar í landi. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar haft yfirhöndina í sveitarstjórnarkosningum í Síberíu. Vel hefur verið fylgst með kosningunum en Rússar hafa undanfarið lýst yfir mikilli óánægju með Vladimir Pútín Rússlandsforseta vegna lágra launa og viðbragða við kórónuveirufaraldrinum. Þá eru aðeins nokkrar vikur liðnar síðan eitrað var fyrir Alexei Navalny, helsta andstæðingi Rússlandsstjórnar. Navalny hefur hvatt Rússa til að kjósa taktískt til þess að klekkja á Sameinuðu Rússlandi og stutt fjölda frambjóðenda sem hafa boðið sig fram í borgarstjórnir í Síberíu. Fyrstu tölur sýna að stjórnmálamenn sem styðja ríkisstjórnina, sem styður Pútín, hafi unnið stórsigur í ríkjunum Komi, Tatarstan, Kamchatka og tugum annarra. Margir þeirra eiga von á því að verða ríkisstjórar en enn er verið að telja atkvæði. Stuðningsmenn Navalny hafa hins vegar unnið sigur í borginni Novosibirsk, þriðju stærstu borg Rússlands, og háskólabænum Tomsk þar sem Sameinað Rússland virðist hafa misst meirihluta. „Fólk er orðið þreytt á yfirvöldum. Þú getur ekki setið á valdastóli í tuttugu ár, stolið endalaust, gert allt sem þú hefur gert og ekki verið refsað,“ sagði Ksenia Fadeyeva, sem vann sæti í bæjarstjórn Tomsk. Í Tomsk virðist Sameinað Rússland aðeins hafa unnið 12 af 37 sætum í bæjarstjórn. Tatiana Doroshenko, kjörstjóri í Tomsk, segist ekki muna eftir því að Sameinuðu Rússlandi hafi gengið svo illa í kosningum á þeim fimmtán árum sem hún hefur setið sem formaður í kjörstjórn Tomsk. Rússland Tengdar fréttir Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50 Navalní vaknaður úr dáinu Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái. 7. september 2020 14:05 Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. 4. september 2020 18:05 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjá meira
Stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland hefur unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningum þar í landi. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar haft yfirhöndina í sveitarstjórnarkosningum í Síberíu. Vel hefur verið fylgst með kosningunum en Rússar hafa undanfarið lýst yfir mikilli óánægju með Vladimir Pútín Rússlandsforseta vegna lágra launa og viðbragða við kórónuveirufaraldrinum. Þá eru aðeins nokkrar vikur liðnar síðan eitrað var fyrir Alexei Navalny, helsta andstæðingi Rússlandsstjórnar. Navalny hefur hvatt Rússa til að kjósa taktískt til þess að klekkja á Sameinuðu Rússlandi og stutt fjölda frambjóðenda sem hafa boðið sig fram í borgarstjórnir í Síberíu. Fyrstu tölur sýna að stjórnmálamenn sem styðja ríkisstjórnina, sem styður Pútín, hafi unnið stórsigur í ríkjunum Komi, Tatarstan, Kamchatka og tugum annarra. Margir þeirra eiga von á því að verða ríkisstjórar en enn er verið að telja atkvæði. Stuðningsmenn Navalny hafa hins vegar unnið sigur í borginni Novosibirsk, þriðju stærstu borg Rússlands, og háskólabænum Tomsk þar sem Sameinað Rússland virðist hafa misst meirihluta. „Fólk er orðið þreytt á yfirvöldum. Þú getur ekki setið á valdastóli í tuttugu ár, stolið endalaust, gert allt sem þú hefur gert og ekki verið refsað,“ sagði Ksenia Fadeyeva, sem vann sæti í bæjarstjórn Tomsk. Í Tomsk virðist Sameinað Rússland aðeins hafa unnið 12 af 37 sætum í bæjarstjórn. Tatiana Doroshenko, kjörstjóri í Tomsk, segist ekki muna eftir því að Sameinuðu Rússlandi hafi gengið svo illa í kosningum á þeim fimmtán árum sem hún hefur setið sem formaður í kjörstjórn Tomsk.
Rússland Tengdar fréttir Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50 Navalní vaknaður úr dáinu Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái. 7. september 2020 14:05 Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. 4. september 2020 18:05 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjá meira
Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50
Navalní vaknaður úr dáinu Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái. 7. september 2020 14:05
Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. 4. september 2020 18:05