„Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. september 2020 12:05 Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum svo unnt verði að viðhalda ráðningarsambandi því lágmarksmönnun verði að vera til staðar þó ekki sé nema bara til að hægt verði að selja ferðir fyrir næsta sumar þegar faraldurinn verður að öllum líkindum á bak og burt. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, telur ekki óvarlegt að ætla að um 90% starfsfólks í ferðaþjónustunni verði horfið úr greininni á næstu mánuðum. Úrræði stjórnvalda dugi skammt. „Langflest fyrirtækjanna sögðu upp sínum starfsmönnum 1. maí og 1. júní og jafnvel 1. júlí þannig að það er farið að saxast verulega á þann fjölda sem vinnur í atvinnugreininni. Við reiknum með því að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót.“ Fyrirtækin stefni að óbreyttu unnvörpum í gjaldþrot. Allt lausafé sé nánast uppurið og þau efnahagsúrræði sem stjórnvöld hafa gripið til séu ekki nægilega umfangsmikil. „Því höfum við verið að kalla eftir fleiri aðgerðum frá ríkisstjórninni til þess að það verði nægur hluti fyrirtækja enn á lífi þegar rofa fer til þannig að við getum tryggt að viðspyrnan verði sem hröðust og kröftugust.“ Forsætisráðherra sagði í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í gær að helsta úrlausnarefnið í dag væru fyrirtæki í ferðaþjónustu. Bjarnheiður gerir sér vonir um að hljóta áheyrn og að stjórnvöld tryggi fyrirtækjum rekstrarstyrki. „Vélarnar þurfa að vera í gangi. Það er ekki hægt að slökkva á öllu eins og stefnir í núna og halda svo að það verði bara hægt að kveikja umsvifalaust á þessu öllu aftur. Við þurfum að hafa einhvern lágmarksfjölda fólks við störf, til dæmis til að selja ferðir fyrir næsta sumar – sem við vonum að verði grundvöllur fyrir – og það er ekkert sem gerist bara einn, tveir og þrír eftir sex eða sjö mánuði.“ Bjarnheiður bendir á að á síðustu árum hafi gríðarlega mikil þekking orðið til í greininni samhliða örum vexti hennar. Starfsfólk hafi byggt um viðskiptasambönd við söluaðila út í heimi sem sárgrætilegt væri ef glötuðust. „Mannauðurinn er gríðarlega mikilvægur. Hér hefur safnast gríðarleg reynsla undanfarin ár og þessi reynsla nær til viðskiptasambanda og persónulegra tengsla fólks við söluaðila erlendis sem væri mjög vont að missa“. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum svo unnt verði að viðhalda ráðningarsambandi því lágmarksmönnun verði að vera til staðar þó ekki sé nema bara til að hægt verði að selja ferðir fyrir næsta sumar þegar faraldurinn verður að öllum líkindum á bak og burt. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, telur ekki óvarlegt að ætla að um 90% starfsfólks í ferðaþjónustunni verði horfið úr greininni á næstu mánuðum. Úrræði stjórnvalda dugi skammt. „Langflest fyrirtækjanna sögðu upp sínum starfsmönnum 1. maí og 1. júní og jafnvel 1. júlí þannig að það er farið að saxast verulega á þann fjölda sem vinnur í atvinnugreininni. Við reiknum með því að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót.“ Fyrirtækin stefni að óbreyttu unnvörpum í gjaldþrot. Allt lausafé sé nánast uppurið og þau efnahagsúrræði sem stjórnvöld hafa gripið til séu ekki nægilega umfangsmikil. „Því höfum við verið að kalla eftir fleiri aðgerðum frá ríkisstjórninni til þess að það verði nægur hluti fyrirtækja enn á lífi þegar rofa fer til þannig að við getum tryggt að viðspyrnan verði sem hröðust og kröftugust.“ Forsætisráðherra sagði í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í gær að helsta úrlausnarefnið í dag væru fyrirtæki í ferðaþjónustu. Bjarnheiður gerir sér vonir um að hljóta áheyrn og að stjórnvöld tryggi fyrirtækjum rekstrarstyrki. „Vélarnar þurfa að vera í gangi. Það er ekki hægt að slökkva á öllu eins og stefnir í núna og halda svo að það verði bara hægt að kveikja umsvifalaust á þessu öllu aftur. Við þurfum að hafa einhvern lágmarksfjölda fólks við störf, til dæmis til að selja ferðir fyrir næsta sumar – sem við vonum að verði grundvöllur fyrir – og það er ekkert sem gerist bara einn, tveir og þrír eftir sex eða sjö mánuði.“ Bjarnheiður bendir á að á síðustu árum hafi gríðarlega mikil þekking orðið til í greininni samhliða örum vexti hennar. Starfsfólk hafi byggt um viðskiptasambönd við söluaðila út í heimi sem sárgrætilegt væri ef glötuðust. „Mannauðurinn er gríðarlega mikilvægur. Hér hefur safnast gríðarleg reynsla undanfarin ár og þessi reynsla nær til viðskiptasambanda og persónulegra tengsla fólks við söluaðila erlendis sem væri mjög vont að missa“.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30
Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35