Fellibylurinn Sally nálgast suðurströnd Bandaríkjanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2020 20:33 Fellibylurinn Sally nálgast nú suðurströnd Bandaríkjanna óðfluga. Krossinn, sem sést á myndinni, er til minningar þeim sem létust vegna fellibyljarins Katrínu. Getty/Joe Raedle Fellibylurinn Sally nálgast nú suðurströnd Bandaríkjanna óðfluga. Talið er að óveðrið muni skella á nokkur ríkja suðurhluta Bandaríkjanna, þar á meðal Flórída, Mississippi og Alabama. Hitabeltisstormurinn Sally var skilgreind sem fellibylur síðdegis í dag, mánudag, og talið er að hann muni ríða yfir suðurströndina í fyrramálið. Sérfræðingar segja að fellibylnum muni fylgja miklar rigningar og miklir vindar, sem geta orðið allt að 135 km/klst. á einhverjum svæðum. Þá geti honum fylgt mannskætt brim sem geti brotist upp á land. Sérfræðingar hafa einnig sagt að fellibyljir hafi verið mjög tíðir í ár miðað við önnur ár. John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana, varaði íbúa ríkisins við Sally á Twitter í dag og bað fólk um að vera varkárt. Louisiana varð illa úti eftir fellibylinn Láru sem reið yfir í síðasta mánuði og enn hefur ekki tekist að byggja upp það sem skemmdist þá. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í bæði Alabama og Mississippi, en Sally hefur verið flokkuð sem fyrsta stigs fellibylur. Sally er nú um 280 km suðaustur af Biloxi í Mississippi og nálgast á ógnarhraða, eða á um 10 kílómetra hraða á klukkustund. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna gaf út í dag að stefna Sally hafi breyst nokkuð og að fellibylurinn muni ekki ríða yfir Louisiana. Hann geti hins vegar valdið miklum öldugangi og flóðbylgjum sem geti leitt af sér mikil flóð í ríkinu. Íbúar í New Orleans sem ekki njóta verndar flóðvarnargarða hafa verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Þá eru enn um 80 þúsund heimili í Louisiana enn rafmagnslaus vegna eftirmála fellibyljarins Láru en aðeins þrjár vikur eru liðnar frá því hann reið yfir. Auk Sally eru fjórir hvirfilbylir í vesturhluta Atlantshafsins – Paulette, Rene, Teddy og Vicky. Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Búa sig undir annan fellibyl Bandaríkjamenn sem búa við Mexíkóflóa undirbúa sig nú fyrir enn einn fellibylinn sem talið er að muni ná landi á morgun. Sally er nú skilgreind sem óveður en hún er á Mexíkóflóa að safna krafti fyrir ferðina inn á land og er áætlað að Sally nái fellibylsstyrk í kvöld. 14. september 2020 12:47 Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Hundruð þúsunda án vatns og rafmagns Íbúar stórs svæðis í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum gætu verið án rafmagns og rennandi vatns í nokkrar vikur, eftir að fellibylurinn Lára reið yfir. 29. ágúst 2020 18:49 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Fellibylurinn Sally nálgast nú suðurströnd Bandaríkjanna óðfluga. Talið er að óveðrið muni skella á nokkur ríkja suðurhluta Bandaríkjanna, þar á meðal Flórída, Mississippi og Alabama. Hitabeltisstormurinn Sally var skilgreind sem fellibylur síðdegis í dag, mánudag, og talið er að hann muni ríða yfir suðurströndina í fyrramálið. Sérfræðingar segja að fellibylnum muni fylgja miklar rigningar og miklir vindar, sem geta orðið allt að 135 km/klst. á einhverjum svæðum. Þá geti honum fylgt mannskætt brim sem geti brotist upp á land. Sérfræðingar hafa einnig sagt að fellibyljir hafi verið mjög tíðir í ár miðað við önnur ár. John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana, varaði íbúa ríkisins við Sally á Twitter í dag og bað fólk um að vera varkárt. Louisiana varð illa úti eftir fellibylinn Láru sem reið yfir í síðasta mánuði og enn hefur ekki tekist að byggja upp það sem skemmdist þá. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í bæði Alabama og Mississippi, en Sally hefur verið flokkuð sem fyrsta stigs fellibylur. Sally er nú um 280 km suðaustur af Biloxi í Mississippi og nálgast á ógnarhraða, eða á um 10 kílómetra hraða á klukkustund. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna gaf út í dag að stefna Sally hafi breyst nokkuð og að fellibylurinn muni ekki ríða yfir Louisiana. Hann geti hins vegar valdið miklum öldugangi og flóðbylgjum sem geti leitt af sér mikil flóð í ríkinu. Íbúar í New Orleans sem ekki njóta verndar flóðvarnargarða hafa verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Þá eru enn um 80 þúsund heimili í Louisiana enn rafmagnslaus vegna eftirmála fellibyljarins Láru en aðeins þrjár vikur eru liðnar frá því hann reið yfir. Auk Sally eru fjórir hvirfilbylir í vesturhluta Atlantshafsins – Paulette, Rene, Teddy og Vicky.
Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Búa sig undir annan fellibyl Bandaríkjamenn sem búa við Mexíkóflóa undirbúa sig nú fyrir enn einn fellibylinn sem talið er að muni ná landi á morgun. Sally er nú skilgreind sem óveður en hún er á Mexíkóflóa að safna krafti fyrir ferðina inn á land og er áætlað að Sally nái fellibylsstyrk í kvöld. 14. september 2020 12:47 Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Hundruð þúsunda án vatns og rafmagns Íbúar stórs svæðis í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum gætu verið án rafmagns og rennandi vatns í nokkrar vikur, eftir að fellibylurinn Lára reið yfir. 29. ágúst 2020 18:49 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Búa sig undir annan fellibyl Bandaríkjamenn sem búa við Mexíkóflóa undirbúa sig nú fyrir enn einn fellibylinn sem talið er að muni ná landi á morgun. Sally er nú skilgreind sem óveður en hún er á Mexíkóflóa að safna krafti fyrir ferðina inn á land og er áætlað að Sally nái fellibylsstyrk í kvöld. 14. september 2020 12:47
Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00
Hundruð þúsunda án vatns og rafmagns Íbúar stórs svæðis í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum gætu verið án rafmagns og rennandi vatns í nokkrar vikur, eftir að fellibylurinn Lára reið yfir. 29. ágúst 2020 18:49