Dagurinn í dag er nokkuð rólegur eftir magnaða helgi en við erum þó með þrjár beinar útsendingar á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í kvöld.
Klukkan 20:00 verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Að venju verður það Helena Ólafsdóttir sem fer yfir gang mála með góðum gestum.
Stöð 2 Sport 2
Enski deildarbikarinn er farinn af stað og sýnum við stórleik Burton Albion og úrvalsdeildarliðsins Aston Villa, hefst leikurinn klukkan 18:45.
Stöð 2 E-Sport
Bein útsending frá Vodafonedeildinni í GS:OG hefsst klukkan 19:15. Leikir kvöldsins eru Þór - KR, Dusty – XY og Exile - Fylkir.