Eyjatríóið hittir lettneska hópinn í Reykjavík Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2020 14:00 Karlina Miksone skallar boltann í leik gegn Stjörnunni. Hún hefur skorað fjögur mörk í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT ÍBV á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í undankeppni EM. Lettneski hópurinn kom saman í Riga í gær, að mestu leyti. Í hópinn vantar þó Eyjakonurnar þrjár, sem heita Eliza Spruntule, Karlina Miksone og Olga Shevcova. Að sögn Andra Ólafssonar, þjálfara ÍBV, hitta þær liðsfélaga sína í landsliðinu einfaldlega í Reykjavík á miðvikudaginn í stað þess að ferðast heim til Lettlands og taka fullan þátt í undirbúningnum. Miksone mætir Íslandi eftir að hafa skorað bæði mörk ÍBV gegn Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, einum þriggja markvarða íslenska landsliðsins, í 2-2 jafntefli við Fylki í gær. Miksone hefur skorað fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni og Sevcova þrjú. Olga Shevcova í baráttunni um boltann í leik með ÍBV í sumar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Í átján manna leikmannahópi Didzis Matiss, landsliðsþjálfara Lettlands, eru annars aðallega leikmenn sem spila heima í Lettlandi. Hin 21 árs gamla Sandra Voitane er þó á mála hjá nýliðum SV Meppen í efstu deild Þýskalands, Ligita Tumane spilar í ítölsku C-deildinni og Laura Sondore á Kýpur. Matiss verður á hliðarlínunni á fimmtudag öfugt við kollega sinn hjá Íslandi, Jón Þór Hauksson, sem tekur út leikbann. Hvert mark getur reynst dýrmætt Hvert stig og jafnvel hvert mark getur skipt sköpum fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast á EM. Ísland er í baráttu við Svíþjóð um efsta sæti F-riðils og að komast þar með beint á EM. Liðið sem lendir í 2. sæti gæti komist beint á EM því liðin með bestan árangur í 2. sæti, í þremur riðlum af níu, komast beint á EM. Hin sex fara í umspil. Eins og staðan er núna er Ísland til að mynda þremur mörkum frá því að vera með þriðja besta árangurinn, í stað Danmerkur. Ísland hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa en á eftir tvo leiki við Svíþjóð, leikinn við Lettland og útileiki við Ungverjaland og Slóvakíu áður en undankeppninni lýkur 1. desember. EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
ÍBV á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í undankeppni EM. Lettneski hópurinn kom saman í Riga í gær, að mestu leyti. Í hópinn vantar þó Eyjakonurnar þrjár, sem heita Eliza Spruntule, Karlina Miksone og Olga Shevcova. Að sögn Andra Ólafssonar, þjálfara ÍBV, hitta þær liðsfélaga sína í landsliðinu einfaldlega í Reykjavík á miðvikudaginn í stað þess að ferðast heim til Lettlands og taka fullan þátt í undirbúningnum. Miksone mætir Íslandi eftir að hafa skorað bæði mörk ÍBV gegn Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, einum þriggja markvarða íslenska landsliðsins, í 2-2 jafntefli við Fylki í gær. Miksone hefur skorað fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni og Sevcova þrjú. Olga Shevcova í baráttunni um boltann í leik með ÍBV í sumar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Í átján manna leikmannahópi Didzis Matiss, landsliðsþjálfara Lettlands, eru annars aðallega leikmenn sem spila heima í Lettlandi. Hin 21 árs gamla Sandra Voitane er þó á mála hjá nýliðum SV Meppen í efstu deild Þýskalands, Ligita Tumane spilar í ítölsku C-deildinni og Laura Sondore á Kýpur. Matiss verður á hliðarlínunni á fimmtudag öfugt við kollega sinn hjá Íslandi, Jón Þór Hauksson, sem tekur út leikbann. Hvert mark getur reynst dýrmætt Hvert stig og jafnvel hvert mark getur skipt sköpum fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast á EM. Ísland er í baráttu við Svíþjóð um efsta sæti F-riðils og að komast þar með beint á EM. Liðið sem lendir í 2. sæti gæti komist beint á EM því liðin með bestan árangur í 2. sæti, í þremur riðlum af níu, komast beint á EM. Hin sex fara í umspil. Eins og staðan er núna er Ísland til að mynda þremur mörkum frá því að vera með þriðja besta árangurinn, í stað Danmerkur. Ísland hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa en á eftir tvo leiki við Svíþjóð, leikinn við Lettland og útileiki við Ungverjaland og Slóvakíu áður en undankeppninni lýkur 1. desember.
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15
Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17